Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Síða 43

Frjáls verslun - 01.01.1981, Síða 43
©amfeDSÍtatr3 msidiyir3 En hvað með þá hliðina sem að ykkur snýr í samstarfinu, útvegun verketna erlendis? Ég verð að segja að manni finnst sjaldan ganga nógu vel. Við höfum þó átt þátt í samningum fyrir hönd Flugleiða, sem nema um 22 milljónum bandaríkja dala eða um 13 milljörðum gamalla króna á þessum tveimur árum. Þessi tala dreifist reyndar einnig í tekjum yfir á árið 1981, því í henni er leigan á DC-10 sem komst á fyrir okkar milligöngu og samningurinn um leiguna á tveim F-27 vélum, sem einnig var gerður fyrir okkar tilstilli. Menn hafa ásakað okkur um að vera raupsama vegna þessara verka okkar, en ég tel það vera einn þáttinn í þeim samskipta- vandamálum sem nú hafa borið hæst, að Flugleiðir hafa að öllu jöfnu ekki getið þess þegar við höfum getað lagt eitthvað jákvætt fram í starfi fyrirtækjanna og er það seinasta dæmið leigan á F-27 vélunum til Libyu. Þess hefur til dæmis aldrei verið getið í því fréttatilkynningaflóði, sem á landsmönnum dynur frá Flugleiðum að við höfum leigt áhöfn á Boeing 727 vél til Guineu. Þetta er samningur, sem stendur að öllum líkindum í heilt ár og sennilega lengur ef áhugi er fyrir því. Þessi litli samningur einn sparar Flugleiöum yfir 80 milljónir g.kr. á ári og skapar atvinnu fyrir 3 menn. Ég geri fastlega ráð fyrir að innan tíðar verði skrifaðar heilsíð- ur í dagblöðin af flugmönnum Flugleiða þar sem ég verð skammaður fyrir að hafa ekki leigt tvær áhafnir til Guineu og 3 Fokk- era til Libyu. Við hoic.' haft samning við Flugleiðir um að vmna þessi störf, og gert það eftir bestu getu. Við höfum aftur á móti legið undir ámæli fyrir lítil afköst og orðið að draga þessa hluti fram í dagsljósið til þess að verja okkur, því ekki gera aðrir það og lái okkur hver sem vill. Hitt aflið í fluginu En m.a. með tilliti tii yfirlýsinga Flugleiða um að fyrirtækið muni ekki efla dótturfyrirtæki á kostnað Flugleiða, er það þá þín skoðun að Arnarflug sé best komið sem sjálfstætt fyrirtæki gagnvart Flug- leiðum? Eins og ég sagði áður tel ég það heppilegustu leiðina að félögin hafi með sér samstarf, sé sam- komulag um verkaskiptingu, og sú verkaskipting sé látin standa. Ég sem framkvæmdastjóri félagsins verð aftur á móti að líta fyrst og fremst á rekstrargrundvöllinn og möguleikana til eðlilegrar þróunar þess. Eins og stendur er það að öllu leyti óljóst hvert hlutverk Arn- „Eigi Arnarflug að starfa sjálfstætt er það grundvallarskilyrði að félagið fái leyfi til áætlunarflugs”. arflugs er með tilliti til hagsmuna Flugleiða. Jafnframt er Ijóst að allir ferðamannamarkaðir eru að breytast svo og flugmálastefna allra landa. Fyrir 5 árum síðan var afskaplega skýr greinarmunur á áætlunarflugfélagi og leiguflugfé- lagi, en á s.l. 5 árum hefur þessi munur stöðugt verið að þynnast út. Áætlunarfélög hafa stöðugt rýmkað fargjaldauppbyggingu sína og ríkisstjórnir hafa rýmkað leyfi leiguflugfélaga svo munurinn er stöðugt að verða minni. Sé það vilji stjórnvalda að Arn- arflug verði sjálfstætt án tengsla við Flugleiðir, tel ég það vera grundvallarskilyrði að fyrirtækið fái leyfi til áætlunarflugs, eigi fé- lagið að geta skapað sér lífvæn- legan rekstrargrundvöll í framtíð- inni. Nú hefur samgönguráðherra talað um tvö öfl í fluginu. Annað aflið töldu flestir vera Arnarflug, en svo kom í Ijós að það var Iscargo. Jafnframt hefur það gerst að stjórnvöld settu það sem skil- yrði fyrir ríkisábyrgð til Flugleiða að fyrirtækið seldi meirihluta sinn í Arnarflugi. Hvað vakir fyrir stjórnvöldum? Er hugmyndin að þrír innlendir aðilar keppi um ís- lenska markaðinn? Ég get ekki svarað fyrir sam- gönguráðherra, en tel ekki að Iscargo þurfi að vera hitt aflið í ís- lenskum flugmálum. Hér er að sjálfsögðu um pólitískt spursmál að ræða sem væntanlega skýrist á næstunni. Maður dregur þá álykt- un af samþykki alþingis að þar sé vilji til þess að gera Arnarflug að þessu afli. Ég tel ýmsar leiðir til, sem gera Arnarflug að þessu afli án þess að allt samband sé slitið við Flugleiðir og félögunum att út í stjórnlausa samkeppni eins og í raun gerðist þegar Loftleiðir hófu flug sitt á Norðurlönd á sínum tíma. Nú er ísienski markaðurinn þannig að það er í raun hægt að anna honum með 2 til 3 stórum flugvélum. Telur þú þá að mark- aðurinn sé til skiptanna milli þriggja aðila? Eins og ég hef sagt byggist framtíðarþróun þessara mála á þeirri flugmálastefnu sem mörkuð er. Ég lít ekki á íslenska markaöinn með þeim 230 þúsund íbúum sem við höfum hér vera neina gullkistu. Aftur á móti er mikill áhugi á að auka og efla íslenskan ferða- mannaiðnað. Ég held að með skynsamlegri flugmálastefnu gæti nýr aðili með sjálfstæðri markaðs- starfsemi lagt sitt af mörkum til eflingar íslenskum ferðamanna- iðnaði. Yrði ekki útkoman sú að við yrðum hér með þrjú veik flugfélög í staðinn fyrir eitt sterkt? Þú gengur þá út frá því að fé- lögin séu ekki í neinu samstarfi og óbeisluð samkeppni ríki á milli þeirra. Ég tel það ekki skynsam- legustu leiðina. Hitt má svo sem benda á, þó einhverjum þyki sárt, að þó við höfum bara haft eitt flugfélag í áætlunarflugi þarf það ekki nauösynlega að vera sterkt. Það sem ég er í reynd að segja, er einfaldlega það, að ég tel Arnar- flug hafa fullan tilverurétt á ís- lenska markaðnum og geta lagt sitt af mörkum til eflingar íslenskra ^ flugmála. Ég tel tengsl milli Arnar- W 43

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.