Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 13
innlent Garðyrkjuskóli íslands hefur um skeið staðið fyrir ræktunum á af- köstum móðurplantna chrysan- temum plöntunnar og kemur í Ijós að afköst hennar eru nokkuð meiri en áður hafði veriö gert ráð fyrir. Ylræktarverið verður reist í Ylræktarver gæti skilað 460 milljón króna framlegð samvinnu við Hollendinga, sem lána um 90% af erlenda stofn- kostnaðinum, en afgangurinn verður fjármagnaður með hluta- fjárframlögum. Rætt er um tvær stærðir af yl- ræktarveri, en ekki hefur enn verið ákveðiö hvor stærðin verður valin. Þetta eru 3.68 hektara ver og er stofnkostnaðurinn áætlaður 2.3 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir 1.7 milljarði sem láni frá Hol- landi og reiknað er meö, að fram- legðin á ári verði 460 milljónir. Hitt verið er 1.2 hektari að stærð og er stofnkostnaðurinn 1.1 mill- jarður og munu Hollendingar lána 700 milljónir og reiknað er með, að framlegðin verði á ári 145 milljónir króna. Þessar tölur eru allar mið- aðar við verðlag í september sl., því má búast við, að þær hafi hækkað talsvert síðan. Framleiðslumagn og söluverð græðlinganna er háö árstíðum. Hagkvæmast er, að sem mest sé Ylræktarver í Hollandi. 12 selt yfir vetrarmánuðina, því þá er veðrið hæst, en vetrarverð gildir í 26 vikur eða jafnlengi og sumar- verðið. í skýrslu um ylræktarverið sem fengin var hjá Rannsóknarráði ríkisins segir m.a. í niðurstöðun- um: „Boriö saman við niðurstöður vinnuhóps frá því í janúar 1977 hefur þróunin orðið ylræktarveri hagstæð. Reiknað á sama hátt og þá, verður „tekjuafgangur" 3.68 hektara ylræktarversins til þess að greiða af lánum um 333 milljónir króna á móti 190 milljónum kr. þá (hvortveggja á föstu verðlagi). Það sem ræður mestu um þetta er hærra verð á græðlingum, það fást fleiri græðlingar pr. móður- plöntu og tollur af græðlingum er ennþá sá sami í erlendri mynt og árið 1977.“ Einnig segir í niöurstöðum skýrslunnar að tap verði á rekstri ylræktarveranna fyrstu 4—6 árin, þ.e.a.s. „tekjuafgangur" nægir ekki til þess að greiða af lánum þessi ár. Þetta fer þó verulega eftir hlutfalli hlutafjárs og lána, en með því hlutfalli sem getið er um í skýrslunni vantar milli 170 og 410 millj. kr. til þess að endar nái sam- an það árið, sem greiðslustaðan er erfiðust. Landbúnaðarráðuneytið ís- lenska hefur haft þetta mál til meðferðar og eftir því sem Pálmi Jónsson, núverandi landbúnaðar- ráðherra, sagöi þá hefur hann í hyggju að skipa nefnd sérfærð- inga til þess að fjalla um þetta mál og semja frumvarp um það. Nefndin mun koma til með að gera tillögu um aðra hvora stærðina á ylræktarverinu, staðsetningu og fleira. Vilji mun þó vera fyrir því hjá stjórnvöldum að verið verði stað- sett í Hveragerði, en þó hafa Reyknesingar ýmsar athuga- semdir við það að gera og vilja fá verið á Svartsengi. Einnig hafa Reykvíkingar sýnt ylræktarverinu áhuga. Þeir aöilar sem koma munu til með að eiga hlut í því eru ríkið, einstaklingar, sveitarfélög, olíufé- lög, sem flytja inn þá lofttegund, sem nauðsynleg er við ræktunina, Heimilistæki, sem er innflytjandi á Philips lömpum, sem Hollendingar gera að skilyrði að séu notaðir, enda hollensk framleiðsla, og ef- laust Flugleiðir, en gert er ráð fyrir því að flogið verði með græðling- ana til Hollands. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.