Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 26

Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 26
Veitingahús Eigum við ekki að hittast í hádeginu? Með auknum umsvifum í íslensku athafna- og viðskiptalífi gerist nú æ algengara að ýmis málefni séu rædd yfir hádegis- eða kvöldverði á veitingahúsi. Á frummálinu hefur slíkt gjaman verið nefnt „Business lunch“ sem ást- kæra ylhýra málið hefur ekki enn fundið heiti yfir. „Eigum við að hittast í hádeginu og ræða málin yfir matnum?“ Hver kann- ast ekki við setningar á borð við þessa? En skyldi þessi siður vera jafn al- gengur hér á landi og er- lendis? Frjáls verslun kannaði málið og ræddi við nokkra aðila sem tengjast viðskiptalífinu og spjallaði jafnframt við forsvarsmenn nokkurra þekktra veitingahúsa í Reykjavík. Flestir viðmælenda okkar voru sammála um að núorðið væri mun algengara en áður að fólk hittist yfir hádegis- eða kvöldverði til þess að ræða viðskipti. Jóhann Torfi Steins- son, yfirveitingastjóri á Hótel Borg kvaðst greinilega verða var við fólk sem mælir sér þar mót til þess að ræða ýmis mál. „Borgin er algengur fundarstaður fólks — hingað kemur margt fólk utan af landi sem hittir viðskiptavini sína yfir mat eða kaffi. { seinni tíð hefur staðurinn mikið verið sóttur af fjölmiðlafólki sem virðist líka það vel að taka hér viðtöl.“ Jóhann taldi líklegt að vinsældir Borgarinnar stöfuðu m.a. af stað- setningu hótelsins — það væri mið- svæðis og jafnframt rótgróið í bæjar- lífinu. „Við eigum líka okkar fasta- gesti — um tuttugu manna klíku sem mætir hér á hverjum degi í hádeginu. Margir hafa komið hingað í áratugi og eru því orðnir eins og 26

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.