Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Síða 31

Frjáls verslun - 01.07.1980, Síða 31
bein áhrif á nýmjólkursöluna. Við verðum þá að álykta að þetta dragi úr neyzlu einhverra annarra drykkja. Ég hef ekki trú á að sala á þessum vörum okkar sé þein neyzluaukning. Við höfum fært út markaðinn fyrir þessar sérvörur. Landið allt er oröið markaðssvæði fyrir þær enda full nauðsyn á því vegna þeirra dýru tækja, sem við urð- um að taka í notkun til að geta boðið þær fram. Við erum að vona, aö nú séu þessar vörur fáanlegar á flestum útsölustöðum úti um landið. „Seljum við ekki appelsínusafann þá verða einhverjir aðrir til þess. Upphaflega var appelsínusafinn tekinn hér inn til að nýta tæki.“ F.V.: — Þið eruð ekki aðeins með sérvörur úr mjólk á boðstólum, heldur líka appelsínusafa. Eruð þið ekki þar með komnir í samkeppni við sjálfa ykk- ur? Guðlaugur: Jú. Það má kannski segja sem svo. Ég hef hins vegar alltaf haldið þvífram, að seljum við ekki appelsínusafann þá verða einhverjir aðrir til þess. Auðvitað er ákveðinn markaður fyrir appelsínusafa hjá neytendum, sem eru að sækjast eftir vissum ein- kennum umfram það sem mjólkin hefur upp á að bjóða. Við hófum framleiöslu á kókómjólk, G-mjólk og kaffirjóma í þessum dýru tækjum. En það dugði ekki til og okkur vantaði meiri verkefni fyrir þau. Það hen- taði mjög vel að framleiða appelsínusafa og það hefur ekki orðið til að draga úr sölu á nýmjólkinni, til dæmis. F.V.: — Nú hefur veriö haldiö uppi markvissum áróðri gegn nýmjólkurneyzlu og það lengi. Þess sjást merki að þið hafið snúizt til varnar og hvetjið fólk til mjólkurneyzlu. Hvað hefur þessi áróður haft að segja til þessa. Hefur hann vegið upp á móti „and-mjólkuráróðrinum“ eða gerir kannski betur? Guðlaugur: Það er erfitt að meta árangur af svona áróöursherferð. Ég held að hann sé fyrst og fremst fólginn í að vega upp á móti áróðri, sem hefur „Ég tel það hafa verið mjög eðli- lega breytingu að kaupmennirnir tóku að sér dreifingu á mjólkur- vörum.“ verið gegn mjólkurneyzlu frekar en að neyzlan hafi aukizt viö hann. Mjólkurkynningin er margþætt. Núna er starfandi svokallað tilraunaeldhús hér í mjólkurstöðinni, þar sem við höfum starfandi tvo húsmæörakennara í hálfu starfi. Við munum auka mjög kynningu á okkar vörum úti í verzlunum og í fjölmiðlum og að sjálfsögðu í okkar eigin verzlunum. Þessi kynningarstarfsemi verður á vegum tilrauna- eldhúss Mjólkursamsölunnar. F.V.: — Það var mikið hitamál á sínum tíma, hvort mjólk skyldi höfð til dreifingar í almennum matvöru- verzlunum hér í höfuðstaðnum. Nú hefur það fyrir- komufag tíðkazt í nokkur ár. Hver hefur reynzlan orðið af því? Guðlaugur: Ég tel það hafa verið mjög eðlilega breytingu, að kaupmennirnir tóku að sér dreifingu á mjólkurvörunum. Það var aðeins spurning um tíma- setningu fyrir þessa breytingu. Hvort hún átti að verða fyrr eða síðar gat verið álitamál en það hlaut að koma að því aö hún ætti sér stað. Reynslan er að mínu mati í aðalatriðum mjög góð. Samstarfið við kaupmenn hefur verið prýðilegt en alltaf er hægt að gera betur. Það má segja, aö ein- hverjir kaupmenn standi sig ekki sem skyldi en það heyrirtil undantekninga. F.V.: — Hver er heildarútkoman á þessu breytta fyrirkomulagi dreifingarinnar fyrir Mjólkursamsöl- una? Hagnast hún ekki á því að láta kaupmenn ann- ast dreifinguna og vera laus við að reka eigin mjólk- urbúðir?. Guðlaugur: Þetta dæmi hefur aldrei verið reiknað út nákvæmlega. Mér er þó kunnugt um að af þessum u.þ.þ. 70 mjólkurbúðum, sem samsalan rak á sínum tíma, voru nokkrar reknar með tapi. Hins vegar skil- „Þörfin fyrir þjónustuna er fyrst og fremst þegar aðrir mjólkurútsölu- staðir eru lokaðir, fyrir hádegi á laugardögum og sunnudögum.“ uðu verzlanir innan um miklum hagnaði. Ég er þeirrar skoðunar að þessi breyting sé Mjólkursamsölunni fjárhagslega hagstæð. F.V.: — Hér við Laugaveginn rekur Mjólkursam- salan brauðbúð, ísbúð og mjólkurbúð, sem er opin á öðrum tímum en matvöruverzlanir almennt í borg- inni. Hvað leiðir reynsla ykkar í Ijós um þörfina fyrir verzlunarþjónustu við borgarbúa um helgar? Guðlaugur: Mjólkursamsalan rekur verzlanir hér á Laugavegi 162 og eins ísbúö I áningarstað SVR á Hlemmi. Þessi rekstur er fyrst og fremst til kominn vegna óska forsvarsmanna fyrirtækisins um að það ræki verzlanir í sinni grein, sem kalla mætti til fyrir- myndar eða fordæmisskapandi fyrir aðra. Reynslan af rekstrinum hefur verið nokkuð góð. Þörfin fyrir þjónustuna er fyrst og fremst þegar aðrir mjólkurút- sölustaðir eru lokaðir, fyrir hádegi á laugardögum og sunnudögum og þá sérstaklega nú yfir sumartímann, þegar kaupmenn hafa samtök um að loka á laugar- dögum. En það skal viðurkennt, að aðra daga vik- 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.