Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 42
Fyrirtækl getur einungis lifað, ef allir þeir, sem leggja því til fjármagn, þjónustu og vinnu eru reiðubúnir að gera það til frambúðar. Það gera þeir einungis, ef þeir eru sannfærðir um, að þeir fái sanngjarna umbun fyrir það, sem þeir leggja af mörkum. Ef ekki, leggja þeir sig minna fram eða hlaupa frá öllu saman, svo að fyrirtækiö verður að hætta starfsemi sinni til tjóns fyrir alla aðila. Þeir sem ábyrgir eru fyrir stjórnun fyrirtækis verða að skipta tekjum þess á sanngjarnan hátt milli allra þeirra aðila, sem tengjast fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti. HVAÐ ER SANNGJARNT? ER TIL EINHVER MÆLIKVARÐI? Almennt talaö má nefna fernt: • Það, sem einstakir hópar fá í sinn hlut, ætti ekki að vera lægra en það, sem þeir geta fengið frá öðrum fyrir- tækjum. • Fólk ætti að vera sannfært um, að sá mismunur, sem kann að vera fyrir hendi, sé sanngjarn og stafi af mismunandi framlagi þeirra til fyrirtækisins. • Það er hlutverk stjórnenda fyrirtækisins að kynna sér stöðugt skoðanir og óskir þeirra ýmsu hóþa, sem fyrirtækinu tengjast og gera kröfur til þess. Þeir þurfa að útskýra ákvarðanir sínar, tilgang og starfsemi fyrir- tækisins og sýna starfsmönnum, hvernig störf þeirra eru mikilvægur hlekkur í heildarstarfseminni. í stuttu máli sagt: Ein af skilyrðislausum skyldum stjórnenda er að eiga eðlileg skoðanaskipti við allt það fólk, sem fyrir- tækinu tengist. • Síðast en ekki sízt leggur þjóðfélagið, ríki og sveitarfélög, fyrirtækjum skyldur á herðar. Fyrirtækjum ersagt, hvernig þau skuli greiða laun og launatengd gjöld, hvaða skatta þau skuli innheimta og greiða og hvernig þau megi framleiða og markaðssetja fram- leiðslu sína. Fyrirmælum af þessu tagi fer sífellt fjölg- andi. Vegna þess hve slíkum reglum og fyrirmælum hefur fjölgað, verður æ erfiðara að vita, hvað má og hvað má ekki. Á endanum hafa þvíþessi afskipti, þótt þau hafi verið vel meint, dregið úr hagkvæmni atvinnu- rekstrar. Hagnaður- lífsnauðsynlegur fyrir alla Þess sjást greinilega merki víða um heim, að þeir, sem leggja fyrirtækjum til áhættufé, hafa í auknum mæli dregið sig í hlé, því að fyrirtækin skila ekki sama hag- naði og áður. Ástæðan er sú, að starfsmenn hafa sífellt aukið sinn hlut í tekjum fyrirtækisins og skattheimta hins opinbera, bæði á fyrirtæki og einstaklinga, hefur jafnvel aukizt enn hraðar. Fólk kýs því að nota fjármuni sína til annars en fjárfestinga í atvinnurekstri. Að hluthafarnir skuli draga sig í hlé, er alvarlegt hættu- merki. Ef sífellt færri vilja taka áhættu í atvinnurekstri, er tilvist fyrirtækjanna ógnað. Þegar enginn býður sig fram, verður fyrirtækið að hætta. Þá missa starfsmenn vinnuna, viðskiptavinir verða að leita annað og opin- berir aðilar tapa skatttekjum. En fleira gerist. Nýjungar í vöru og þjónustu og hagvöxtur (vöxtur þjóðartekna á mann) byggist á því, að menn vilji taka áhættu. Það eru því bæði lífskjör okkar nú og í framtíðinni og öll von um, að þau fari batnandi sem eru í hættu, ef fyrirtækin skila ekki þeim hagnaði, sem réttlætir, að menn taki áhættu í atvinnurekstri. Hagnaðurinn í hnotskurn 1. Áhættan er tekin í von um hagnað. Nýjungum fylgir áhætta. Hagnaðarvonin er því forsenda nýjunga. 2. Hagkvæmni í rekstri fyrirtækja er nauðsynleg, ef þau eiga að hagnast. Hagnaður leiðir því til hag- kvæmrar nýtingar á framleiöslugetu þjóðfélagsins. 3. Tilvist fyrirtækja byggist á því, að þau hagnist, þegar til lengri tíma er litið. Atvinna og afkoma laun- þega og hins opinbera byggist því á hagnaði. 4. Hagnaður leiðir til fjárfestinga, en arðsöm fjárfest- ing er undirstaöa hagvaxtar. Án hagvaxtar geta lífs- kjör okkar ekki batnað í framtíöinni og félagslegar umbætur verða ekkert annað en tilfærslur milli þjóðfélagshópa. 5. Hagnaður, fjárfesting, nýjungar og hagkvæmni koma fram í aukinni framleiðni og lægra vöruverði, sem styrkir samkeppnisaöstöðu okkar gagnvart öðrum þjóðum, bætir þannig greiðslujöfnuð og Hagnaður er undirstaða samfélagslegrar þjónustu UTGEFANDI VERZLUNARRÁO ÍSLANDS 1979
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.