Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 31

Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 31
Við samningaboröið. Myndin er tekin í síðustu samningaviðræðum. Samningarnir hafa verið nefndir tímamóta- samningar en Ásmundur kýs aö kalla þá tilraun. isgreiðslum, félagslegu íbúðarhús- næði o.s.frv. Efnislega er breytingin ekki svo mikil þótt þunginn hafi færst yfir á félagslegu atriðin með árunum. Öllum er Ijóst að afkoma fólks er ekki að öllu leyti ákveðin við samn- ingaborð með atvinnurekendum. Svo margt í kjörum fólks er ákveðið á vettvangi stjórnvalda að það er óhjákvæmilegt annað en eiga við þau margvísleg samskipti, bæði um þessi félagslegu atriði sem ég nefndi og eins ræður efnahagsstefnan at- vinnuástandi á hverjum tíma og þar með hvort menn fái notið þeirra taxta sem samið er um.“ Vaxandi sérhyggja „Nú er verið er að semja fyrir miklu fleiri og fjölbreyttari hópa en var áður. Hóparnir eru orðnir að ýmsu leyti sundurleitari og það er þróun sem gerir verkalýðshreyfing- unni um margt erfitt fyrir. Það leiðir meðal annars til þess að í vaxandi mæli gætir sérhyggju þar sem hver hugsar um sig og heildin, þar á með- al þeir sem erfiðast eiga, gleymist stundum. Gegn þeim viðhorfum verðum við að snúast. í þjóðfélaginu veður uppi mjög harður áróður fyrir sérhyggju. Ég held að sú þjóðfélags- breyting, sem þar er verið að berjast fyrir, sé þjóðfélaginu öllu hættuleg. Við höfum búið við ákveðna sátt í þjóðfélaginu sem ég tel að hafi verið forsenda þeirra framfara sem hafa orðið. Grundvallaratriði hennar er að tekið sé tillit til allra þjóðfélagshóp- anna og engir skildir eftir. Sú sér- hyggja sem nýfrjálshyggjan er að boða segir að kerfið eigi að ganga fyrir öllu, markaðsöflin megi ekki trufla með neinum hætti. Menn verði bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti að einhverjir verði út und- an. Og það er sjónarmið sem ég get ekki sætt við mig.“ — Er vald sérfræðinganna að verða of mikið, þannig að þeir einir í krafti sérþekkingar sinnar eru færir um að taka ákvarðanir. Fólk einfald- lega skilji ekki það mál sem talað er? „Eftir því sem þjóðfélagið verður flóknara og umfangsmeira fá sér- fræðingar í reynd aukin völd á æ fleiri vígstöðum. í verkalýðshreyfing- unni held ég að þessu sé samt ekki til að dreifa. Þrátt fyrir allt eru sérfræð- ingar ekkisvo ráðandií ákvörðunum og undirbúningi mála hjá okkur. Þeir stýra ekki því sem gerist. En auðvit- að skipta sérfræðingar hjá okkur líka máli til að draga fram þær upplýsing- ar sem eru nauðsynlegar til þess að við getum gert okkur grein fyrir hvernig tekið skuli á málum. Þannig að þeir gegna lykilhlutverki hjá okk- ur eins og annars staðar. Hópurinn sem vinnur í málum hjá okkur er svo stór að við erum ekki í beinni hættu á því að sérfræðingar taki völdin af okkur sem erum kjömir. Tilraun — Því er mjög haldið á lofti af mörgum að síðustu samningar hafi verið tímamótasamningar. Ertu sama sinnis og þeir? „Ég hef sjálfur notað þau orð að þessir samningar séu tilraun en ég hef lagt áherslu á að þetta sé tilraun sem verður að takast. Við erum bún- ir að reyna ýmsar aðferðir í kjara- samningum. Þegar við gengum til samningaviðræðna í janúar lá fyrir ef við ætluðum að vinna út frá sömu 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.