Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.1980, Blaðsíða 33
gildistöku og gefnir út 99 staðlar. (Recommended International Standards) fyrir matvælategundir, sem algengar eru í milliríkjaverslun, og fleiri eru að sjálf- sögðu á leiðinni. Þar að auki hafa verið gefnir út staðlar um mjólkurafurðir, en þeir hafa nokkra sér- stöðu. Gerðir hafa verið alþjóðlegir listar yfir aukaefni í matvælum (Food Additives). Ennfremur hafa verið gefnar út nokkrar reglugerðir um framleiösluhætti (Codes of Practice) fyrir einstaka matvælaflokka, einkum fiskmeti, svo og lagmeti. Gildistaka staðlanna Það hefur frá upphafi verið ætlun Staðlaskrárráðs- ins, að sem flest aðildarlöndin samþykki gildistöku Codex-staðlanna, hvert fyrir sitt leyti, þegar þeir eru tilbúnir, og samræmi um leið sínar eigin matvæla- reglugerðir hinum alþjóðlegu stöðlum. Á þessu hefur orðið meiri dráttur en búist var við. Kom fljótt í Ijós, aö mörg aðildarlönd gátu samþykkt ýmsa af stöðlunum að undanteknu einu eða fáum ákvæðum, eða þá að liðnum nokkrum aðlögunartíma. Var þessi möguleiki veittur af Staðlaskrárráðinu árið 1974 og hefur verið talsvert notaöur síðan. Árið 1979 var gefin út ítarleg skýrsla um gildistöku Codex-staðlanna hjá aðildarþjóðunum, og reyndist staðan vera þessi: Sextíu og fjórar þjóöir (af 115) auk Efnahags- bandalagsins (ECE) höfðu tekið einhverja afstöðu til eins eða fleiri staðla, og áttatíu og tveir staðlar (af 99) höföu fengið afgreiöslu hjá einni eða fleiri þjóðum. Nánar tiltekið var afstaðan þannig: Gildistaka að fullu.......................511 tilfelli Gildistaka meöfresti......................149 tilfelli Gildistaka með undantekningu ............148 tilfelli Gildistöku hafnað .........................40 tilfelli Þetta þykir að vonum mjög lítil þátttaka. Og þegar betur er að gáð þá eru það aöallega tæknivæddu þjóðirnar, sem þarna láta sig vanta, einmitt þær sömu og mest hafa á sig lagt við staðlagerðina. Þróunar- löndin í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku hafa aftur á móti sýnt gildistöku staðlanna meiri áhuga. Það eru helst þjóðir með háþróaðan matvælaiðnað og stranga matvælalöggjöf, sem farið hafa fram á und- antekningar. Er þar í flestum tilfellum um smávægileg frávik að ræða, þannig aö hlutaðeigandi staðlar ná tilgangi sínum eftir sem áður. Það er fyrst, þegar undantekningarnar fara að verða mjög margar í staðlinum, að hann missir gildi sitt. Fundur í París Að gefnu þessu umrædda tilefni boðaöi Staðla- skrárráðiö til fundar í staðlaskrárnefnd þeirri, sem fer með skipulagsmálin (Codex Committee on General Principles). Fundurinn var haldinn í París dagana 15.—19. október 1979. Voru þar rædd grundvallar- atriðin varðandi gildistöku Codex-staðlanna, og sér- staklega spurningin um þaö, hversu mikil tiltekin frá- vik frá Codex-staðli mætti leyfa við gildistöku hans, án þess að jafngilti synjun. Fundurinn taldi ástæðulaust, aö svo stöddu, að draga fyrirfram nokkra ákveöna markalínu á milli samþykktar með frávikum og algerrar frávísunar staðals. Aftur á móti skyldu aðildarþjóðirnar hvattar til þess aö gera nákvæmlega grein fyrir þeim frávikum, sem þær óskuðu eftir, og yrðu þá þessi afbrigðilegu ákvæði birt í þar að lútandi skýrslum Staðlaskrár- ráðsins. Fundurinn lagði áherslu á, að hvetja bæri aðildarþjóðirnar til þess að samþykkja fyrir sitt leyti sem flesta staðla, þó að með nokkrum frávikum væri. Fullt samþykki væri þó alltaf æskilegast. Codex-staðlarnir fyrir mjólkurvörur hafa ennþá þá sérstöðu, að þá verður að samþykkja án frávika. Litið er á ákvæði þeirra sem lágmarkskröfur, en aðildar- þjóðum er heimilt að gera strangari kröfur, ef þær æskja þess. Fundurinn í París leit svo á, að eðlilegt væri að heimila einnig nokkur frávik frá mjólkurvöru- stöðlunum í átt til vægari ákvæða, ef þess væri óskað. Gilti þá það sama fyrir alla Codex-staöla. Siðareglur í milliríkjaverslun Á fundinum í París var tekið til meóferóar annað mikilvægt mál, en það var setning siðareglna í milli- ríkjaverslun með matvæli. (Code of Ethics for the In- ternational Trade in Food). Sérstakur vinnuhópur hafði verið kallaður saman í París nokkrum dögum áður (11.—12. október) til þess að undirbúa þetta mál fyrir fundinn. Siðareglur þessar eru ætlaðar öllum þeim, sem fást við milliríkjaverslun með matvæli, eða bera ábyrgð á skipulagningu þeirra, um leið og þær eiga að vernda heilbrigði neytenda og stuðla að heiðarlegum versl- unarháttum. Drög að reglugerð voru lögö fyrir fund- inn, rædd þar og endurbætt. Meginatriðin í reglu- gerðinni, eins og fundurinn gekk frá henni, eru þessi: Reglugerðin gildir um öll matvæli, bæði fullunnin og hálfunnin, og eins um þau hráefni og aukaefni, sem í matvælin eru notuð eða seld beint til neytenda. Lagt er bann við að selja á alþjóðamarkaði matvæli eða efni til matvælagerðar, sem bera með sér smit eða efni skaðleg heilsu manna, eða eru skemmd, óhrein eða að öðru leyti óhæf til neyslu. Bannað er einnig að selja matvæli, sem eru fölsuð eða ranglega merkt. Ennfremur er bannað að framleiða, setja í umbúðir, geyma, flytja og bjóða til sölu matvæli undir kringumstæðum, sem ekki fullnægja almennum hreinlætiskröfum. Gerðar eru kröfur til þess, að hvert land, sem rekur milliríkjaverslun með matvæli, setji hjá sér matvæla- staðla og reglugerðir, er nálgist sem mest þá staðla og reglugerðir, sem Staðlaskrárráðiö hefur gefið út. Gildir þetta um efnisþætti matvælanna, svo og um heilnæmi þeirra, merkingar og umbúðir, ennfremur um aukaefni, lyfjaleifar og önnur framandi efni, sem í þeim kunna að vera. Það skal vera meginregla í milliríkjaviðskiptum, að matvæli, sem eitt land flytur út, skulu fullnægja gild- andi stöðlum og reglugerðum um slíkar vörur í því landi, sem vöruna flytur inn, og þeim sérstöku samn- ingum sem útflutnings- og innflutningslandið hafa gert með sér. Séu engir matvælastaðlar til í innflutn- ingslandinu, skal miða við þá Codex-staðla, sem gilda um vöruna. Ábyrgöina á því, að umræddar siðareglur í milli- ríkjaverslun séu virtar, bera yfirvöld viðskiptaþjóð- anna. Þeim er því nauðsynlegt að setja hjá sér mat- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.