Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 29
Guðlaugur Björgvinsson hóf störf hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 1. desember 1973. Þá var hann ráðinn iulltrúi (orstjóra en frá 1. janúar 1975 gegndi hann framkvæmdastjórastarff. Guðlaugur varð síðan forstjóri Mjólkursamsölunnar 1. janúar 1979. Hann er viðskiptafræðingur að mennt, útskrifaðist frá viðskiptadeild Háskóla Íslands um áramót 1971—72. Með náminu var hann framkvæmdastjóri hjá Félagi ísl. bifreiðaeigenda. Að háskólanámi loknu réðst hann til Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins og starfaði að markaðsmálum þar tii hann hóf störf fyrir Mjólkursamsöluna. Guðlaugur: Núna leggjum við gífurlega mikla áherzlu á að nýta innlenda markaöinn sem bezt. Það hefur sennilega aldrei fengizt jafnlágt verð fyrir út- fluttar mjólkurafurðir og einmitt nú. íslenzkum mjólk- uriðnaði er að sjálfsögðu afskaplega mikilvægt að sem mest af mjólkinni seljist á innanlandsmarkaði og þess vegna þurfum við að leita allra leiða til að selja mjólkurvörurnar. Ein leið er óneitanlega sú að leggja áherzlu á auglýsingastarfsemi. Það höfum við gert. Við höfum í því efni haft ákaflega gott og náið sam- starf við Auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur, sem vinnur auglýsingarnar í samráði við okkur og eftir okkar forskrift að sumu leyti. F.V.: — Hve háum upphæðum verjið þið í aug- lýsingar yfir árið? Guðlaugur: Ég hef nú ekki tiltækar nákvæmartölur. ísgerðin auglýsir mikið og sömuleiöis brauðgerðin. Ég held það láti nærri aö ísgerðin og brauðgerð aug- lýsi fyrir 2,5 — 3% af veltu, sem er hjá hvoru fyrirtæki um sig rúmur milljarður á þessu ári. Til er eins konar samnefnari fyrir allan mjólkuriðnað í landinu, sem heitir ,,Mjólkurdagsnefnd“. Hún sér um auglýsingar á mjólk og hefðbundnum mjólkurafurð- um en Mjólkursamsalan sjálf annast auglýsingar á sérvörunum, sem hún selur. Það hefur verið varið umtalsverðu fjármagni til auglýsinga og áróðurs fyrir mjólkurneyzlu. Ég hygg að „Mjólkurdagsnefnd" hafi 25—30 milljónir króna til auglýsinga á þessu ári. F.V.: — Hvernig vinnið þið að því að koma nýrri vörutegund á markað og hvað eru það mörg ólík merki, sem þið seljið nú um þessar mundir? Guðlaugur: Hjá okkur er um 45—50 mismunandi tegundir af ís að ræða. Mjólkurvörur eru af ívið fleiri tegundum. Sama er að segja um brauðgerðina. Þar eru tegundirnar 50—60. Vöruúrvalið er því nokkuð mikið, hátt á annað hundrað tegundir, ef við teljum það þannig. Það var geysilega umfangsmikið mál að hefja t.d. framleiðslu á G-vörunum svonefndu. Til þess að framleiða mjólkurvörur í umbúðum eins og G-vör- urnar eru í, þarf mjög flókinn og dýran útbúnað. í dag væri þaö fjárfesting upp á 300—400 milljónir, bara tækjakosturinn til að framleiða geymsluþolnar vörur. Alltaf er mikill kostnaður við gerð umbúða fyrir-nýjar vörutegundir. Við þurfum að selja mikið magn til að standa bara undir þeim stofnkostnaði. Mikil kynning á vörunni er nauðsynleg í upphafi. Á því veltur það hvort varan selst eða ekki. Alls konar tilraunastarf- semi, sem á sér stað áður en varan sérdagsins Ijós, er ákaflega stór liður, þó að lítiðfari kannski fyrir honum. Það þarf oft að senda menn utan til þess að læra að framleiöa ákveðna vörutegund. Síðan þarf að gera tilraunir í mjólkurstöðinni. Þannig er undirbúnings- tíminn eöa þróunartími nýrrar vöru aldrei skemmri en hálft ár. 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.