Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 58

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 58
„Do you speak Við íslendingar erum þannig í sveit settir að það eru ekki nema rúmlega tvöhundruðþúsund manneskjur í öllum heiminum sem tala okkar móðurmál. En úti í þessum sama heimi eru milljónir manna sem við vildum gjarnan hafa eitthvað samband viö, til dæmis til að fá þá til að kauþa fiskinn okkar eða selja okkur eitt- hvað. það er því nauðsynlegra fyrir okkur en flestar aðrar þjóðir, að kunna að tala önnur tungumál en okkar eigið. Eins og námi er háttað á íslandi fækkar þeim stööugt sem ekki hafa fengið amk. einhverja nasasjón af dönku og ensku. Flestir eiga að baki nokkurra ára nám í þessum málum þegar skólagöngu lýkur. En þótt sé gott að hafa þessa undirstöðu reka menn sig oft á það síðar á lífsleiðinn að hún er ónóg. Þeim sem stunda verslun er kan- nske nauðsynlegra en öðrum að tala erlend tungumál, að minnsta kosti ensku, og það eru líklega þeir sem einna helst reka sig á að þar er þottur brotinn. Þótt flestir þeir sem stunda ein- hverja meiriháttar verslun, í dag, eigi langan skóla að baki, er enn til stór hóþur sjálfmenntaðra ,,bissnesmanna“. sem hafa drifið sig áfram á eigin brjóstviti. Tungumálakunnátta þeirra er ekki alltaf uþþ á marga fiska. Eins er með þá sem eiga skólanám að baki; þeir týna oft niður þeim mál- um sem þeir hafa lært, vegna þess að þeir hafa svo fá tækifæri til að halda sér í æfingu. En hvað er þá til ráða ef þessir menn komast allt í einu í þá að- stöðu að þurfa að hafa mikil sam- skiþti við erlenda menn, til dæmis vegna viðskiþtasamninga? Það er María Leifsdóttir, afgreiðslumaður í Hijóðfærahúsi Reykjavíkur, meða Lingua- phone námskeið. best að segja strax að þetta er ekki um seinan, þótt menn séu komnir á miðjan aldur, eða jafnvel efri ár. Það eru til svo margar og mis- munandi leiðir til að rifja uþþ eða jafnvel læra frá byrjun nýtt tungu- mál, að það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við skulum byrja á möguleikun- Tungumálakunnátta er grundvallarnauðsyn, í viðskiptum í dag. Hvaða leiöif 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.