Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 22
rétt til þess aö gera athugasemdir við reikninginn sýnist honum ein- hverjar tölur óeðlilega háar. — Greiðslukortið er einungis ætlað til greiðslu venjulegs ferða- kostnaðar, s.s. á flugi og uppi- haldi, en ekki til innkaupa. — Bankinn gerir einnig kröfu til þess, að ekki sé eytt meira en sem nemur 2000 Bandaríkjadölum í hverri ferð. Sveinn sagði, að ætlunin væri sú, að handhafar þessara korta notuðu þau aðeins í neyóartilfell- um. Gert er ráð fyrir því að hand- hafi kortsins sæki engu að síður um yfirfærslu vegna ferðarinnar, en þrjóti eyðslufé þá getur hann gripið til kortsins. Hér á landi hafa um 150 manns fengið heimild Seðlabankans til þess að nota greiðslukort erlendis. Hér er um embættismenn að ræóa, starfsmenn einkafyrirtækja og fleiri, en þó aðallega og nærri eingöngu um starfsmenn einka- fyrirtækjaað ræða. Flestfyrirtækin vinna að útflutningi eða innflutn- ingi og starfsmennirnir eru því oft erlendis viö vinnu að markaðsöfl- un. Greiðslukortin eru nær undan- tekningalaust skráð á nafn þess, sem notar það, en ekki fyrirtækis hans. Kreditkortafyrirtækið sendir korthafanum uppgjör oftast mán- aðarlega og handhafinn útvegar gjald.eyrisyfirfærslu hér heima til þess aö greiða reikninginn. Yfir- leitt þarf þó að senda með greiðslukortayfirfærslunni ein- hverja staðfestingu á að maðurinn hafi farið til útlanda t.d. flugfar- miða. Heimild Seðlabankans fyrir veit- ingu leyfa til notkunar greiðslu- korta er nú í lögum um gjaldeyris- mál sem samþykkt voru í fyrravor. Á þessum lögum grundvallar reglugerð ákvæði sitt um greiðslukort, en reglugerð þessi er númer 519 frá 1979. Hér áður fyrr voru engin bein ákvæði um greiðslukortanotkun í lögum, en spakir menn töldu sig geta lesið slíkt úr þeim lögum, sem áður giltu. „Hvorugur með greiðslukort.“ Það er Ijóst af áðurnefndu, að ekki fá allir leyfi til þess að nota greiðslukort erlendis. Mönnum er því mismunað í þessu efni. Af þessum sökum er ekki furða þótt upp komi sögur varðandi úthlut- unina. Frjálsri verslun barst það til eyrna meðan á efnisöflun í þessa grein stóð að allskyns misbrestur væri á því, að heiöarlega væri að úthlutun leyfanna staðið. Sagt var að topparnir í gjaldeyriseftirlitinu og Seðlabankanum úthlutuðu leyfum til sjálfra sín og vina og kunningja utan sem innan stofn- unarinnar. Frjáls verslun gekk beint til verks og spurði hvað hæft væri í þessum orðrómi. Sveinn sagði, að þetta væri auðvitað eins og hvert annað slúður, sem eng- inn fótur væri fyrir. Sjálfur sagðist hann ekki hafa slíkt greiðslukort né heldur Sigurður Jónsson, for- stöðumaður gjaldeyriseftirlitsins. Tvö stærstu greiðslukortafyrir- tæki heims eiga sína umboðsaðila hérá landi. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur haft umboð fyrir American Express í langan tíma eða í rúman áratug eftir því sem örn Steinsen hjá Útsýn tjáði Frjálsri verslun. Milli 40 og 50 aðilar hér á landi taka við kortum frá American Express sem gildri greiðslu í viöskiptum. Meðal þeirra fyrirtækja má nefna mörg hótel, bílaleigur, ferðaskrifstofur, flugfélög og fleiri aðila. Verkefni Útsýnar, sem umboösaöila er m.a. að veita þeim erlendum ferða- mönnum þjónustu, sem týnt hafa korti sínu og getur Útsýn gefið út nýtt skírteini þeim til handa. örn Steinssen kvað greiðslukort tvímælalaust eiga rétt á sér í við- skiptum hér á landi. „Þetta er ein- faldur og fljótlegur viðskiptamáti, sagði Örn, og afföllin eru sáralítil." Umboðsaðili Eurocard er Kreditkort h.f. Það hefur varla farið framhjá neinum að stofnað hefur verið hér á landi greiðslukortafyrirtæki sem hefur umboð fyrir Eurocard og gefur út greiðslukort í þess nafni, — þó aðeins til notkunar hérlend- is. Kreditkort h.f. tók til starfa um miðjan vetur en það var ekki fyrr en um miðjan júlí sem greiðslu- kortaviðskipti hófust. Gunnar Bæringsson heitir fram- kvæmdastjóri Kreditkort h.f. og sagði hann í viðtali við Frjálsa verslun, að um 400 manns notuðu nú greiðslukort hér á landi og væri það færri notendur, en gert hafði veriö ráö fyrir í upphafi. „Það kemur þó ekki að sök," sagði Gunnar, „því starfsemi, sem þessi tekur sinn tíma í þróun og þess verður að gæta, að íslendingar eru svo til alveg ókunnir greiðslu- kortaviðskiptum." Gunnar Bæringsson sagði að stofnun fyrirtækisins væri geysi- lega dýrt fyrirtæki og óhætt væri að segja, að mörg 'jón hafi verið á veginum. Eftir talsverðar eftir- grennslanir meðal banka reyndist aðeins Verslunarbankinn tilbúinn til þess að taka viðskipti Kreditkort h.f. að sér. Þaö óhagræöi er þó á viðskiptunum viö þann banka, að hann hefur ekki leyfi til gjaldeyris- verslunar. Að öðru leyti væri þó mjög gott að skipta við Verslunar- banka íslands. Frjáls verslun hafði samband við nokkur fyrirtæki sem hafa langa reynslu í greiðslukortaviðskiptum og spurði forráðamenn þeirra álits á þessum viðskiptum. „Eins og best verður á kosið.“ Flugleiðir skipta mikið við greiðslukortafyrirtæki, og meðal þeirra þau stærstu í heiminum. Aö sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa fyrirtækisins, þá hef- ur slík kortanotkun verið viður- kennd í lengri tíma hjá fyrirtækinu og væri ekki annað vitað en þessi viðskipti gengju eins og best væri á kosið. Sveinn var spurður að skiptum Eurocard við Flugleiðir og sagði hann, að Flugleiðir hefðu gert samning við Eurocard í Svíþjóð og teldi sig alls ekki skuldbundið til þess að skipta við Kreditkort h.f. hér á landi. „Við sjáum enga ástæðu til þess", sagði Sveinn þegar hann var spuröur að því hverju þaö sætti. 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.