Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.12.1980, Qupperneq 25
11 J] uui Rotterdam makaðurinn: Ekki eins mikið brask og okur og menn halda Þó að „Rotterdam markaðurinn“ hafi verið nær stanslaust í fréttum síðasta árið eða svo, er minna um að menn skilji hvað hann er og hvernig hann verkar. Þegar olíukreppan í fyrra fór af stað, vegna atburða í íran, þaut verðið á Rotterdam markaði úr 8 dollurum á tunnu upp í 40 dollara á tunnu á einni viku, þegar allir reyndu í senn að tryggja sér olíu. Meðlimir Opec, samtaka olíuútflutningsríkja, notuðu svo þessar verðhækkanir til að rétt- læta sínar verðhækkanir. Mikið ófremdarástand varð á markaðnum. Seljendur yfirgáfu sína fyrri viðskiptavini og buðu farma á frjálsum markaði. Olía sem unnin var í olíuhreinsunar- stöðvum í Karibíska hafinu fyrir Bandaríkjamarkað var þess í stað seld á Rotterdam markaði. Fram- leiðendur rufu langtímasamninga og seldu olíuna hæstbjóðanda. Að undanförnu hefur verið nóg af olíu að hafa og allir gleymt Rotterdam markaðinum. Sann- leikurinn er sá að þessi svonefndi „markaður'1 er hvorki í Rotterdam, né er hann eiginlegur markaður. Þetta er í raun þröngur hópur manna, sem vinna í umboðsskrif- stofum í Norðvestur Evrópu og semja sín á milli um sölu, ýmist í síma eða telex. Þessi starfsemi er orðuð við Rotterdam, af því að þarerstærsta olíuhöfn heims og geysistórar olíuhreinsistöðvar, sem sjá fyrir stórum hluta af þörfum iðnríkj- anna í Norður og Vestur Evrópu. Rotterdam markaðurinn skiptist í tvennt. í fyrsta lagi verslun með olíu á alþjóðlegum markaði, venjulega heila skipsfarma, og í öðru lagi svonefnda „pramma- verslun ", sem er raunverulega staðsett í Rotterdam og fæst við verslun með olíu, sem flutt er eftir fljótum til Þýskalands og Sviss. Hlutverk Rotterdam markaðsins í alþjóðlegri olíuverslun hefur ver- ið ýkt stórlega. Meginhluti af þeirri olíu, sem fer um höfnina í Rotter- dam, er á vegum stóru olíufélag- anna, sem bæði framleiða og hreinsa olíu, eða smærri sjálf- stæðra fyrirtækja, sem hreinsa olíu og dreifa henni í smásölu. Meginhlutinn af þeirri olíu, sem fer um Rotterdam, er seldur á langtíma samningum. Það sem eftir er, um það bil 5% af olíunni, sem notuð er í iðnríkjum í norð- vesturhluta Evrópu, er keypt og selt á Rotterdam markaði. Það eru um 30 miljónir tonna á ári af olíu og olíuvörum, þó að verslað sé með miklu meira magn, þar sem sami farmurinn 'HíUílF"' skiptir stundum oft um eigendur, á leiðinni til neyt enda. Alþjóðlegu olíufélögin þurfa á Rotterdam markaðnum að halda, sem einskonar miðstöð, þar sem hægt er að jafna framboð og eftir- spurn. Jafnvel með háþróuðustu áætlunum er ekki hægt að ná fullu jafnvægi milli framleiðslu og eftir- spurnar á markaði. Framboð og eftirspurn er erfitt að jafna ná- kvæmlega, þegar haft er í huga að það tekur sex vikur fyrir olíuskip að sigla frá Persaflóa suður fyrir Afríku til Norður Evrópu. Á meðan á ferðinni stendur getur ýmislegt gerst, sem veldur skorti og ruglar áætlanir olíufélaga. Þegar þannig fer er leitað á náðir umboðsmanna á Rotterdam markaði. Rotterdam markaðurinn gegnir miklu hlutverki í sölu á unnum olíuvörum, svo sem þotueldsneyti, gasolíu og svartolíu. Þegarskortur er eða offramleiðsla hjá olíufélagi selur það eða kaupir á Rotterdam markaði. En þessi markaður er 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.