Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 71

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 71
lenzkum vegum. Fyrir þá, sem óska eftir stærri og fínni bílum veröur Galant-bíllinn frá Mitsu- bishi senn á boðstólum. ,,Endurnýjun á bílum, sérstak- lega dýrari gerðunum, fer að verða gjörsamlega ómöguleg," sagði Vilhelm. ,,Ef maður vildi bjóða Range Rover eða Blazer þá kostar slíkur bíll í innkaupi um eða yfir 20 milljónir. Vextir af 20 milljónum á ári eru 8 milljónir í þessu þjóðfélagi en inn koma fyrir bílinn 3 til 4 mill- jónir á ári.“ Vilhelm var að því spurður, hvort leigutakar gætu skilað bílum víðar á landinu en á Akureyri eða Reykjavík og sagði hann að slíkt væri auðvitað hægt, ef viðkomandi greiddi kostnað við að sækja bíl- inn. Aftur á móti væri ekki hlaupið að því að koma upp endastöðvum fyrir bílaleigur eins og Bílaleiga Akureyrar hefur gert í Reykjavík og á Akureyri. Það væri t.d. skilyrði að hafa fullkomið verkstæði í tengsl- um við bílaleiguna á endastöð til að yfirfara bíla og halda þeim jafn- an í fullkomnu lagi. Bílaleigan starfrækir verkstæði bæði í Reykjavík og á Akureyri. ,,Þetta krefst svo mikils," sagði Vilhelm. ,,Fólk heldur oft, að bíll, sem búinn er aó þeysast um á vondum vegum, sé bara einfald- lega þveginn og þrifinn og síðan leigður út aftur. Viðhald og eftirlit bílsins milli ferða er miklu um- fangsmeira." Samningar við InterRent Bílaleiga Akureyrar hefur nýlega stofnað til samvinnu við þýzka bílaleigufyrirtækið InterRent, sem er ein ódýrasta og hagkvæmasta bílaleiga í Evrópu. „Samningarnir við InterRent voru undirritaðir í ágúst í fyrra og síðan höfum við afgreitt fjöldan allan af pöntunum frá íslending- um, sem tekið hafa bíla á leigu í Evrópu. Þegar menn komast upp á lag með að notfæra sér þessa þjónustu, eru þeir mjög ánægðir með hana," sagði Vilhelm Ágústs- son. Bílaleiga Akureyrar sér um að panta bílana hjá InterRent og þegar leigutaki er lentur á flugvelli erlendis bíður bíllinn eftir honum þar. Að þessu er mikið hagræði, því að erlendar bílaleigur eru oft tregar til að leigja mönnum bíla, ef þeir koma algjörlega ókynntir og kreditkortalausir eins og íslend- ingar eru almennt. Hvað kostar að leigja bíl erlendis? Og hvað kostar það svo að leigja bíl á meginlandi Evrópu? Vilhelm sagðist sjálfur hafa tekið bíl á leigu hjá InterRent úti í Luxemburg í fyrrahaust. Hann ók til l’talíu, var þar í vikutíma og fór svo þaðan um Austurríki og Sviss til Luxemborg- ar. Leigugjaldið fyrir þessa ferð var þá 165 þúsund íslenzkar krónur. Þess skal getið að Bílaleiga Akur- eyrar útvegar ferðamönnum af- slátt á leigu hjá InterRent, sem menn fá ekki, ef bílar eru pantaðir erlendis. Þá er vert að geta þess, að viðskiptavinir InterRent eiga þess oft kost að leigja bíl í einu landi og skila honum í öðru. ,,Fólk á ekki að vera hrætt við að aka erlendis," sagði Vilhelm að lokum. „Bílarnir eru að fullu tryggðir og þegar menn eru komnir út í umferðina komast þeir upp á lagið undireins." abriel Höggdeyfar eru gæðavörur á mjög hagstæðu verði G.S. varahlutir Ármúla 24 Sími 3-65-10 — Reykjavík 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.