Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.07.1980, Qupperneq 56
tn umrædu Endurmat á utanríkisviðskiptum • • — eftir Markús Orn Antonsson Gjörbreytt viðhorf í stöðu okkar íslendinga á al- þjóðlegum markaði flugsamgangna, erfiðleikar í sölu mikilsverðustu útflutningsafurða og ný valdahlutföll í heiminum undir ógnarlegu olíuvopni, hafa óneitan- lega vakið menn til umhugsunar um mótun viðskipta- og utanríkismálastefnu næstu ára eða áratuga. Sam- merkt er það með íbúum alls hins vestræna heims að meiri óvissu gætir um framtíðina en nokkru sinni á undanförnum þrem áratugum. Þetta ástand reynir mjög á innviðina í milliríkjasamstarfi, sem mótazt hefur og þróazt um langt skeið. Öll teikn eru uppi um að gamalkunn samstarfsmunstur kunni að riðlast og önnur ný að myndast. Glöggt sér merki þess, að efnahagslegir hagsmunir verði hafðir í fyrirrúmi, þegar ríki leita nýrra banda- manna, þó að við vonum auðvitað að hugsjónaleg tengsl og pólitísk samvinna ríkja hins frjálsa heims eigi ekki eftir að líða fyrir viðleitni þeirra hvers um sig að komast áfallalítið í gegnum boðaföllin, sem nú ríða yfir. íslendingar þurfa að endurmeta aðstöðu sína við núverandi skilyrði og búa sig undir aðlögun að breyttum staðháttum. Til þessa höfum við á ýmsa lund notið smæðar okkar og einhliða afkomumögu- leika í samskiptum við helstu nágranna- og vinaþjóð- ir. Mörg dæmi væri hægt að nefna þessu til stuðnings. Norðurlandaríkisstjórnir hafa stutt íslendinga til efnahagslegra ávinninga. Bandaríkin hafa beint og. óbeint veitt landinu efnahagsaðstoð í þrengingum, þó að þjóðarmetnaður bjóði okkur að nefna þá hjálp öðrum nöfnum. Talsmenn íslands hafa verið ötulir að afla vina hjá öðrum þjóðum og þá hefur tilvísun til þessarar sérstöðu í þjóðasamfélaginu oft dugað vel. Allt vinarþel höfum við kunnað að meta. En ef út af hefur brugðið hið minnsta, og aðrir viljað standa fast á hagsmunum sínum eins og okkur sjálfum er gjarnt að gera, hefur almenningur hér á landi ekki hikað við að bregða fomvinum um fjandskap og viljað, að því er virðist, rjúfa öll eðlileg samskipti í bráðræðinu. Svo langt er gengið að líkja afstöðu Norðmanna til Is- lendinga út af Jan Mayen við meðferð Rússa á Afgh- önum. Svipuð saga hefur endurtekið sig alloft og viss pólitísk öfl hér innan lands tútna dálítið út eins og púkinn í þjóðsögunni kunnu í hvert skipti sem snurða hleypur á þráðinn í samskiptum okkar við vestræn ríki. Hver verður nú blóraböggullinn, ef ekki tekst að tryggja framtíð flugs Flugleiða yfir Norður-Atlantshaf eins og forráðamenn félagsins hafa sleitulaust unnið að með því að leita eftir samvinnu Luxemborgara um þau mál? Ekki kæmi það á óvart, ef lyktir mála yrðu íslendingum vonbrigði, að Luxemborgarar kæmust í erkifjandmannaflokk um stundarsakir. Nema að skuldinni verði skellt á Ameríkana, af því að þeir hafa fylgt frjálslyndri flugmálastefnu, sem hefur komið illa við Flugleiðir eins og ótal mörg önnur flugfélög í heiminum. Viðbrögð af þessu tagi eru orðin hvim- leiður kækur hjá þorra fólks hér, jafnvel hinum beztu mönnum og gegnustu. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma eru litlar horfur á að hlustað verði á barlóminn jafn opnum eyrum og víða hefur verið gert hingað til. Sízt hjá þeim, sem hafa haft tækifæri til að kynna sér náið íslenzka þjóðmálaumræðu, óstjórnina í efnahagsmálum og óhófið í peningamálum. íslenzk stjórnvöld þurfa að taka utanríkisviðskipti okkar til sérstakrar endurskoðunar og er ekki síður brýnt að skipuð sé til þess sérstök nefnd en til um- fjöllunar um verðbólguvandann og efnahagsástandið eða öryggismál. Viðskipta- og fjármálasamstarf við erlend ríki út frá nýjum og breyttum forsendum yrði augljóslega kjarninn í starfi slíkrar nefndar. Hún yrði að nálgast viðfangsefnið með öðrum hætti en að vitna í sífellu til smæðar og fátæktar. íslendingar hafa sitt- hvað að bjóða, sem getur orðið grundvöllur að víð- tækara samstarfi við erlenda aðila um öflun gjaldeyr- istekna og sköpun atvinnutækifæra en þegar er orðið. Til slíkra samstarfsumleitana þurfa fulltrúar okkar að ganga af opnum huga á jafnræðisgrundvelli. 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.