Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Side 47

Frjáls verslun - 01.07.1980, Side 47
skodun Baldur Guðlaugsson, héraðsdómslögmaður: Vorið 1979 samþykkti Alþingi frumvarp til laga um húsaleigu- samninga og voru þau gefin út sem lög nr. 44/1979. Lögin ná jafnt til atvinnuhúsnæðis sem íbúðarhús- næðis og marka þau þáttaskil, þar sem eldri húsaleigulöggjöf sem í reynd var öll úr gildi fallin hafði á sínum tíma fyrst og fremst komið til vegna mikillar húsnæðiseklu í báðum heimsstyrjöldum. Húsaleigusamningar um atvinnuhúsnæöi Um húsaleigusamninga hefur því skort lagareglur, en hins vegar höfðu myndast réttarvenjur um ýmis atriði, auk þess sem stöðluð samningsform höfðu rutt sér nokkuö til rúms. Engu að síður ríkti réttaróvissa um margt. En með fyrrnefndum lögum hafa verið tek- in af öll tvímæli um ýmis slík atriði, ekki hvað sízt þar sem ákvæði laganna eru ófrávíkjanleg nema annars sé sérstaklega getið um einstök ákvæði. Leiðiraf þessu að aðilar húsaleigusamninga geta ekki samið sig undir ákvæðum laganna, nema um þau atriði sem gerð eru frávíkjanleg að einhverju eða öllu leyti. Lögin gilda sem fyrr segir bæði um íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Að talsverðu leyti gilda sömu reglur um samninga um leigu á hvoru tveggja húsnæðinu, en sumpart eru ákvæði laganna þó mismun- andi. Auk þess eru lögin oftar frá- víkjanleg að því er varðar atvinnu- húsnæði. Þar sem leiga á atvinnu- húsnæði tíökast all nokkuð og ekki er kunnugt um að útbúin hafi ver- ið stöðluð eyðublöð fyrir leigumála um atvinnuhúsnæði eftir gildis- töku nýju laganna (ólíkt því sem er um íbúðarhúsnæði, því félags- málaráðuneytið hefur látið gera sérstök eyðublöð fyrir þess háttar leigusamninga) verður hér á eftir gerð grein fyrir helztu ákvæðum nýju laganna. Rétt er að taka strax fram að lögin fjalla ekki um fjár- hæð húsaleigu, heldur um sam- skipti leigusala og leigutaka og um réttindi og skyldur hvors um sig. 1. Leigumála um atvinnuhús- næði skal gera skriflega og gildir það sama um allar breytingar eða viðbætur við þá. Skylda leigusala að því er þetta varðar er í reynd gerð ríkari en skylda leigutaka, þar sem lögin fella á hann sönnunar- byrði um fjárhæð húsaleigu ef út af er brugðið. Komi engin sönnunar- gögn fram um leigufjárhæðina er gengið út frá því, að sérstakir út- tektarmenn séu til kvaddir til þess að ákveða sanngjarna fjárhæð leigunnar. í leigumála skal m.a. geta eftir- talinna atriða: a) Hvort úttekt á hinu leigða skuli fara fram við afhendingu. b) Hvort leigutaki skuli leggja fram tryggingarfé og með hvaða hætti og hvar þaó skuli varðveitt. c) Hvernig greiða skuli leiguna. d) Hvort samráð er um lágmarks leigutíma ef um ótímabundinn leigumála er að ræða. e) Fjárhæðar húsaleigu svo ekki verði um villst. 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.