Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 58

Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 58
Rangar ákvarðanir við val á gjaldmiðlum hafa afdrifaríkar afleiðingar Þegar blikur eru á lofti í gjald- eyrismálum, er sérstök ástæða að fara með fullri gát, þegar fjár- hagslegar skuldbindingar eru gerðar. Slíkar skuldbindingar geta verið meö ýmsu móti, lán- taka í erlendri mynt, kaup gegn erlendum vörukaupavíxlum eða kaupsamningar fram í tímann í erlendum gjaldeyri svo eitthvað sé nefnt. Sama gildir, þegar gjaldeyriseignum er ráðstafað, t.d. á innlenda gjaldeyrisreikn- inga. í þessu sambandi er rétt að benda á, að frá og með 1. ágúst er öll útflytjendum og út- flutningsframleiðendum heimilt að eiga andvirði útflutnings í er- lendum gjaldeyri á sérstökum gjaldeyrisreikningum í bönkum. Talið er að verulegar upphæöir muni verða lagöar inn á þessa gjaldeyrisreikninga. Afurðalán út á útflutningsaf- urðir eru öll í SDR-einingum. Á næstunni má búast við að fram- leiðendum útflutningsvöru verði gefinn kostur á að velja í hvaða mynt þeir vilja taka afurðalán sín það er því tvíþætt ástæða fyrir útlfutningsframleiðendur að afla sér sem allra bestra upplýsinga um gjaldeyrismál og fylgjast vel með öllum hræringum á gjald- eyrismörkuðum. Rangar ákvarð- anir í sambandi við val á gjald- miðlum getur orðið mjög af- drifaríkt. Framleiðendur og út- flytjendur fá ákveðið frelsi með frjálsara skipulagi gjaldeyris- mála og með því að fá að velja sjálfir myntina, sem afurðalánin eru tekin í. Þessu frelsi, sem ööru, fylgir mikil ábyrgð og einn- ig fylgir sú kvöð, að menn verða aö fylgjast miklu betur með þvi, sem er að gerast á sviði alþjóö- legra gengis- og gjaldeyris- mála. Þegar rætt er um áhættu vegna innbyröis gengisbreyt- inga erlendra mynta, verður að hafa tvennt í huga. Annarsvegar geta menn stundaö spákaup- mennsku, reynt að ná fram gengishagnaði með viðskiptum sínum, t.d. meö því að fjármagna fiskbirgöir með dollurum sem Blikureru á lofti í gjald- eyrismálum líkur eru á að fari lækkandi, en selja í þýskum mörkum, sem munu á móti fara hækkandi. Slík viðskipti — þó þau séu reyndar mikið stunduð erlendis — eru á fárra færi hér á landi og alls ekki fyrir aðra en þá, sem eru sér- fræöingar í alþjóðlegum gengis- og vaxtamálum. Hins vegar geta menn leitast við að lágmarka gengisáhætt- una í rekstrinum, og er sá kostur fýsilegri. Leiðir til þess geta ver- ið með ýmsum hætti. Taka má erlend lán i tilbúnum eða blönd- uðum gjaldmiðli og jafna þannig gengisáhættuna út. Kemur þá SDR-greiðslueiningin helst til greina. Önnur aðferö til að lágmarka gengisáhættuna getur verið sú, að láta sömu mynt vera á fjár- hagslegum skuldbindingum og útflutningstekjurnar greiöast í. Gleggsta dæmið um þetta er að taka erlend lán eða afurðalán í þeirri mynd, sem útflutningurinn greiðist í. Ef menn eiga gjaldeyriseignir er eölilegt að athuga vel í hvaða myntum stórir útgjaldapóstar eru, t.d. hráefnakaup eða greiðslur af erlendum lánum. Það kann að vera hagkvæmt að eiga gjaldeyriseignir í sama gjaldeyri og þessir útgjalda- póstareru. Hér reynir mjög á hyggjuvit viðskiptaþekkingu og spádóms- gáfu þeirra sem höndla með eignir og skuldir í erlendum gjaldeyri, þegar mikilla sviftinga gætir og óvissa er á erlendum gjaldeyrismörkuöum. Tískublaðið Nýtt Líf Áskriftarsími 82300 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.