Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Síða 45

Frjáls verslun - 01.01.1981, Síða 45
flugs og Flugleiða æskileg og teldi það farsælast fyrir bæði flugfélög- in að þau hefðu ákveðnu hlutverki að gegna hvort fyrir sig, en gætu snúið bökum saman gegn hinni hörðu samkeppni út í hinum stóra heimi og reynt að byggja upp og treysta íslenska markaðinn fyrir samkeppni bæði erlendra áætl- unar- og leiguflugfélaga. I raun tel ég þetta hafa verið stefnu stjórn- enda Flugleiða og þeirra sem hér hafa ráðið síðastliðin ár. Aftur á móti hefur ekki fengist starfsfriður til þess frekar en annars, vegna kröfuhörku og óbilgirni hags- munahóþa hjá Flugleiðum. Eina lausnin á þessu vandamáli virðist því vera einhver uppstokkun milli félaganna og í flugmálastefnu þjóðarinnar. Nú hefur orðrómur verið uppi um að bak við óskir starfsfólks Arnarflugs um kaup á hlutabréf- um Flugleiða standi samvinnu- hreyfingin að einhverju leyti, í þeim tilgangi að hasla sér frekari völl í ferðamannaiðnaði. Er þetta rétt? „Ég er þeirrar skoðunnar að félögin eigi að vinna saman efkostureráað nýta hagkvæmni slíks samstarfs”. Mér er ekki kunnugt um að það sé neitt samband milli Starfs- mannafélagsins og Sambandsins enda heldur langsótt skýring. Það er engin launung á því að Sam- bandið og Olíufélagið h.f. eru stærstu hluthafar í Arnarflugi utan Flugleiða. Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri skipadeildar SÍS, hefur verið varaformaður stjórnar Arnarflugs. Hann hefur alla tíö viljað veg Arnarflugs, sem mestan og túlkar þar vafalaust sjónarmið samvinnuhreyfingarinnar. Þær raddir sem gera þessa hags- munabaráttu Arnarflugsstarfs- fólks að einhverju pólitísku valda- tafli eru úr takt við raunveruleik- ann og aðeins tilraun til þess að flækja auðskiljanlegan málstað starfsmannanna. Sérð þú fram á einhverja aukn- ingu á erlendum leigumörkuðum? Stefnir Arnarfiug á vöxt á því sviði. Ég hef alltaf litió svo á að grundvöllur Arnarflugs eigi að vera hér heima. Sókn okkar í innanlandsflugið, stofnun við- haldsaðstöðunnar og flugið milli íslands og annarra landa eru dæmi um þessa stefnu. Ég hef alltaf gert mér grein fyrir þessu og byggt á þeim grunni verður félagið aldrei stórt. Það mun vonandi halda sér gangandi á vinnusemi starfsfólksins og aðhaldi í rekstri. Starfsemi okkar erlendis hefur verið stuðningsstarfssemi, sem reyndar hefur orðið nokkuð mikil að vöxtum miðað við heildarvelt- una. í raun má segja að það sem vakað hefur fyrir mér er að starfs- fólkið sé ekki dæmt í lífstíðar út- legð, eins og raunin varð á þegar Cargolux var stofnað. Cargolux er að mestu rekið af íslendingum, en þeir verða að flytjast búferlum og setjast aö í Luxemborg. Það var alltaf von mín að með samstarfi Flugleiða og Arnarflugs gæti skapast grundvöllur fyrir sókn ís- lendinga inn á þennan alþjóðlega flugmarkað, þar sem starfsfólk og vélar yrðu nýtt á sem hagkvæm- astan hátt heima og erlendis. Þannig skapaðist stærri hópur fólks sem gæti skipt útlegðinni á milli sín þ.e. milli starfsmanna beggja félaganna. Um þetta varð ekki samkomulag, en í dag fljúga samt á vegum Flugleiða og Arnar- flugs menn hjá Cargolux, Air India, Air Bahama, í Guineu, í Libyu, í Nigeriu og í Jórdaniu. Ég held að menn geri sér almennt ekki grein fyrir hve þessi starfsemi er þó viðamikil. Sérð þú kannski íslenskan flugrekstrariðnað þróast á svip- aðan hátt og norsk skipaútgerð gerði á sínum tíma, þannig að norsk skip sigldu á milli landa um allan heim, allra annarra en Noregs? Ég tel möguleikana marga á þróun og sölu íslenskrar þekking- ar, mannafla og flugvélum. Það tekur sinn tíma að byggja upp en kemur hægt og sígandi. Aftur á móti hef ég rekið mig á það að is- lendingar og sérstaklega stéttar- félögin í fluginu eru ekkert sér- staklega sólgin í þessi verkefni, nema fyrir greiðslur og launakjör sem eru óraunhæf miðað við ríkj- andi markaðsaðstæöur. Þetta gengur ekki, ef framhald á að vera á þessu, en það er von mín að stéttarfélögin séu að gera sér grein fyrir þessu og verði tilbúin að vinna með félögunum að raun- hæfri uppbyggingu þessa mark- aðar. ® Arnarflug á tvær Twin Otter fiugvélar. Þær eru helst til stórar fyrir flesta áætlun- arstaæði félagsins innanlands og eru eldsneytisfrekar. Þær henta þó vel á lé- legum flugvöllum. 45

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.