Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 63

Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 63
;ur Athyglisverðar bækur á markaðnum og því er mikilvægt í viðskiptum að geta „lesið“ þá sem maður þekkir ekki. Þetta er best gert með því að veita athygli öllu sem máli skiptir í fari hvers einstaklings, hlusta af at- hygli og taka eftir þeim atriðum, jafnvel smáatriðum, sem gefa besta mynd af þeim manni sem aðrir hafa að geyma. Þá fyrst er unnt að taka réttar ákvarðanir í samræmi við að- stæður hverju sinni. Athyglisgáfa, næmni og tilfinning fyrir fólki eru mikilvægustu eiginleikar hvers at- hafnamanns. Næmni sem þessi er mjög mikilvæg þeim sem standa í sölu- og samningaviðræðum. Þrjú prósent! I öðrum kafla bókar einnar gefur McCormack þeim góð ráð sem fást við þessi málefni. Heiðarleiki, þolin- mæði, hæfileg ýtni, góð tímasetning og þekking á mannlegum kostum og göllum eru töfraorð þessa hluta bók- arinnar. McCormack veit margt um rekst- ur góðra fyrirtækja, enda er sá kafli bókarinnar sá lengsti. Hann gefur mörg heilræði og er ógemingur að telja þau öll upp hér. Mesta áherslu leggur hann á sveigjanleika í rekstri og stjórnun, sjálfsöryggi án hroka eða ofmetnaðar og varúð í hraðri aukningu umsvifa. McCormack á sér einnig gullna reglu í viðskiptum: Því betur sem þér finnst allt ganga, því varkárari áttu að vera; því ánægðari sem þú ert með það sem þú hefur gert, því óánægðari ættirðu að vera. Eins og áður sagði byggir McCor- mack bók sína að miklu leyti á stutt- um dæmisögum úr raunveruleikan- um, sem eiga einn lærdóm sameigin- legan: notaðu almenna skynsemi og lærðu að „lesa“ umhverfi þitt. Ekki eru þó allar sögurnar jafnal- varlegar: Tveir skólabræður hittust eftir margra ára aðskilnað. Annar var dúx í árgangnum og var nú full- trúi hjá smábanka úti á landi. Hinn var alltaf miðlungsnámsmaður, en var nú orðinn margfaldur milljóna- mæringur. Sá fyrri spurði hvernig hann hefði farið að þessu. Svarið er einfalt: „Eg versla með vöru, sem ég kaupi á tvo dollara og sel aftur á fimm dollara. Það er merkilegt hvað hægt er að græða mikið á aðeins 3% álagningu." NÝBÓKEFTIR DRUCKER Andi frumkvöðlanna hefur breytt bandarísku þjóðfélagi á síðustu 15 árum ekki sist viðskiptalífinu. í nýrri bók eftir Peter F. Drucker, áhrifa- mesta fræðimann á sviði stjórnunar, eru hugtökin nýjungar og frum- kvæði nú sett fram sem ákveðin og kerfisbundin námsgrein. Bókin heitir á frummálinu „Innovation and Entrepreneurship, Practice and Prin- ciples“ og er gefin út af Harper & Row forlaginu. Drucker segir þar að frumkrafturinn í bandarísku efna- hagslífi hafi ótvírætt færst frá stjóm- un sem var áberandi þáttur á árun- um eftir 1950 yfir til fmmkvöðlanna í smáum og meðalstórum fyrirtækj- um sem kerfisbundið vinna við nýj- ungar. Nýja fmmkvöðlastefnan byggir á því að breyta snjallri hug- mynd í skipulagða starfsemi og snilligáfu í kerfisbundna stjórnun og skarpar áætlanir. Þessi stefna hefur sinn eigin kraft. Hún blómstraði í Bandaríkjunum á sama tíma og hefð- bundnar atvinnugreinar gengu í gegnum mestu kreppu sem komið hefur síðan á fjórða áratugnum. Hún hefur valdið breytingum í efnahags- lífinu, á skattkerfinu og á vinnu- markaðnum og hún mun valda fleiri breytingum. Hún mun að dómi Druckers knýja stofnanir til að breyta um stefnu með það fyrir aug- um að verða eins og fmmkvöðlarnir sjálfir. LEIÐTOGINN Hvemig er hægt að læra að vera virkur leiðtogi en ekki bara stjóm- andi? Hér áður fyrr var svarið við þessari spurningu þannig að annað hvort væm menn fæddir sem leið- togar eða vissar kringumstæður þvinguðu leiðtogahlutverkinu upp á ósköp venjulega menn. Tveir sér- fræðingar á sviði stjórnunar, Warren Bennis og Bert Nanus hafa skrifað bók um leiðtogann, „Leaders, The Strategies for Taking Charge“, sem Harper & Row forlagið hefur gefið út. Þeir kanna nokkra af leiðtogum samtímans og sýna hvernig þeir hafa þroskað hæfileika sína og kennt sjálfum sér færni í störfum leiðtog- ans. Bókin er byggð á rannsóknum á starfi 90 leiðtoga ekki aðeins á sviði viskipta heldur einnig í stjómsýslu, listum og skemmtanaiðnaðinum. Þar kemur fram hvernig leiðtogamir fá fólk til að einbeita sér að markmið- um þeirra, hvernig þeir skapa sér traust sem leiðtogar og mynda and- rúmsloft sem eflir sjálfstraust ann- arra. Höfundar bókarinnar segja: Stjórnendur gera hlutina rétt en leið- togar gera réttu hlutina. ÁRAN GURSRÍ KUR STJÓRNANDI Fontana forlagið í London hefur hafið útgáfu á bókarflokki um stjóm- un undir heitinu: Arangursríkur stjómandi, The Successful Manager. Ritstjóri útgáfunnar er Bob Garrat, ráðgjafi um stjórnun og heiðursfram- kvæmdastjóri samtaka stjómunar- kennara í Bretlandi, en bækurnar em gefnar út í samvinnu við þau samtök. Fjórar bækur hafa komið út í þessum flokki: „Managing Your Own Carreer", „The Roots of Exel- lence“, „Managing Yourself“ og „Manage Your Time“. Ýmsir höf- undar em að þessum bókum. FRAMRÁS Framrás, Breakthrough, er heiti yfir kennslubókaflokk sem Pan for- lagið í London hóf útgáfu á fyrir nokkmm ámm. Bækurnar em ætlað- ar fyrir sjálfsnám og em mjög mörg 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.