Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 19

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 19
vn-i'W Samsettar tryggingar: Ný trygging fyrir atvi n n u rekstu ri n n Tryggingafélögin leggja nú aukna áherslu á aö þróa skilmála og tryggingar fyrir fyrirtækí. Mikil spenna ríkir á tryggingamarkaðinum og samkeppni milli trygg- ingafélaganna hefur sjald- an verið harðari. Þessi samkeppni beinist nú aðallega að atvinnurekstr- inum og kom það fram hjá sumum talsmönnum tryggingafélaganna, sem Frjáls verslun ræddi við, að fyrirtækjum hafi ekki verið sinnt sem skyldi hingað til. Við værum jafnvel 10 til 15 árum á eftir nágrannaþjóðum okkar að þessu leyti en þróunin sé þó komin á nokkurt skrið hér eftir áralangakyrrstöðu. Fjögur tryggingafélög hafa nú sett á markaðinn sérstak- ar samsettar tryggingar fyrir atvinnureksturinn, sem er nýjung á markaðn- um. Þessi félög eru: Al- mennar tryggingar hf., Brunabótafélag íslands Sjóvátryggingafélag ís- lands hf. og Reykvísk end- urtrygging hf. Ekki er ljóst hvort fleiri félög fylgi á eftir en sum þeirra telja sig nú þegar bjóða sam- settar tryggingar fyrir at- vinnureksturinn þótt í öðru f ormi sé. 19

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.