Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1981, Side 53

Frjáls verslun - 01.01.1981, Side 53
Framtíðin og fröken Fonda Séu hinar einstöku leiöir undan orkukreppu Bandaríkjamanna ekki varöaðar af frambjóöendum til forsetaembættis, hvers má þá vænta? Þar sem skoðanir hags- munaaðila eru svo skiptar, er helst aö leita fanga í athugunum óháöra aðila t.d. National Academy of Sciences og Harvard Business School. Allar þessar kannanir virðast a.m.k. sammála um aö nýta markaðinn, til aö finna þær leiðir, sem hagkvæmastar eru. Hver eru viðbrögð markaðarins að jafnaði við skorti og hærra verði, sem af kostnaðinum leiðir: meira framboð, meiri framleiðsla. Augun beindust því í upphafi að hinum ýmsu innlendu orkulindum og möguleikum hverrar fyrir sig. Olíufélögin leggja yfirleitt gífur- lega áherslu á möguleika frekari leitar. Sérfróðir aðilar sem utan Olían verður sífellt dýrari og erfiðara að fá hana. greinarinnar standa eru hins vegar mjög svartsýnir á að umtalsverðar olíulindir séu enn ófundnar í Bandaríkjunum. Olíufélögin ein- blína mjög á svæöi, sem eru um- hverfislega viðkvæm eða eru sér- staklega vernduð og hafa því verið utan leyfilegra leitarsvæða. Vonir manna eru e.t.v. nokkru bjartari um meiri háttar gasfundi, einkum með tilliti til svonefnds „geogas", sem er í mun dýpri og óaðgengilegri jarðlögum, en áður hefur verið leitað í. Verði á gasi hefur verið haldið niðri mun lengur en á olíu, og kann það einnig að hafa sitt að segja. Frekari nýting hins gífurlega magns kola, sem er að finna í bandarískri jörðu, hefur verið mjög á dagskrá. Einkum hefur áhuginn beinst að vinnslu gass og olíu úr kolum samkvæmt aðferðum er Þjóðverjar þróuðu í heimsstyrjöld- inni síðari. Gífurlegir ríkisstyrkir eru fyrirhugaðir til að byggja upp þessa vinnslu og eru ekki allir sammála um gagnsemi þeirra. Er- lend eftirspurn eftir kolum hefur farið mjög vaxandi, svo mjög að flutningsaðilar innanlands anna ekki þvi magni, sem selja mætti. Kjarnorkuiðnaðurinn er nú í mikilli lægð eftir óhöppin á Þriggja mílna ey. Umhverfisverndarfólk með Jane Fonda í fylkingarbrjósti hefur gert harða hríð að greininni og almenningi virðist standa nokkur ógn af kjarnorkuverum. í umræðum fer þó vaxandi að borin sé saman hættan af vinnslu hinna ýmsu orkugjafa og þykir mörgum kjarnorkuvinnsla hættuminni en t.d. vinnsla kola. Kröfuspjöld sem ferðalangar hafa séð á helstu flugstöðvum Bandaríkjanna kunna að vera tákn breyttrar af- stöðu. Á þau er letrað: „Fóðrum hvalina á fröken Fonda“. Sú orkulind sem vekur von í brjósti margra um birtu og yl er sólin sjálf. Sólariðnaðurinn hefur ákaflega snyrtilegt og bjart yfir- bragð a.m.k. ef jafnað er til olíu og kola. Það sem vekur áhuga viö 53

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.