Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 30
viðræður fóru fram við aðalstjórn- endur Alusuisse, þá Meier og Dr. Muller. Þetta var i ágústmánuði 1966. Gengið var frá ráðningu minni, og ákveðið að ég hæfi störf í ársbyrjun 1967, þegar ég hefði fengiö mig lausan úr fyrra starfi með umsömdum fyrirvara. i upphafi voru verkefni min þriþætt: í fyrsta lagi að ganga frá ráöningu verkstjóra og annarra yfirmanna og hafa umsjón með þjálfun þeirra, i öðru lagi aö semja við verkalýðsfélög hér heima um kaup og kjör starfsfólks þegar starfræksla hæfist og loks að taka þátt í ákvörðunum varðandi framkvæmdir við byggingu Ál- versins í Straumsvik. Auk þess þurfti ég að kynna mér rekstur ál- verksmiöja, kynnast væntanleg- um samstarfsmönnum hjá Alu- suisse og systurfyrirtækjum ISAL. Þaö má segja að í upphafi hafi þetta verið talsvert álag á fjölskyldu mína. Viö flugum til Zurich 2. janúar 1967 og þar dvaldi fjölskyldan á hóteli i liölega þrjár vikur á meöan ég feröaðist milli verksmiðja Alusuisse á ítaliu, í Þýskalandi og siðan i Sviss til að kynna mér starfsem- ina. Þegar þessari kynningu var lokið fluttumst við til þorpsins Lend i Austurríki sem er um 100 km fyrir sunnan Salzburg, þar sem Alusuisse hefur starfrækt álbræðslu frá siðustu aldamót- um.“ FÓR í GEGNUM FLEST- AR DEILDIR Og Ragnar heldur áfram: „Viö komum til Lend með járnbraut á fimmtudegi. Á mánudegi hófst starfskynningin. Mætt var til vinnu kl. 07:00 og þá mátti lita á tilkynningatöflu fyrirtækisins: „Ab heute ist nur erlaubt Deutsch mit Herrn Halldorsson zu reden.“ Til aö kynnast rekstrinum sem allra best var ákveðið að ég starfaði ákveðinn tíma i öllum rekstrar- deildum fyrirtækisins. Segja má að þessi timi hafi i raun verið ómetanlegur fyrir mig. Þegar leið á árið var ég reyndar með annan fótinn hér heima á íslandi, i Zurich og í Wallisdal í Sviss þar sem Alusuisse rekur stórar verksmiðjur, bæði álbræðslur og völsunar- og þrýstimótunarverk- smiöjur, auk rannsóknarstofa. Undirbúningur var þegar i fullum gangi i Straumsvik og i ágúst 1967 var ráðinn hópur manna í ýmis stjórnunarstörf hjá fyrirtæk- inu, auk annarra starfa. Þetta var um 25 manna hópur og eftir nokkurn undirbúning var hann sendur til Sviss, eða nánar til tekið til Steg í Wallisdal. Þar dvöldu þessir menn i liölega ár við störf og þjálfun aðallega i annarri stálbræðslu Alusuisse þar. Fyrirfram var ekki ákveðið i hvaða deild starfsmennirnir myndu lenda, en að lokinni starfsþjálfun i nokkrar vikur í Steg var gengið frá þvi. Halldór heitinn Dungal var ráðinn þýsku- kennari hópsins, þar sem nauð- synlegt er fyrir þessa menn að vera vel að sér í þýsku.“ 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.