Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Síða 48

Frjáls verslun - 01.01.1981, Síða 48
FALCON 50 Þessi franski fákur er fyrsta þriggja hreyfla þotan sem framleidd er sem einkaþota. Hún kostar um tíu milljónir dollara og getur flutt tíu farþega og tveggja manna áhöfn, heimsálfa milli. Hún getur athafnað sig á tiltölu- legastuttum flugbrautum. Einsogflestaraðrarþoturnar sem hér eru nefndar er flughraði hennar um 500 mílur á klukkustund. GULFSTREAM Grumman Gulfstream hefur lengi verið talin Kadilakkinn meðal einkaþotanna. Nýjasta útgáfan, Gulfstream III kostar um tíu milljón dollara og getur flogið meira en 4000 mílur í einum áfanga, með nítján farþega um borð. Eins og sumar aðrar nýjustu þoturnar hefur Gulfstream III einskonar ugga á væng- endunum. Þeir minnka loftviðnámið og gera að verkum að vélarnar fljúga hraðar og lengra, með minni eldsneytiseyðslu. - 1 ® • I I WESTWIND Þessi þota hét upphaflega Rockwell Jet Commanderog var framleidd í Bandaríkjunum. Nú er hún framleidd í ísrael og hefur verið verulega endurbætt. Nýjasta útgáfan er með vændendaugga og getur flogið rúmlega 3000 mílna vegalengd á rúmlega 500 mílna hraða. Westwind tekur átta farþega og kostar um þrjár milljónir dollara. Það er Pierre Cardin sem á hugmyndina að því hvernig vélin er máluð. 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.