Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Síða 5

Frjáls verslun - 01.07.1980, Síða 5
Karólína Jósepsdóttir hefur nýlega keypt kvenfataverslunina Strikið á Laugavegi 8. Karólína er fædd árið 1955 í Hafnarfirði. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum 1972. Síðan starfaði hún ífjögurársem ritari á lögfræðiskrifstofu Árna G. Finnssonar og síð- astliðin þrjú ár var hún læknaritari á heilsu- gæslu Hafnarfjarðar. Karólína var spurð því hún hefði byrjaö þessa starfsemi. „Ég hef alltaf haft gaman af að selja. Meðan ég var ritari stundaöi ég verslunarstörf um helgar sem tómstundagaman og síöan var ég einnig sölumaður hreinlætisvara og seldi gegnum síma. Þegar ég sá þessa verslun aug- lýsta, var ég í leit að íbúðarhúsi. Ég sló til og keypti verslunina en sleppti húsinu. Ég lét breyta versluninni algjörlega og fatnaðurinn er líka allt annar. Ég reyni að hafa vöruna sem fjölbreyttasta og merkin eru aðallega ítölsk, ensk og sænsk. Ég hef lítið af íslenskum vörum, á þeim finnst mér of mikil fjöldaframleiðsla. Til að fylgjast með tískunni, þarf að fara minnst þrisvar til fjórum sinnum á ári til annarra landa í verslunar-og kynningarleiðangra. — Er erfitt að setja upp verslun? ,,Já, það þarf töluvert átak og hugrekki. Og til aö fá verslunarleyfi eru alltaf gerðar strangari kröfur, helst þarf verslunarpróf. En mikil starfsreynsla eru góð meömæli og hana tel ég mig hafa síðan ég var ritari, bókhaldið vefst ekkert fyrir mér." Verslunin hefur gengið mjög vel og hefur Karólína eina stúlku sér til aðstoðar. Björgvin Schram var ráðinn forstöðumaður kerfisdeildar Sambands íslenskra samvinnufé- laga 1. júlí síöastliðinn. Björgvin er fæddur árið 1945. Hann varð stúdentáriö 1966frá Verslunarskóla íslandsog lauk síðan prófi frá Háskóla íslands í viðskipta- fræði árið 1971. Hann hefur fram til þessa unnið í kerfisdeild I.B.M. Hlutverk kerfisdeildar S.Í.S. er að annast ný- smíði og uppsetningu tölvuverkefna fyrir Sam- bandið, samstarfsfyrirtæki þess og kaupfélög- in. Björgvin hefur umsjón með deildinni, en í henni munu starfa átta til tíu manns. Björgvin sagði hið nýja starf leggjast vel í sig, því gera ætti átak í tölvuvæðingu Sambandsins en starfsemi þess er geysilega fjölþætt og væru verkefni kerfisdeildar mörg. — Hvernig er það fyrir mann, gjarnan nefndur sjálfstæðismaður, að starfa í fyrirtæki, sem hefur á sér „framsóknarstimpil"? „Ég hef aldrei verið mjög pólitískur, þó svo að mín skyldmenni séu það. Það vantar aðeins talsmann framsóknar innan minnar fjölskyldu og hver veit nema ég bæti úr því." 7

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.