Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 18

Frjáls verslun - 01.12.1980, Side 18
Bílgreinasambandið Sambandið hefur til þessa ekki verið í eigin húsnæöi, heldur starfað í samvinnu við Félag ís- lenskra stórkaupmanna. Það verður hinsvegar í sér húsnæði í Húsi verslunarinnar. Félag íslenskra stórkaupmanna Félagið hefur um árabil rekið starfsemi sína að Tjarnargötu 14 og á þar þrjár hæðir, en nýtir tvær þeirra til eigin þarfa. Þetta er mjög skemmtilegur staður í borginni og þegar farið að spyrja um hús- næðið, að sögn Arnar Guð- mundssonar, skrifstofustjóra. Alls er húsnæðið um 300 fermetrar og verður vafalaust dýrt, vegna stað- setningar. Kaupmannasamtökin Kaupmannasamtökin eiga hús- ið að Marargötu 2. Það er tvær hæðir, ris og kjallari. Hvor hæð er um 150 fermetrar og risið um 80 fermetrar. Skrifstofur samtakanna eru á hæðunum tveimur og í risi er baðstofa, sem notuð er til funda- halda. Kjallarinn hefur í mörg ár verið leigður Landakotsspítala fyrir geymslur. Að sögn Magnúsar Finnssonar, framkvæmdastjóra, er ætlunin að selja húsið, þegar flutt verður í Hús verslunarinnar, en ekki er farið að huga að því enn. Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóðurinn starfar nú í eig- in húsnæði á þriðju hæð hússins Grensásvegi 13 sem er um 700 fermetra hæð og að hluta leigð fyrir tannlæknastofu. Ætlunin er að selja það húsnæði, þegar flutt verður í Hús verslunarinnar, því að það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að eiga fasteignir, eins og Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, komst að orði. Lífeyrissjóður verslunarmanna verður á fjórðu hæð í Húsi verslunarinnar og Pét- ur býst við að öll starfsemi sjóðsins verði þar. Sjóðurinn á einnig hús- næði á jarðhæð, en ekki er talin þörf fyrir sérstaka afgreiðslu þar, sérstaklega eftir að afgreiöslu- formi á lífeyrisgreiðslum var breytt. Nú fá allir 350 lifeyrisþegar sjóðs- ins sendar ávísanir og hefur um- ferð á skrifstofu minnkað mjög við það. Ekki er endanlega ákveðið hvernig nýtingu húsnæðis í Húsi verslunarinnar verður háttað, en byrjað verður á að innrétta fjóröu hæðina. Verzlunarbanki Islands Verzlunarbankinn selur ekki neitt af sínu húsnæði, þó að mikið bætist við. Að sögn Kristjáns Oddssonar, bankastjóra má búast við að bankastjórnin verði áfram í húsi bankans í Bankastræti. Kris- tján sagði að margt mælti með að 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.