Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 58
Rangar ákvarðanir við val á gjaldmiðlum hafa afdrifaríkar afleiðingar Þegar blikur eru á lofti í gjald- eyrismálum, er sérstök ástæða að fara með fullri gát, þegar fjár- hagslegar skuldbindingar eru gerðar. Slíkar skuldbindingar geta verið meö ýmsu móti, lán- taka í erlendri mynt, kaup gegn erlendum vörukaupavíxlum eða kaupsamningar fram í tímann í erlendum gjaldeyri svo eitthvað sé nefnt. Sama gildir, þegar gjaldeyriseignum er ráðstafað, t.d. á innlenda gjaldeyrisreikn- inga. í þessu sambandi er rétt að benda á, að frá og með 1. ágúst er öll útflytjendum og út- flutningsframleiðendum heimilt að eiga andvirði útflutnings í er- lendum gjaldeyri á sérstökum gjaldeyrisreikningum í bönkum. Talið er að verulegar upphæöir muni verða lagöar inn á þessa gjaldeyrisreikninga. Afurðalán út á útflutningsaf- urðir eru öll í SDR-einingum. Á næstunni má búast við að fram- leiðendum útflutningsvöru verði gefinn kostur á að velja í hvaða mynt þeir vilja taka afurðalán sín það er því tvíþætt ástæða fyrir útlfutningsframleiðendur að afla sér sem allra bestra upplýsinga um gjaldeyrismál og fylgjast vel með öllum hræringum á gjald- eyrismörkuðum. Rangar ákvarð- anir í sambandi við val á gjald- miðlum getur orðið mjög af- drifaríkt. Framleiðendur og út- flytjendur fá ákveðið frelsi með frjálsara skipulagi gjaldeyris- mála og með því að fá að velja sjálfir myntina, sem afurðalánin eru tekin í. Þessu frelsi, sem ööru, fylgir mikil ábyrgð og einn- ig fylgir sú kvöð, að menn verða aö fylgjast miklu betur með þvi, sem er að gerast á sviði alþjóö- legra gengis- og gjaldeyris- mála. Þegar rætt er um áhættu vegna innbyröis gengisbreyt- inga erlendra mynta, verður að hafa tvennt í huga. Annarsvegar geta menn stundaö spákaup- mennsku, reynt að ná fram gengishagnaði með viðskiptum sínum, t.d. meö því að fjármagna fiskbirgöir með dollurum sem Blikureru á lofti í gjald- eyrismálum líkur eru á að fari lækkandi, en selja í þýskum mörkum, sem munu á móti fara hækkandi. Slík viðskipti — þó þau séu reyndar mikið stunduð erlendis — eru á fárra færi hér á landi og alls ekki fyrir aðra en þá, sem eru sér- fræöingar í alþjóðlegum gengis- og vaxtamálum. Hins vegar geta menn leitast við að lágmarka gengisáhætt- una í rekstrinum, og er sá kostur fýsilegri. Leiðir til þess geta ver- ið með ýmsum hætti. Taka má erlend lán i tilbúnum eða blönd- uðum gjaldmiðli og jafna þannig gengisáhættuna út. Kemur þá SDR-greiðslueiningin helst til greina. Önnur aðferö til að lágmarka gengisáhættuna getur verið sú, að láta sömu mynt vera á fjár- hagslegum skuldbindingum og útflutningstekjurnar greiöast í. Gleggsta dæmið um þetta er að taka erlend lán eða afurðalán í þeirri mynd, sem útflutningurinn greiðist í. Ef menn eiga gjaldeyriseignir er eölilegt að athuga vel í hvaða myntum stórir útgjaldapóstar eru, t.d. hráefnakaup eða greiðslur af erlendum lánum. Það kann að vera hagkvæmt að eiga gjaldeyriseignir í sama gjaldeyri og þessir útgjalda- póstareru. Hér reynir mjög á hyggjuvit viðskiptaþekkingu og spádóms- gáfu þeirra sem höndla með eignir og skuldir í erlendum gjaldeyri, þegar mikilla sviftinga gætir og óvissa er á erlendum gjaldeyrismörkuöum. Tískublaðið Nýtt Líf Áskriftarsími 82300 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.