Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 15

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 15
40 þúsund manns. Þetta vita stjórn- málamennimir og þess vegna hlusta þeir ekki á fiskifræðingana", segir Jakúp Joensen í samtali við Frjálsa verslun. Hagnast þótt síðar verði Við hittum Jakúp Joensen að máli á skrifstofu hans á Hótel Borg í Þórshöfn. Þetta nýja og stórglæsi- lega hótel sem áður hét Hótel Fær- eyjar var boðið upp á nauðungarupp- boði í febrúar í fyrra og þá kom út- gerðarmaðurinn og frystihúsaeig- andinn Jakúp Joensen til sögunnar og keypti hótelið. — Það er rétt. Ég fékk hótelið fyr- ir rúmlega hálfvirði, eða 50 milljón krónur (um 250 millj. ísl. kr.), segir Joensen, þegar við berum undir hann þá sögu sem við heyrðum af kaupum hans á hótelinu. Sagan segir að Joen- sen hafi keypt hótelið fyrir umrædda upphæð og látið þau orð falla að hann gæti allt eins varið fjármunum sínum í þetta þó taprekstur blasti við, hann greiddi þá ekki skatta af þeim á meðan. Joensen gefur lítið út á skattahlið- ina en segir það ekkert leyndarmál að hótelið hafi verið rekið með tapi á síðasta ári. — Auðvitað ætla ég að hagnast á þessum rekstri og það geri ég þó síð- ar verði. Það er margt sem mig lang- ar til að gera hér og ætli sundlaug sé ekki næst á dagskránni. Það er margt sem varð þess valdandi að það var tap á rekstrinum í fyrra. Meðal þess má nefna að það tók mjög lang- an tíma að ná bókunum upp eftir lok- unina. Hótelið var ekki opnað fyrr en 1. apríl eftir eigandaskiptin og það selur enginn gistingu á meðan sím- inn er lokaður. Ég er annars þokkalega ánægður með árangurinn fram að þessu. Við höfum hér 108 tveggja manna herbergi og nýtingin í fyrrasumar var 80%. Það finnst mér góður árangur. Við höfðum veltu upp á 13 millj. kr. (65 millj. ísl) og ég átti tvær og hálfa eftir áður en ég borgaði af áhvílandi lánum. Þegar þau eru tekin með í reikninginn, var hótelið rekið með tapi, en það var ekkert meira en ég bjóst við, segir Joensen en þess „Þeir sem aldrei hætta neinu, uppskera ekki“, segir Joensen. má geta að hann hefur rekið hótelið algjörlega í eigin nafni. — Menn eru að segja við mig að ég ætti að stofna hlutafélag um reksturinn til þess að sleppa við pers- ónulegan skell ef illa gengur. En ég er þannig skapi farinn að ég nenni ekki að tryggja mig í bak og fyrir með hlutafélagalögum eða því að skrifa þetta á konuna. Þetta er auð- vitað bölvuð vitleysa því skellurinn yrði harður ef ég færi á hausinn, en ég er þannig gerður að ég þarf að taka áhættu. Þeir sem aldrei hætta neinu - þeir uppskera ekki, segir Joensen og smá bros leikur um varir hans. Það er greinilegt að hann telur sér litla hættu búna þó hann bindi fé sitt í hótelrekstri. Borg á borg ofan Áður en lengra er haldið er rétt að segja meira frá manninum Jakúp Joensen og umsvifum hans. Hann er fæddur og uppalinn á Suðurey, nán- ar tiltekið í Vági þar sem hann rekur nú glæsilegasta frystihús eyjanna ásamt bróður sínum og mági, sem reyndar er af íslenskum ættum, Val- berg Thorsteinsson frá Bakkafirði. Jakúp var eins og kemur fram í inngangi, háseti á íslenskum togur- um á sínum tíma, en síðar réðist hann sem stýrimaður á farþegaskip- ið Tjald sem gegndi svipuðu hlut- verki og Gullfoss okkar Islendinga. Á Tjaldi hætti Jakúp Joensen 1961 er hann sneri sér að fiskveiðum. 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.