Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Side 18

Frjáls verslun - 01.01.1981, Side 18
Tólf, sem hafa hætt störfum hjá Útflutr Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Glit h.f. Þórður Magnús- son, fram- kvæmdastjóri fyrst Fríhafnarinnar og síðan fjármála- sviðs Eimskipafé- lags fslands. Sveinn Hallgríms- son, ráðunautur, Búnaðarfélagi fslands. Birgir Harðarson, deildarstjóri hjá Eimskipafélagi fslands. Guðlaugur Björg- vinsson, fram- kvæmdastjóri Mjólkursamsöl- unnar. Þráinn Þorvalds- son, fram- kvæmdastjóri Hilduh.f. og farið í álitleg störf ingsmiðstöövar iðnaðarins undir stjórn Úlfs Sigurmundssonar. Orri hafði áður starfað hjá Útflutnings- skrifstofu Félags ísl. iðnrekenda, sem var einskonar undanfari stofnunarinnar. Vann hann í þrjú ár að útflutningsmálunum, hálft annað ár á hvorum stað. ,,Um þetta leyti voru menn að endurskipuleggja alla skapaða hluti með EFTA-inngönguna í huga. Þá átti að bjarga þjóðinni með auknum útflutningi. Það átti að vélvæða og endurskipuleggja iðnaðinn og raunar var ég svo heppinn að fá að starfa með er- lendum sérfræðingum, sem var mjög góður skóli. Annars var starfið sjálft mjög lærdómsríkt, enda var maður í öllu hjá Útflutn- ingsmiðstöðinni þá. Auðvitað öðlaðist ég þarna ómetanlega reynslu fyrir núver- andi starf mfitt, því Glit h.f. selur þriðjung framleiðslunnar á er- lendum mörkuðum, þriðjunginn til erlendra ferðamanna á íslandi og þriðjunginn á innanlandsmarkaði. Fljá okkur í Glit vinna núna 20 manns og framleiða sama magn og þegar ég tók hér við, þá unnu 60 manns við framleiðsluna. út- flutningsverðmætin hjá okkur á síðasta ári var rétt um 350 milljónir gamalla króna. Fyrir mig kom reynslan frá fyrra starfi sér einstaklega vel. Flér vantaði mann með útflutnings- reynslu, og hana hafði ég," sagði Orri Vigfússon. Spennandi starf fyrst, — en ferðalögin bitna á fjölskyldunni .. . ,,Þegar ég byrjaði hjá Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins var greinilegt að útflutningsfyrirtækin hér litu á sig sem keppinauta. Það var eitt af fyrstu verkefnum mínum að fá þessi fyrirtæki til að vinna saman, m.a. að sýningum erlend- is. Mér tókst að koma á samstarfi þeirra á milli og það held ég að hafi verið til góðs. Auðvitað er sam- keppni fyrir hendi, en þó alltaf þörf á góðri samvinnu líka," sagði Þórður Magnússon, núverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags íslands. ,,Ég kom heim í ársbyrjun 1976 beint úr námi í Bandaríkjunum þar sem ég lauk prófi í rekstrarhag- fræði. Þegar ég byrjaði að vinna hjá Útflutningsmiðstöðinni var verið að byrja á ullar- og skinna- verkefninu og í því lenti ég. Mér skilst að í dag greiði stofn- unin sínu fólki betri laun en tíðk- aðist meðan ég starfaði þar, enda nauðsynlegt. Starfið er mjög krefj- andi og ef árangur á að nást eru ferðalög erlendis og innanlands verulegur hluti starfsins, svo veru- legur að það hlýtur að koma niður á heimilislífinu. Þetta var spenn- andi fyrst, en þegar þriggja vikna ferðalög voru orðin ansi tíð, þá fór maður að þreytast á þessu. Þetta var annars hinn besti skóli að vinna hjá utflutningsmiðstöð- inni á sínum tíma, skóli sem kemur að notum í núverandi starfi, og eins meðan ég var framkvæmda- stjóri hjá Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli, en þar var ég í tvö ár, þar til í ársbyrjun 1980 er ég hóf störf fyrir Eimskipafélagið." Landbúnaðurog iðnaður eiga samleið .. . ,,Mitt verkefni hjá Útflutnings- miðstöð iðnaðarins var eiginlega tvíþætt," sagði Sveinn Hallgríms- son, sauðfjárræktarráðunautur. ,,Það var að reyna að vinna að því að bæta hráefni til ullar- og skinnaiðnaðarins og svo að mark- aðsmálum í þessum greinum. Fyrra atriðinu sinnti ég þó mun meira, en Þórður Magnússon sá um markaðsmálin. Svo var mál með vexti að mér bauðst þetta starf og fékk frí frá Búnaðarfélagi íslands þar sem ég

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.