Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 56

Frjáls verslun - 01.06.1985, Page 56
HAGKRÓNIKA Dollarinn er á tals- verðu undanhaldi Því hefur verið spáð um langt skeið, að Bandaríkjadollarinn hljóti að lækka í verði. Stórfellt verðfall hefur ekki orðið ennþá, en ýmis merki eru nú um, að komiö sé að straumhvörfum hvað varðar gengi dollarans. Lengi hefur veriö vitað, aö doll- arinn er alltof hátt skráður á er- lendum gjaldeyrismörkuðum. Þetta hefur aöallega komiö fram í storfelldum halla á utanríkis- viðskiptum Bandaríkjamanna og vaxandi erlendum skuldum, en geta verður þess, að Banda- ríkjamenn hafa ekki veriö meö erlendar skuldir síöan í byrjun þessararaldar. Á seinustu 5 árum eða síðan árið 1980 hefur meðalgengi dollarans gagnvart öðrum mynt- um hækkað um 60%. Reyndar náði gengi dollarans hámarki sl. febrúar, en þá var US$ = 3.47 DM. Til samanburðar er gengi dollars þann 18. júlí 1 US$ = 2.88 DM. Á árunum 1982 og 1983 voru sérfræðingar í gjaldeyrismálum stöðugt að spá því, að þá og þegar tæki dollarinn að falla. Við þessa spádóma, sem ekki rætt- ust, missti margur sérfræðingur- inn fræðimannsheiður sinn. Reynt hefur verið að sýna, hvað valdið hefur hágengi doll- arans. Nefndar hafa verið marg- ar ástæður eins og háir vextir í Bandaríkjunum og miklir greiðslustraumar þangað m.a. vegna hærri vaxta og meiri hagnaðarvonar. Jafnframt þykir Ijóst að gengisvæntingar og spákaupmennska hafa í vaxandi mæli ráðið háu gengi dollarans á síðustu misserum. Það er einmitt á grundvelli slíkra geng- isvæntinga, sem menn telja að dollarinn taki verulega að lækka. í þessu sambandi hefur verið nefnt, að það skiptir veru- legu máli, að gengisfall dollar- ans verði ekki of hratt eða of snöggt. Gerður hefur verið greinarmunur á „soft landing" og „crash landing", en það myndi hafa í för með sér slæm hliðaráhrif á efnahagslíf um- heimsins. Hættan er sú, að eftir því, sem lengra líður þar til dollarinn tek- ur að lækka að einhverju ráði, þá verði hrap hans sneggra og meira, þegar að því kemur. Eins og áður segir, er veruleg- ur halli á utanríkisviðskiptum Bandaríkjamanna. Hallinn varö um 102 milljarðar dollara í fyrra og er áætlaöur um 120 milljarð- ar dollara í ár. Til samanburðar skal þess getið að meðalhallinn á árunum 1974 og 1983 var aöeins tæpir 2 milljarðar doll- ara. Samtímis vaxandi við- skiptahalla í Bandaríkjunum er utanríkisverslun Japana áætluð jákvæð um 39 milljarða dollara og hjá Þjóðverjum amk. um 12 milljarða dollara í ár. Samhliða þessum halla fara erlendar skuldir Bandaríkjanna vaxandi. Á seinustu mánuðum hefur hægt verulega á hagvextinum i Bandaríkjunum. Á árinu 1984 jókst þjóðarframleiðslan að raunverulegu verðmæti um 6.8%. Um mitt ár 1985 er hag- vöxtur þar í landi hins vegar fall- inn niður í um 3%. Ein aðal- ástæðan fyrir minnkandi hag- vexti er sú, að innfluttar vörur hafa rutt amerískri framleiðslu úr vegi auk þess sem útflutn- ingsstarfsemin í Bandaríkjunum hefur stórlega dregist saman vegna slæmrar samkeppnis- stöðu á heimsmarkaðnum. Allir þessi þættir leggjast á eitt og gera það líklegt, að gengi dollarans lækki frá því, sem það er nú um miöjan júlímánuð, þeg- ar þetta er ritað. Gengi dollarans hefur reyndar lækkað allnokkuö seinustu vikurnar eða um 5.5% gagnvart þýska markinu og um 8.5% gagnvart enska pundinu. En breytingar á gjaldeyrismörk- uðum eru óútreiknanlegar og ófyrirséðar. Það eru því margir sérfræöingar í alþjóðaefna- hagsmálum, sem vilja vera varkárir og spá því, að dollarinn muni rétta sig aftur af og benda á í því sambandi, að vextir í Bandaríkjunum muni hækka og það muni siðan valda hækkun á dollaranum. Fjárlagahallinn þar er geysimikill og fer síst lækk- andi. Bandaríska ríkið verður að svara þessari fjárvöntun með stórfelldum lántökum heima fyr- ir með þeim afleiðingum að vextir hljóta að hækka. 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.