Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 56
HAGKRÓNIKA Dollarinn er á tals- verðu undanhaldi Því hefur verið spáð um langt skeið, að Bandaríkjadollarinn hljóti að lækka í verði. Stórfellt verðfall hefur ekki orðið ennþá, en ýmis merki eru nú um, að komiö sé að straumhvörfum hvað varðar gengi dollarans. Lengi hefur veriö vitað, aö doll- arinn er alltof hátt skráður á er- lendum gjaldeyrismörkuðum. Þetta hefur aöallega komiö fram í storfelldum halla á utanríkis- viðskiptum Bandaríkjamanna og vaxandi erlendum skuldum, en geta verður þess, að Banda- ríkjamenn hafa ekki veriö meö erlendar skuldir síöan í byrjun þessararaldar. Á seinustu 5 árum eða síðan árið 1980 hefur meðalgengi dollarans gagnvart öðrum mynt- um hækkað um 60%. Reyndar náði gengi dollarans hámarki sl. febrúar, en þá var US$ = 3.47 DM. Til samanburðar er gengi dollars þann 18. júlí 1 US$ = 2.88 DM. Á árunum 1982 og 1983 voru sérfræðingar í gjaldeyrismálum stöðugt að spá því, að þá og þegar tæki dollarinn að falla. Við þessa spádóma, sem ekki rætt- ust, missti margur sérfræðingur- inn fræðimannsheiður sinn. Reynt hefur verið að sýna, hvað valdið hefur hágengi doll- arans. Nefndar hafa verið marg- ar ástæður eins og háir vextir í Bandaríkjunum og miklir greiðslustraumar þangað m.a. vegna hærri vaxta og meiri hagnaðarvonar. Jafnframt þykir Ijóst að gengisvæntingar og spákaupmennska hafa í vaxandi mæli ráðið háu gengi dollarans á síðustu misserum. Það er einmitt á grundvelli slíkra geng- isvæntinga, sem menn telja að dollarinn taki verulega að lækka. í þessu sambandi hefur verið nefnt, að það skiptir veru- legu máli, að gengisfall dollar- ans verði ekki of hratt eða of snöggt. Gerður hefur verið greinarmunur á „soft landing" og „crash landing", en það myndi hafa í för með sér slæm hliðaráhrif á efnahagslíf um- heimsins. Hættan er sú, að eftir því, sem lengra líður þar til dollarinn tek- ur að lækka að einhverju ráði, þá verði hrap hans sneggra og meira, þegar að því kemur. Eins og áður segir, er veruleg- ur halli á utanríkisviðskiptum Bandaríkjamanna. Hallinn varö um 102 milljarðar dollara í fyrra og er áætlaöur um 120 milljarð- ar dollara í ár. Til samanburðar skal þess getið að meðalhallinn á árunum 1974 og 1983 var aöeins tæpir 2 milljarðar doll- ara. Samtímis vaxandi við- skiptahalla í Bandaríkjunum er utanríkisverslun Japana áætluð jákvæð um 39 milljarða dollara og hjá Þjóðverjum amk. um 12 milljarða dollara í ár. Samhliða þessum halla fara erlendar skuldir Bandaríkjanna vaxandi. Á seinustu mánuðum hefur hægt verulega á hagvextinum i Bandaríkjunum. Á árinu 1984 jókst þjóðarframleiðslan að raunverulegu verðmæti um 6.8%. Um mitt ár 1985 er hag- vöxtur þar í landi hins vegar fall- inn niður í um 3%. Ein aðal- ástæðan fyrir minnkandi hag- vexti er sú, að innfluttar vörur hafa rutt amerískri framleiðslu úr vegi auk þess sem útflutn- ingsstarfsemin í Bandaríkjunum hefur stórlega dregist saman vegna slæmrar samkeppnis- stöðu á heimsmarkaðnum. Allir þessi þættir leggjast á eitt og gera það líklegt, að gengi dollarans lækki frá því, sem það er nú um miöjan júlímánuð, þeg- ar þetta er ritað. Gengi dollarans hefur reyndar lækkað allnokkuö seinustu vikurnar eða um 5.5% gagnvart þýska markinu og um 8.5% gagnvart enska pundinu. En breytingar á gjaldeyrismörk- uðum eru óútreiknanlegar og ófyrirséðar. Það eru því margir sérfræöingar í alþjóðaefna- hagsmálum, sem vilja vera varkárir og spá því, að dollarinn muni rétta sig aftur af og benda á í því sambandi, að vextir í Bandaríkjunum muni hækka og það muni siðan valda hækkun á dollaranum. Fjárlagahallinn þar er geysimikill og fer síst lækk- andi. Bandaríska ríkið verður að svara þessari fjárvöntun með stórfelldum lántökum heima fyr- ir með þeim afleiðingum að vextir hljóta að hækka. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.