Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 44
Vil auka erlend samskipti Hvað með samskipti Hagstof- unnar við nágrannalönd, hafa þau verið mikil? „Þau eru að sumu leyti mjög mikil þvi Hagstofan veitir fjöl- mörgum erlendum aðilum, eink- um alþjóðastofnunum margvis- legar upplýsingar með reglu- bundnum hætti. Einnig er Hagstofan aðili aö tölfræðisam- starfi hagstofa hinna Norður- landaþjóðanna. Á hinn bóginn höfum við e.t.v. ekki gert nóg af þvi að sækja fundi, upplýsingar og lærdóm til annarra þjóða. I þessu tilliti vil ég gjarnan auka hin erlendu samskipti. En auðvit- að má ofgera öllu og það liggur við að við gætum verið á fundum meö ýmsum Norðurlanda- eða alþjóðlegum stofnunum i hverjum mánuöi, en þá yrði auðvitaö ekki mikið unnið hér innan húss á meðan. En ég tel rétt að eiga ákveðin samskipti við t.d. Norö- urlandaþjóðir. Viö getum og þurf- um að bera okkur saman viö þær, vita hvort hliðstæðar stofnanir þar vinna hlutina öðruvisi en við og hvaö má af þeim læra og kannski geta þeir lært eitthvað af okkur. Vissulega má of mikiö gera af slíkum heimsóknum en ég tel rétt að sinna þeim að ákveðnu marki. Ég held lika aö það sé hverjum manni nauðsyn- legt að skipta um umhverfi ööru hverju, komast út fyrir heimahag- ana og sjá hvaö aðrir eru aö sýsla. Sé þaö gert i hófi er það góð og nauðsynleg tilbreyting." Er Hagstofa íslands svipuð hagstofum i öðrum löndum? „Hún er um margt svipuð en þó held ég að söfnun og úrvinnsla upplýsinga um efnahags- og fé- lagsmál fari fram í fleiri stofnun- um hér en viðast erlendis auk þess sem þessi vinna er tak- markaðri hér en annars staöar. Við í Hagstofunni sinnum ekki öllum málaflokkum. Fiskifélag is- lands annast t.d. mjög viðamikla upplýsingasöfnun og er sú starfsemi þess mjög til fyrir- myndar. Seðlabankinn safnar upplýsingum vegna peninga- og gjaldeyrismála, Þjóðhagsstofnun færir þjóðhagsreikninga, atvinnu- vegaskýrslur og fleira. Sama má segja um stofnanir tengdar land- búnaöi, þannig aö við náum ekki yfir öll sviö. En segja má þó að tölfræðistofnunum sé ekkert mannlegt óviðkomandi og nafnið Hagstofa er kannski svolitiö vill- andi á okkar stofnun. Hagstofan er tölfræðistofnun og starfar að miklu leyti eins og tölfræðistofn- anir í öörum löndum, þ.e. að söfn- un, skipulagninu og úrvinnslu upplýsinga um efnahags- og fé- lagsmál eða landshagi eins og þaö hét áðurfyrr.1' Vantar tilfinnanlega gott bdkasafn • Ný verkefni Eru einhver ný verkefni á döf- inni hjá Hagstofunni? „Þaö er kannski eitt og annað sem við vildum gjarnan gera. Við þyrftum að geta staðið betur aö öflun upplýsinga um innlenda fram- leiðslu og um vinnumarkaðinn. Um sumt skortir okkur upplýsing- ar um vinnumarkaðsmál sem e.t.v. má telja eðlilegt, þar sem þau mál hafa ekki vakið athygli á sama hátt hér og erlendis af því að hér hefur yfirleitt ekki verið at- vinnuleysi. Segja má að þegarfór að bera alvarlega á atvinnuleysi kringum 1968 að þá hafi menn byrjað að hafa áhyggjur af því aö stofnanir þyrftu að vita eitt og annað um hinn almenna vinnu- markað. Á sama hátt má kannski segja að með aukinni atvinnu- þátttöku kvenna og með aukinni athygli á jafnrétti kynjanna hafi orðið brýnna að afla betri upplýs- inga um störf karla og kvenna, laun og fleira þeim tengt. Þá vildum viö gjarnan geta endurskipulagt þjóðskrána og ýmis fleiri verkefni mætti nefna og ekki má gleyma að við þyrftum aö fá aukið húsnæði." Stendur það starfseminni fyrir þrifum? „Já, mér finnst það gera þaö að nokkru leyti, en segja má að það sem helst strandar á varð- andi aukin verkefni er að fá gott starfsfólk. Það er erfitt fyrir rikis- stofnanir að keppa við einkaaöila um gott fólk. Við getum kannski fengið hingað vel menntað fólk, hagfræðinga, viðskiptafræðinga, þjóðfélagsfræðinga eða aðra sem eru nýlega útskrifaðir úr skóla. Sérstaklega er erfitt að fá fólk sem hefur starfsreynslu. Það er hins vegar mun erfiöara fyrir rikisstofnun að halda i þetta fólk þegar það hefur öðlast reynslu og er fært á sinu sviði. Þá koma einkaðilar og bjóða í fólkið." Bókasafn „Eitt atriði mætti nefna sem ég vildi gjarnan að kæmist á lagg- irnar hér en það er gott bókasafn. Almenningur leitar nokkuð til okkar eftir margs konar almenn- um upplýsingum sem viö búum yfir en ekki er svo auðvelt að veita. Það væri hins vegar hægt ef við gætum haft aöstööu og bækur og rit liggjandi frammi sem fólk gæti gluggað í eða fengið að láni. Einnig þyrfti að koma betri skipan á afgreiðslu en hún er nú í mjög þröngri aðstöðu og erfitt að koma viö nokkrum endurbótum fyrr en hún fær aukið rými.“ Hvað með útgáfustarfsemi Hagstofunnar? „Hún er þó nokkur. Við gefum út Hagtiðindi mánaðarlega og í ritröðinni Hagskýrslur Íslands eru gefnar út ýmsar skýrslur ýmist árlega eða með lengra bili svo sem verslunarskýrslur, dóms- málaskýrslur, sveitasjóðsreikn- inga og mannfjöldaskýrslur. Töl- fræðihandbók má nefna sérstak- lega en hún er nýkomin út eftir nokkurt hlé og geymir margvis- legar upplýsingar um fólkið og þjóðarbúskapinn." 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.