Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 42
Pósti og síma bauðst þátttaka í sam- eiginlegu gagnaflutningsneti fyrir Norðurlöndin árið 1979. Var haft samband við um 70 fyrirtæki og þeim boðið að fylgjast með gangi mála og fulltrúum þeirra gerð grein fyrir hvað hér væri á ferðinni. Voru það fulltrúar banka, innflutningsfyr- irtækja, rannsóknastofnana og ým- issa þjónustufyrirtækja svo sem raf- veitu og samgöngufyrirtækja. Ekki reyndist áhuginn hjá þeim slíkur að Póstur og sími tæki upp samvinnu við önnur Norðurlönd, það voru tveir eða þrír aðilar sem sýndu einhvern áhuga. Hin Norðurlöndin komu hins vegar upp kerfi sínu í kjölfar þessa. Alllöngu síðar höfðu fulltrúar fjög- urra stórfyrirtækja samband við Póst og síma til að kanna þessi mál að nýju og var það á árunum 1982 til 1983. Fram kom eftir athuganir að fyrirtækin, sem voru Reiknistofnun bankanna, SKÝRR, SÍS og Flugleið- ir, gætu haft með sér ákveðna sam- vinnu sem myndi verða þeim hag- stæð. Viðræður þessar enduðu með því að Póstur og sími bauðst til þess að setja upp almennt gagnaflutn- ingsnet og voru fulltrúar fyrirtækj- anna ánægðir með það. Upp úr þessu fara starfsmenn Pósts og síma því að undirbúa uppsetningu al- menns gagnaflutningsnets á Islandi. Pakkaskipt net Miðstöð gagnaflutningsnetsins verður í Reykjavík en stöðvar á sex stöðum út um land: Stykkishólmi, ísafirði, Blönduósi, Akureyri, Egils- stöðum og Hvolsvelli. Auk þess að tengjast innbyrðis geta stöðvarnar tengst erlendum gagnaflutningsnet- um og gagnabönkum erlendis. Gagnaflutningsnet eru ýmist pakka- skipt eða línuskipt. íslenska gagna- flutningsnetið er pakkaskipt sem er algengara en í því felst að upplýsing- arnar sein fara á milli eru settar í eins konar pakka. í hverjum gagna- pakka eru upplýsingar um móttak- anda og sendanda, númer pakkans og nauðsynlegar skipanaupplýsing- ar. Hægt er að senda pakka frá mörgum aðilum samtímis um sömu línu. Höfuðkostur pakkaskiptakerfis- ins er sá að hægt er að tengja saman notendur með mismunandi hraða og stjórnforrit sem gefur fleiri mögu- leika á samtengingum. { línuskiptu gagnaflutningsneti eins og því sem okkur bauðst teng- ing við árið 1979 verða notendurnir í báðum endum sambandsins að vera með sama hraða og stjórnforrit. Póstur og sími leitaði tilboða í búnað fyrir gagnaflutningsnetið og var eftir miklar athuganir ákveðið að kaupa kerfið af LM Ericsson. Alls voru sjö aðilar sem áttu tilboð í verk- ið og var tekið lægsta tilboðinu. Bún- aðurinn var settur upp í maí á síð- asta ári og hefur reynst vel en síð- ustu misserin hefur verið unnið að þróun gjaldtökubúnaðar. Síðan á eft- ir að fara fram víðtæk kynning á þessum möguleikum sem opnast með tilkomu kerfisins. Algengasta heiti pakkaskiptra gagnaflutnignsneta er X 25 en svo heitir staðall fyrir aðalsambandið milli netsins og notendanna. Tölvu- framleiðendur þurfa að laga búnað sinn eftir kerfi hvers lands og þannig hafa Hewlett Packard og IBM þegar lagað sinn búnað að X 25 kerfinu hér og aðrir vinna að því um þessar mundir. Þegar aðlögun er lokið geta framleiðendur auglýst að notkun sé möguleg. Tenging venjulegra einka- tölva PC og annarra sem nota sömu senditækni við gagnaflutningsnetið fer fram samkvæmt þriggja exa staðlinum: X 3, X 28 og X 29 og geta þær tengingar verið annað hvort beinar eins og hjá X 25 notendum eða með vali í gegnum hið almenna símakerfi til gagnaflutningsnetsins. Nýtt samband við umheiminn Miðstöð gagnaflutningsnetsins í Reykjavík veitir 140 innganga og stöðvarnar úti á landi hafa alls 160 innganga. í Reykjavík er stjórnstöð- in fyrir allt kerfið og þar fer fram allt eftirlit. Samþöndin frá Reykjavík verða í fyrstu á tveimur línum fyrir 9600 bita hraða á sekúndu og síðar er ætlað að taka í notkun línur sem flytja 64 þúsund bita á sekúndu. Samband við útlönd verður til London, Kaupmannahafnar og síðar til New York ef þörf krefur. Hins vegar má í gegnum London og Kaupmannahöfn komast í samband nánast um allan heim. Þarna er hægt að komast í samband við ýmsa upp- lýsingabanka og fá sérhæfða þjón- ustu sem tengd er gagnavinnslu, gagnaflutningi og skráningu. Geta bæði fyrirtæki sem hafa oft yfir að ráða stórum tölvum notfært sér þessa nýju leið og einstaklingar með einkatölvurnar. Allir þurfa mótöld til tengingar við gagnaflutningsnetið. Bæði X 25 og X 28 eða þriggja exa notendur þurfa mótald af réttri teg- und fyrir hraða og sendingahátt til tengingar við gagnaflutningsnetið. Almenn tölvupósthólf Ýmsar símastjórnir og einkaaðilar erlendis eru farnir að reka almenn tölvupósthólfafyrirtæki. Má þar nefna British Telecom Gold, One- To-One og Easylink í Bretlandi. Þessi fyrirtæki leigja fyrirtækjum og einstaklingum tölvupósthólf sem auk samskipta innbyrðis bjóða upp á þá aukaþjónustu að senda skilaboð áfram til telexnotenda og geta telex- notendur þá svarað inn í viðkomandi tölvupósthólf. Notandinn þarf af og til að kalla upp sitt tölvupósthólf til þess að kanna hvort eitthvað hafi komið inn í það. Búast má við tölu- verðri notkun á gagnaflutningsnet- inu í framtíðinni í sambandi við tölvupósthólfin. Stofngjaldið 12 til 33 þús. kr. Stofngjald fyrir afnot af gagna- flutningsnetinu fer eftir hámarks- hraða sendinga og er frá kr. 12 þús- und uppí 33.600 kr. fyrir X 25 not- endur og frá 1.150 króna skráning- argjaldi og 7.100 til 14.900 króna stofngjaldi fyrir X 28 notendur. Síð- an er greitt afnotagjald og er árs- fjórðungsgjald einnig greitt eftir sendingarhraða og er frá kr. 8 þús- und fyrir 2.400 bita á sekúndu og uppí 22.700 kr. fyrir X 25 notendur og frá kr. 575 til 6.000 króna fyrir X 28 notendur. Fast gjald, 25 aurar, er tekið fyrir hvert samband og síðan greitt fyrir gagnaflutninginn eftir því hversu langan tíma hann tekur og hversu mikið er flutt. Þessi gjaldskrá er heldur lægri en t.d. norska gjaldskráin. Notendur í Noregi verða að greiða nærri 30 þúsund kr. í 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.