Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 37
Lúxusferðir Ferðalög eru orðin almennings- eign, því getur enginn neitað. En ef við höldum okkur við skilgrein- inguna á lúxusnum, sem við slóg- um fram í byrjun þessarar greinar, þá teljast heimsóknir til framandi landa enn til lúxusflokksins. Við skulum þó sleppa hinum geysivin- sælu hópferðum að sinni en beina þess í stað augum okkar að hinum dýrari skemmtiferðum. Við höfð- um samband við nokkrar ferða- skrifstofur og báðum þær um að lýsa dýrum og löngum ferðum, sem þær hefðu á boðstólum, og hér á eftir fara örstuttar lýsingar á þessum sannkölluðu draumaferð- um. Ferðaskrifstofa Kjartans Helga- sonar býður upp á langar siglingar á vegum sovéska skipafélagsins CTC. M.a. rákumst við á siglingu með skemmtiferöaskipinu Mikhail Lermontov, sem stendur í 27 daga. Siglingin hefst í Tilbury í Englandi og þaðan er siglt suður til Las Palmas á Kanaríeyjum. Eftir stutt stopp er látið úr höfn og stefnan tekin þvert yfir Atlantshafið til Barbados og kíkt til staöa í næsta nágrenni. Nokkrum dögum seinna er strikið tekið til baka yfir hafiö og komið við í Madeira. Næsti áfangastaður er Rotterdam og loks er haldið aftur til Tilbury á Englandi. Lægsta fargjald fyrir þessa ferð er £520 en einsmanns- káeta með sturtu kostar £1385. Við þetta verð bætist síðan flugfarið til Englands og heim aftur. Ferðaskrifstofan Úrval ætlar heldur betur að fara ótroðnar slóðir í feröalögunum á hausti komanda. Áfangastaðurinn í þeirri ferð, er viö segjum hér lítillega frá, er hið fjarlæga og leyndardóms- fulla stór'veldi: Kína. Úrval efnir til þessarar ferðar í samvinnu við Menningarsamtök íslands og Kína og áætlaö er að leggja land undir fót frá íslandi þann 2. október og flogið verður til Kaupmannahafnar í fyrsta áfanga. Þaðan verður rak- leitt haldið áfram til Hong Kong, þar sem dvalið verður í tvær næt- ur. Til Kína verður síðan haldið með lest þann 6. okt. og ferðast vítt og breytt um landið í 12 daga. Á heimleiðinni gefst ferðalöngum færi á að dvelja stuttan tíma í Bangkok. Þessi ferð mun kosta um 1.100.000 kr. á mann. Ferðaskrifstofan Atlantis býður okkur lúxusfarþegunum upp á skemmtisiglingu um Miðjarðarhaf- ið, á vegum breska skipafélagsins Chandris. Ákvöröunarstaðir í þessari siglingu eru Genóva, Cannes, Barcelona, Palma, Túnis, Sikiley, Napólí og síðan aftur til Genóvu. Þessi hringferð er þannig byggð upp að það tekur skiþið nákvæmlega eina viku að fara hringinn. Þannig gefst farþegum tækifæri til að fara af skipinu á einhverjum áfangastaðanna og dvelja þar í vikutíma meðan skipið siglir einn hring. Þannig tekur siglingin sjálf 7 daga en feröin öll getur tekið 14—16 daga og aö sjálfsögðu geta ferðalangar tekið sér aukafrí í London á leiðinni út eöa heim. Þessi ferð mun kosta um 425.000 kr. Ferðaskrifstofan Útsýn velur sína lúxusferö ekki af verri endan- um. Hér er um að ræða mán- aðarheimsreisu, hvorki meira né minna, á vegum dönsku Globe- trotter-ferðaskrifstofunnar. Ferðin hefst í Kaupmannahöfn og þaðan er flogið til Los Angeles. Síðan liggur leiðin til Honolulu, Samoa-- eyja og Fiji-eyja, Nýja Sjálands, Sidney í Ástralíu, Bali, Bangkok, og þaðan heim aftur. Svo sem sjá má er hér um aldeilis stórkostlega ferð að ræða og varla þarf að nefna það að þeir sem hafa á annað borð þeninga fyrir slíkri ferð ættu að hugsa sig tvisvar um áður en hún er látin sigla sinn sjó. Heimsreisa þessi kostar um 2.1 millj. kr. Það skal tekið fram að einnig er hægt að fara aðra ferð umhverfis jörðina á vegum sama aöila, sem tekur 21 dag. Áfanga- staöir eru þá ekki hinir sömu en að öllu jöfnu liggja þeir frekar norðar en framantaldir staðir (s.s. Hawaii, Hong Kong og Nýja Delhi). Ferðamiðstöðin ætlar að halda með sína lúxusfarþega vestur og suður til Mexícó nánar tiltekið til Acaþulco. Þegar hefur verið ákveðið að efna til þriggja ferða í sumar og verður fyrsta ferðin farin seinni hlutann í júní. Flogið er frá Keflavík til New York og stoppað þar í einn dag. Síðan er haldið beina leið til Acapulco þar sem dvalið verður í 14 daga í góðu yfirlæti. í heimleið- inni geta ferðalangar síðan stopp- að í New York um lengri eða skemmri tíma. Ferðir til Vestur- heims virðast vera í mikilli sókn sem stendur, og það er ekki á hverjum degi, sem fslendingum gefst kostur á að heimsækja eitt elsta og athyglisverðasta menn- ingarsvæði heims. Verð í þessa ferð er frá 566 þúsundum til 750 þúsunda. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.