Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 17
Friedrich Hayek flutti hér tvo fyrirlestra, annan í boði Viðskipta- deildar Háskóla íslands, hinn í boði Félags frjálshyggjumanna, en hann var gestur þess á fslandi. í tilefni komu hans gáfu Almenna bókafélagið og Félag frjálshyggju- manna út frægustu bók hans, Leiðina til ánauðar, þar sem hann leiðir rök gegn sósíalismanum, áætlunarbúskap og óhóflegum ríkisafskiptum, í íslenzkum búningi Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar sagnfræöings. Koma Hayeks til landsins vakti mikla athygli, enda eru skoðanir hans hressilegar, ög maðurinn er sjálfur furðulega ern, en hann er að verða 81 árs. í fyrirlestri sínum í Háskólanum sagði hann, aö ríkis- stjórnir vestrænna lýðræðisþjóða hefðu brugðizt þeirri skyldu sinni að stjórna peningamálum af viti og þess vegna væri rétt aö taka af þeim einkaréttinn til þess. Verð- bólgan síðasta áratuginn væri óstjórninni í peningamálum að kenna og hana yrði að lækna með snöggu átaki, því að stjórnmála- menn misstu alltaf kjarkinn, ef hægfara lækning væri reynd. Hayek sagði í fyrirlestri sínum á málþingi Félags frjálshyggju- manna, að kenning ,,miðju- manna" ístjórnmálum um „bland- að" hagkerfi væri rökvilla. Þeir skildu það ekki, að dreifing lífs- gæðanna yrði eins að fara eftir markaðslögmálunum og fram- leiðsla þeirra. Hann sagði, að ein- ungis væri til tvenns konar skipu- lag — markaðsskipulagiö, þar sem framleiðslutækin eru íséreign og framleiðendur keppa hver við annan á markaði, og miðstjórnar- skipulag sósíalista, þar sem fram- leiðslutækin eru í sameign (þ.e. eign ríkisins) og valdsmenn taka ákvarðanir um notkun þeirra. Hayek sat hér hádegisverðar- boð Viöskiptadeildar, kvöld- veröarboð Seðlabanka Islands, Félags frjálshyggjumanna og Verzlunarráðs íslands, ók til Þing- valla og flaug til Vestfjarða, þar sem hann skoðaði hraðfrystihúsið í Bolungarvík og hitti að máli eina elztu kempu einkaframtaksins á (slandi, Einar Guðfinnsson út- gerðarmann, sem er ári eldri — er aö verða 82 ára. Hann sagði fréttamönnum, að hann væri að skrifa bók, sem ætti að heita ,,Of- metnaðurinn óskaplegi" (The Im- mense Conceit), þar sem hann sýndi, að sósíalisminn væri ekki önnur stjórnmálastefna en frjáls- hyggja, heldur rangur frá fræði- legu sjónarmiði séð, misskilning- ur. Bók Hayeks, Leiðin til ánauðar, var mjög umdeild, þegar hún kom fyrst út 1944, en er nú orðin sígild í sögu stjórnmálahugmyndanna. Hayek ver í henni skipulag einka- framtaks, séreignar, atvinnufrelsis og samkeppni og færir rök fyrir því, að það sé nauðsynlegt skilyrði fyrir almennum mannréttindum og fullu lýðræði, þannig að þau verð- mæti hljóti aö glatast í hagkerfi sósíalista. Hann segir einnig, að menn hafi misskiliö nazismann, því að hann sé í rauninni ein grein sósíalismans. Hayek segir á einum stað í bók- inni: Unga kynslóðin hefur alizt upp í heimi, þar sem andi við- skipta og einkaframtaks hefur verið í litlum metum í skólum og fjölmiðlum og talið ósiðlegt að safna gróða. Þeir, sem veita hundrað mönnum vinnu, eru taldir arðræningjar, en litið er upp til hinna, sem skipa hundr- að mönnum fyrir. Það hefur verið Hayek áhyggju- efni, að menntamenn hafa margir veriö fjandsamlegir einkaframtak- inu og ekki skilið, hvaða lögmálum framleiðsla og viðskipti lúta. Hann lýkur bók sinni á þessum orðum: Fyrstu tilraunir vorar til að skapa heim frjálsra manna hafa mistekizt, en vér megum ekki hætta þeim. Leiðarstjarnan hlýtur að vera hin sama og a' nítjándu öld, að stefna einstakl- ingsfrelsis er eina stefnan fram á við. Hayek hefur samið fjölda bóka, enda er hann heimskunnur fræði- maður, doktor í lögfræði og hag- fræði og hlaut reyndar nóbels- verðlaunin í hagfræði 1974. í bók- inni Individualism and Economic Order gagnrýnir hann kenningu sósíalista hagfræðilega. í bókinni Capitalism and the Historians hrekur hann þá söguskoðun sósíalista, að verkamenn hafi tap- að á kerfi einkaframtaksins, sem spratt upp á átjándu og nítjándu öld. í bókinni The Constitution of Liberty gerir hann skipulega grein fyrir skoðunum sínum á eðlilegu hlutverki ríkisins í nútímaskipulagi. í bókinni A Tiger by the Tail skrifar hann um verðbólgu, orsakir henn- ar, afleiöingar og ráðin við henni. I bókinni Denationalization of Money reifar hann hugmyndir sín- ar um nýskipan peningamála, og í nýjustu bók sinni, Law, Legis- lation and Liberty, sem kom út í þremur bindum á árunum 1973 til 1979 (síöasta bindið að honum áttræðum), gagnrýnir hann sam- keppni stjórnmálamanna þing- ræðisríkja, um atkvæðin, sem þeir nota almannafé til að afla sér, og leggur til breytta skipan stjórn- mála. Hayek er tvímælalaust einn merkasti stjórnmálahugsuður þessarar aldar, og mikill fengur var að því fyrir Islendinga, ekki sízt þá, sem fylgja atvinnufrelsi og einka- framtaki, að fá hann til landsins. Vonandi verður heimsókn hans til þess að breyta hugmyndum manna um stjórnmál, sem hafa síðasta áratuginn sokkið í far skæklatogs hagsmunahópa og hrossaprangs stjórnmálamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.