Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 30

Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 30
viðræður fóru fram við aðalstjórn- endur Alusuisse, þá Meier og Dr. Muller. Þetta var i ágústmánuði 1966. Gengið var frá ráðningu minni, og ákveðið að ég hæfi störf í ársbyrjun 1967, þegar ég hefði fengiö mig lausan úr fyrra starfi með umsömdum fyrirvara. i upphafi voru verkefni min þriþætt: í fyrsta lagi að ganga frá ráöningu verkstjóra og annarra yfirmanna og hafa umsjón með þjálfun þeirra, i öðru lagi aö semja við verkalýðsfélög hér heima um kaup og kjör starfsfólks þegar starfræksla hæfist og loks að taka þátt í ákvörðunum varðandi framkvæmdir við byggingu Ál- versins í Straumsvik. Auk þess þurfti ég að kynna mér rekstur ál- verksmiöja, kynnast væntanleg- um samstarfsmönnum hjá Alu- suisse og systurfyrirtækjum ISAL. Þaö má segja að í upphafi hafi þetta verið talsvert álag á fjölskyldu mína. Viö flugum til Zurich 2. janúar 1967 og þar dvaldi fjölskyldan á hóteli i liölega þrjár vikur á meöan ég feröaðist milli verksmiðja Alusuisse á ítaliu, í Þýskalandi og siðan i Sviss til að kynna mér starfsem- ina. Þegar þessari kynningu var lokið fluttumst við til þorpsins Lend i Austurríki sem er um 100 km fyrir sunnan Salzburg, þar sem Alusuisse hefur starfrækt álbræðslu frá siðustu aldamót- um.“ FÓR í GEGNUM FLEST- AR DEILDIR Og Ragnar heldur áfram: „Viö komum til Lend með járnbraut á fimmtudegi. Á mánudegi hófst starfskynningin. Mætt var til vinnu kl. 07:00 og þá mátti lita á tilkynningatöflu fyrirtækisins: „Ab heute ist nur erlaubt Deutsch mit Herrn Halldorsson zu reden.“ Til aö kynnast rekstrinum sem allra best var ákveðið að ég starfaði ákveðinn tíma i öllum rekstrar- deildum fyrirtækisins. Segja má að þessi timi hafi i raun verið ómetanlegur fyrir mig. Þegar leið á árið var ég reyndar með annan fótinn hér heima á íslandi, i Zurich og í Wallisdal í Sviss þar sem Alusuisse rekur stórar verksmiðjur, bæði álbræðslur og völsunar- og þrýstimótunarverk- smiöjur, auk rannsóknarstofa. Undirbúningur var þegar i fullum gangi i Straumsvik og i ágúst 1967 var ráðinn hópur manna í ýmis stjórnunarstörf hjá fyrirtæk- inu, auk annarra starfa. Þetta var um 25 manna hópur og eftir nokkurn undirbúning var hann sendur til Sviss, eða nánar til tekið til Steg í Wallisdal. Þar dvöldu þessir menn i liölega ár við störf og þjálfun aðallega i annarri stálbræðslu Alusuisse þar. Fyrirfram var ekki ákveðið i hvaða deild starfsmennirnir myndu lenda, en að lokinni starfsþjálfun i nokkrar vikur í Steg var gengið frá þvi. Halldór heitinn Dungal var ráðinn þýsku- kennari hópsins, þar sem nauð- synlegt er fyrir þessa menn að vera vel að sér í þýsku.“ 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.