Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 67
Hótel Edda, sem er sumargistihús á vegum Feröaskrifstofu ríkisins, starfrækt í heimavist Menntaskól- ans á Akureyri. Arnfinnur Arnfinnsson, hótel- stjóri á Varðborg, tjáöi okkur aö ferðamennska í Akureyrarbæ hefði verið jöfn síðustu árin. Á Varðborg hafði útkoma síðasta árs verið all sæmileg og miðað við pantanir, sem fyrir liggja vegna komandi sumars, væri ástæða til nokkurrar bjartsýni. Það eru aðal- lega íslenzkar og brezkar ferða- skrifstofur sem sjá Hótel Varðborg fyrir viðskiptum í sumar. Má merkja talsverða aukningu i kom- um ferðafólks frá Bretlandi. Arn- finnur tók fram að svo virtist sem Ferðaskrifstofa ríkisins hefði nú orðið á hendi svo til alla þjónustu við erlenda ferðahópa, sem til landsins koma, ef þeir á annað borð feröast ekki á eigin vegum. Þessir viðskiptamenn Ferðaskrif- stofu ríkisins gista þá á hótelum hennar, Edduhótelunum og sagð- ist Arnfinnur þá á Varðborg tæþast sjá einn einasta gest, sem væri á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, og það sem verra væri: Ferðaskrif- stofan raunverulega byði niður verð á gistingu fyrir hótelunum í bænum. Hótel Varðborg starfar allt árið og á veturna byggir það afkomu sína að talsverðu leyti á viðskiptum við starfshópa á vegum opinberra stofnana og stærri fyrirtækja. Einnig er talsvert um heimsóknir félagasamtaka víðsvegar að til fundahalda á Akureyri eða annars samkomuhalds. Nokkuð er líka um heimsóknir venjulegs ferðafólks sunnan úr Reykjavík, sem dvelst þar helgarlangt og bregður sér þá gjarnan á skíði í Hlíðarfjalli. Óöryggi er talsvert í móttöku ferðafólks að vetrarlagi á Akureyri. Arnfinnur sagði ástandió i flug- vallarmálum vera verra en margan grunaði. Ekki mætti gera mikinn hliðarvind á þá einu flugbraut, sem til staðar er, eða dimma mikið yfir svo að ekki yrði ólendandi. ,,Um síðustu helgi voru bæði hótelin alveg uppþöntuð vegna bridgemóts sem hér átti að halda með þátttöku manna frá Egils- stöðum og Hornafirði. En það kom enginn af því að þaó var ekki flog- ió. Þetta er fjári slæmt, ekki sízt þegar við vorum búnir að vísa frá öðrum félagsskap, sem kom að sunnan, og bjargaði sér í gistingu á einkaheimilum," sagði Arnfinnur Arnfinnsson, hótelstjóri á Varð- borg. í nýjum húsakynnum Ferða- skrifstofu Akureyrar við Ráðhús- torg hittum við sem snöggvast Jón Egilsson, sem um langt árabil hef- ur verið einn helzti máttarstólpinn í ferðamálum á Akureyri og í ná- grannasveitunum, einkanlega í skipulagningu ferða til Mývatns. Hann hefur líka til skamms tíma annazt strætisvagnaferðir innan- bæjar á Akureyri en nú mun hins vegar ákveðið að bærinn taki að sér rekstur almenningsvagnanna. Það er verið að breyta skrifstofu- húsnæði ferðaskrifstofunnar og í sumar verður þar sameiginleg af- greiðsla fyrir hana og Flugleiðir. Gísli sonur Jóns Egilssonar er framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar en hún er í eigu þeirra feðga, Flugleiða, Flugfélags Norðurlands og Ferðaskrifstof- unnar Úrvals. Með hækkandi sól fer gestum úr fjarlægum landshlutum eða frá öðrum löndum að fjölga á götum Akureyrar. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.