Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 77

Frjáls verslun - 01.12.1980, Page 77
4. Máltíðir 5. Ákveðinn millilendingarstaður 6. Ákveðin flugvélategund 7. Ákveðið flugfélag. Á styttri flugleiðum en tveggja tíma var óskin um ákveðið flugfélag sterkari en óskin um ákveðna flugvélategund. Sú áhersla, sem þeir, sem mikiðferðast í atvinnuskyni leggja á beint flug sýnir, hversu staöa Flugleiða á Atlantshafs- leiðinni versnar við að þurfa að milli- lenda á íslandi. Ekki bætir þaö heldur stöðu félagsins á þessum markaði, aö vélarnar, sem félagið notar mest á At- lantshafsleiðinni eru ekki beiot þær vinsælustu í dag. En þegar i loftið er komið, hvaða þægindi um borð í vélunum leggja far- þegarnir mesta áherslu á? Á innan við tveggja tíma löngum flugleiðum leggja farþegarnir mesta áherslu á eftirfar- andi: 1. Sætarými 2. Rými fyrir handfarangur 3. Þjónustu um borð 4. Drykki 5. Mat 6. Blöð og tímarit 7. Afþreyingardagskrár Á yfir þriggja tíma löngum flugleiðum var listinn eftirtarandi: 1. Sætarými 2. Mat 3. Þjónustu 4. Afþreyingardagskrár 5. Rými fyrir handfarangur 6. Drykk 7. Setustofu 8. Blöð og tímarit Bæði farþegar á styttri og lengri flugleiðum lögðu yfirgnæfandi áherslu á sætarými. Rými fyrir handfarangur var mikilvægara á styttri flugleiðum, þegar sá farangur er oft sá eini, sem farþegarnir hafa meðferðis. Á lengri flugleiðum lögðu farþegarnir hins veg- ar næst mesta áherslu á matarþjón- ustu. Þá voru farþegarnir einnig spurðir að því, hvaða úrbætur þeir teldu mikil- vægastar annars vegar í þjónustu flugfélaganna og hins vegar í hönnun farþegarýmis. Varðandi þjónustuna lögðu þeir bandarísku í þessu 12 þúsund manna úrtaki mesta áherslu á eftirfarandi: 1. Farrýmaskipting eða aukin þjónusta við far- þega á fullu fargjaldi 2. Betri meðferð farangurs 3. Betri þjálfun starfsfólks 4. Brottfarir á réttum tíma 5. Virkari bókunarþjónusta 6. Betra viðmót starfsmanna 7. Betri máltíðir 8. Upplýsingar um tafir 9. Einföldun og stöðlun fargjalda 10. Auðveldari innritun Hafa ber í huga, að um er að ræða farþega, sem fljúga að meöaltali um 40 flug á ári og flest þeirra í viðskiptaer- indum. Þeir leggja því meiri áherslu á þægindi en fargjöld. Óskin um lægri fargjöld komst aðeins í 17. sæti á meðan krafan um betri þjónustu, fyrir þá, sem mest borga var i 1 sæti. Hjá farþegum öðrum en bandarísk- um var óskalistinn svipaður, nema hvaö óskin um betri þjálfun starfsfólks komst í efsta sæti. Hvað varðar úrbætur á sjálfum flug- vélunum var eftirfarandi efst í huga farþeganna: 1. Aukið sætarými og sætabreidd 2. Aukið geymslurými 3. Þægilegri sæti 4. Rýmri sætaskipan (breiðari gangar og ekki nema 2 sæti samföst) 5. Aukið öryggi og viðhald 6. Fleiri og betri salerni 7. Minni hávaði 8. Bætt loftræsting og hitun 9. Þægilegri inngangar Óskirnar um betri sæti og aukið rými skyggja á allar aðrar óskir flugfarþeg- anna hvað flugvélarnar varðar. En þá eru það flugvellirnir, hvaða úrbætur hafa þeir í huga, sem mest nota þá? Bandarískir farþegar bentu einkum á úrbætur í innritun farangurs og far- þega og í meðferð farangurs. Styttri gangar eða rennibrautir voru einnig ofarlega í huga þeirra. Þar á eftir komu óskir um betri bílastæði. Aðrir farþegar lögðu hins vegar meiri áherslu á virkari tollafgreiöslu og aukna þjónustu svo sem verslanir, setustofur og veitingasali. Bílastæði voru þeim minna áhyggjuefni en góðar samgöngur almenningsvagna til og frá flugvelli. En hvaða flugvöllum finnst þá far- þegunum að vegni best í að uppfylla þessar kröfur? Fyrst voru farþegarnir spurðir, hvaða flugvelli þeir notuöu mest. Bandarískir farþegar notuðu mest O'Hare flugvöllinn við Chicago, New York flugvellirnir LaGuardia og Kennedy hefðu samanlagt komið þeirri borg í annað sæti en af einstökum flugvöllum var þó Los Angeles flug- völlur í öðru sæti og Atlanta flugvöllur í þriðja sæti. New York flugvellirnir komu í 4. og 5. sæti. Aðrir farþegar en þeir bandarísku notuðu mest eftirtalda velli: 1. Miami 2. Kennedy (New York) 3. Heathrow (London) 4. Los Angeles 5. O’Hare (Chicago) 6. Frankfurt 7. Mexico City 8. Toronto 9. Amsterdam 10. Zurich 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.