Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 35
þrjú og hálft ár og þar á undan varaformaður í fjögur ár. Þvi var hann spurður hvað væri efst á baugi hjá Verslunarráðinu. „Starfsemi ráðsins hefur farið vaxandi á liönum árum. Við fylgj- umst með þingmálum og gefum umsagnir um þau hverju sinni. Okkar menn undirbúa og gera til- lögur um breytingar á frumvörp- um þar sem hagsmunir atvinnu- lifsins eru i húfi. Á siðustu árum höfum við gefið út ítarlega stefnuskrá um flest þau mál er atvinnulifið varðar. Hún er endur- nýjuð reglulega. í þessu sam- bandi má geta þess, að nú er unnið að gerð nýrrar stefnuskrár Verslunarráðsins sem taka á til umfjöllunar á aðalfundi ráðsins i febrúar næstkomandi. Um er að ræða endurskoðun á stefnu, sem við gáfum út fyrir fjórum árum. Reyndar er mjög ánægjulegt til að vita að margt af þvi sem viö settum fram þá og siðar er þegar komiö verulega á veg innan stjórnkerfisins. Má þar nefna frjálsræði i verðlagsmálum, gjald- eyrismálum, vaxtamálum og margt fleira. Þegar fjallað er um starf Versl- unarráðsins er auðvitað af mörgu að taka sem of langt mál væri upp að telja. Mig langar þó til að minnast á eina nýjung sem er hið svokallaða starfsnám. Við höfum leitað eftir samstarfi við fyrirtæki í landinu um að bjóða ungu fólki i námi eða að afloknu námi upp á timabundið starfsnám i fyrirtækj- unum. Þetta hefur gefist mjög vel og eru bæði fyrirtækin og unga fólkið ánægt með þetta. Við höf- um til dæmis tekiö þátt i þessu hjá ÍSAL með góðum árangri. Viö réðum fyrsta starfsnemann til frambúðar og er hann nú aðstoö- armaðurminn." MIKILL SPORTÁHUGA- MAÐUR Ragnar var spuröur hver væru helstu áhugamálin. „Ég hef alltaf haft töluverðan áhuga á ýmsu sporti. Á yngri árum hafði ég áhuga á róðri og tók þátt í róðrar- keppnum. Þær hafa þvi miður lagst af. i Austurriki og Sviss kviknaöi áhugi minn á skiða- iþróttinni fyrir alvöru og nú fer ég oft á gönguskiöum um helgar. Reyndar hef ég mikinn áhuga á útivist almennt. Ég fer i sundlaug- arnar á morgnana og yfirleitt annaðhvort á gönguskíðum eða i göngu- og fjallgönguferðir um hverja helgi. Það er ómetanleg hressing og tilbreyting frá dag- legri önn að vera úti i náttúrunni, og með útiveru heldur maður sér i þokkalegu formi. Ég hef litilshátt- ar verið í golfi og á sumrin fer ég talsvert í stangveiði, sem er ákaflega skemmtileg iþrótt. Nú af öðrum áhugamálum gæti ég nefnt spilamennsku. Ég hef mjög gaman af þvi að spila brids við félaga mina og geri það þegar færi gefst.“ BJARTSÝNN Að endingu var Ragnar S. Hall- dórsson, samtíðarmaður Frjálsr- ar verslunar spurður hvernig hann sæi framtiö islensks at- vinnulifs á næstu árum og ára- tugum. „Ég er bjartsýnn að eðlis- fari og þvi tel ég að í framtiöinni eigi Islendingar mikla möguleika á meiri velsæld ef rétt er á málum haldið. Ég vona að okkur takist að nýta þær orkulindir sem fyrir eru, en það verður vart gert meö þeim hraða sem við þurfum nema i samvinnu við erlenda aöila. Hér á landi hefur skapast mikil þekk- ing á sviði virkjana og stóriðju og henni verður að halda við. Is- lenskir aðilar hafa i vaxandi mæli tekið að sér verkefni á erlendri grund og ég sé ekkert þvi til fyrir- stööu, að áframhald verði á þeirri þróun. Auk jarðhitans og raforku- framleiðslunnar verðum við að leggja höfuðáherslu á að nýta okkur betur þá möguleika, sem við höfum i sambandi við fisk- veiðar og úrvinnslu afla. Þar eru miklir möguleikar fyrir hendi. Það veröur að koma til meiri útflutn- ingur á fullunninni vöru, sem meira fæst fyrir. Almennt sagt tel ég að framtið íslensks atvinnulifs sé björt takist að halda skynsam- lega á efnahagsmálum þjóðar- innar á komandi árum og vöxtur opinberra umsvifa stöðvaður. Óþrjótandi möguleikar eru fyrir hendi. Aðeins þarf að nýta þá rétt.“ Hvernig stjornandi er Ragnar? Peter Drucker skrifaði eitt sinn bók sem heitir „Managing for Resuits". Þetta bókarheiti lýsir einna best Ragnari S. Hall- dórssyni. Hann leggur mikið upp úr aö ná árangri og koma hlutum i verk. Hann er sjálfur mjög af- kastamikill eins og margir sem hafa mikið að gera, en næg verkefni eru honum ekki orsaka- valdur streitu. Það að spóla í sama farinu, ná ekki árangri, veldur streitu. Að koma málum í höfn skapar ánægju. Ragnar er ákafur maöur og stundum fijótfær en leggur þó manna mest upp úr smáatriðum og nákvæmni. Hann er stundum óþolinmóður í samskiptum við íhugula og hægláta menn, en hann er ekki fastheldinn á eigin afstöðu, ef aðrir færa fram betri lausnir eöa nýjar upplýsingar. Ragnar fylgist mjög vel með á ýmsum sviöum, les mikið og er fljótur að því. Hann er fljótur að tileinka sér nýjungar og innleiða þær. Það er því lærdómsríkt að starfa með honum. í því efni eiga bæöi Verzlunarráð og ég honum margt að þakka. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.