Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Síða 55

Frjáls verslun - 01.07.1980, Síða 55
Bókaverzlunln fsb|öminn í Borgarnesl. Borgarnes Borgarnes er nýlega komiö aftur í þjóðbraut. Hér áöur fyrr voru áætlunarferðir frá Reykjavík til Borgarness með skipum, en síðan landvegurinn tók við af lagarleið- um hefur Borgarnes fjarlægst þjóöbrautina. Borgarfjarðarbrúin hefur nú snúið þessari þróun við og vænta Borgnesingar mikils af henni. Að sögn Húnboga Þor- steinssonar, sveitarstjóra, hefur verið skipulögð þjónustumiðstöð við brúarsporðinn, þar sem ætl- unin er að veita ferðamönnum víðtæka þjónustu, jafnt fyrir farar- skjóta þeirra sem og þeim sjálfum. Mikið er um aðflutning fólks til Borgarness og skiptir sá fjöldi tugum á ári. Verið er að leggja hitaveitu í kauptúnið og í sambandi við þá vinnu er unnið að endurvinnslu gatnakerfisins í bænum. Hótelið stækkað Að sögn hótelsstjórans í Borgarnesi, Jóhannesar Sigurðs- sonar, hefur nýtingin á hótelinu í sumar verið mjög góð, en aldrei betri en síöan brúin var opnuð til umferöar. Hótelið hefur nú verið stækkaö enda þótt ekki hafi allar vistarverur þess verið teknar í notkun. Nú eru 28 herbergi í notk- un en verða þegar hótelið er full- klárað 38, auk þriggja sala sem rúma munu alls um 500 manns. Með tilkomu brúarinnar mun hótelið hefja veitingarekstur í þjónustumiðstöðinni við brúar- sporðinn og mun það fyrirkomulag létta mikið af umferðinni um mið- bæinn. 400 milljón króna velta prjónastofunnar Árið 1970 var stofnuð Prjóna- stofa Borgarness af nokkrum ein- staklingum sem sáu að brýn nauðsyn var að byggja upp stöð- uga atvinnugrein á staönum til varnar hugsanlegu atvinnuleysi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Gísli Halldórsson og sagöi hann, að reksturinn gengi alveg þokkalega. Velta fyrirtækisins á síðasta ári var um 400 milljónir króna, en öll framleiðslan er seld í Bretlandi. Prjónastofan hannar sjálf framleiðslu sína. Þar starfa um 60 manns og er verulegur hluti þeirra kvenfólk. fsbjörninn — skrýtið nafn á bókabúð Þorleifur Grönfeldts rekur „Verslunina Isbjörninn og bóka- búð Grönfeldts", sem er í daglegu tali kölluð ísbjörninn og þykir að- komumönnum þetta undarlegt nafn á bókabúð. Það helgast þó af því, að hér áður fyrr rak Þorleifur ísbar, en þurfti að hætta þeim rekstri, þar sem yfirvöld töldu að unglingar gætu spillst á að borða ís eftir klukkan átta á kvöldin! Verslun Þorleifs er ekki stór, frekar þægileg stærð af verslun eins og hann segir sjálfur. Þarna er verslað með tískuvarning frá Karnabæ, bækur og vefnaðarvör- ur. Með Þorleifi í búð hans starfar kona hans Erla Daníelsdóttir, en í raun og veru hafa afgreiðslustörf- in mest mætt á henni í gegnum árin, þar sem Þorleifur var lengi í starfi annars staðar. JL hús í Borgarnesi Bragi Jósafatsson er verslunar- stjóri í JL húsinu í Borgarnesi, en hann rak áður verslun í sama húsi sem Jón Loftsson keypti af honum fyrr á þessu ári. Bragi lét mjög vel af viöskiptun- um við verslunina og kvað margt vera á boðstólum sem neytendur þurftu áður að sækja til Reykja- víkur. Húsgögn eru nú til í stórauknu úrvali, sömuleiðis Ijós og lampar, gólfteppi, byggingavörur og hreinlætistæki. Bragi kvaðst ekki sjá annað eftir þeim viðtökum sem verslunin hefði fengið, en að hún ætti al' framtíð fyrir sér. 57

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.