Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 16

Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 16
Ásamt bróður sínum og mági lét hann byggja línubátinn Akraborg, útilegubát þar sem aflinn var verkað- ur í salt um borð. Eftir að það fór að harðna á dalnum á línunni, létu fé- lagar breyta bátnum til þess að hægt væri að nota kraftblökk sem þá var að ryðja sér til rúms. Eftir byrjunarörðugieika fóru hjól- in að snúast og 1971 létu þeirbyggja nýja Borg fyrir sig. Þetta var „snurp- ari“ sem fékk nafnið Nýborg. Um þetta leyti fór Joensen í land til þess að stjórna þessu vaxandi fyrirtæki og frystihúsi sem þeir keyptu í Vági á Suðurey skömmu síðar. Til marks um það hvað hlutirnir gerðust hratt má nefna að 1975 létu Jakúp Joen- sen, sem átti 60% hlutafjár og félag- ar hans byggja tvo stóra togara á einu bretti. Þetta voru Polarborg 1 og Polarborg II. — Þeir kostuðu samtals 25 mill- jónir danskra króna og það héldu víst flestir að við værum orðnir brjál- aðir. En við þurftum hráefni fyrir frystihúsið og áttum aurana, þannig að þetta var skynsamleg ákvörðun. Við vorum líka farnir að huga að nýju frystihúsi, segir Joensen en þess má geta að það var tekið í notk- un 1977 og þykir enn glæsilegasta frystihús Færeyja. Nenni ekki að tryggja mig bak og fyrir með hlutafélögum eða því að skrifa þetta á konuna. Tveir togarar fyrir lítið Þótt margar ótrúlegar sögur séu sagðar af Jakúp Joensen, þá er sagan um Nesborg og Værðborg, ein sú skemmtilegasta og kannski sú sem lýsir best því ótrúlega innsæi sem maðurinn er gæddur. Sagan hljóðar svo: Árið 1979 keypti Joensen línubát sem enginn hafði viljað líta við. Bát- urinn hafði skemmst mikið i elds- voða þrem árum áður og legið síðan í reiðuleysi í Þórshöfn. Joensen sá þarna möguleika á góðum kaupum því sjómannseðli hans sagði honum að þetta væri vel smíðaður bátur og þó skemmdirnar væru miklar, væri skrokkurinn góður. Joensen keypti því bátinn fyrir 150 þúsund Fkr. af tryggingafélagi. Nú voru góð ráð dýr. Báturinn var vélarvana en Joen- sen hafði í hyggju að koma honum í viðgerð hjá skipasmíðastöð í Dan- mörku. En þegar neyðin er stærst er hjálpin venjulega næst og Joensen keypti annan línubát, alveg eins og hinn fyrri. Eini munurinn var að þessi var með vél og hann var notað- ur til þess að draga „félaga“ sinn til Danmerkur. — Báðir bátarnir kostuðu mig um 900 þúsund Fkr. (4.5 millj. ísl. kr) en betri kaup hef ég sjaldan gert. Breyt- ingarnar kostuðu að vísu talsvert en út úr þessu fékk ég tvo 250 tonna togara, sem hvor um sig getur tekið TAKIÐ EFTIR! öllum stærðum. Við erum fluáir að Bíldshöfðá 2 og símarnir okkar eru 82625 — 681345 og 68 50 55: GOÐ ÞJÓNUSTA - GÓÐIR BÍLAJ HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN BÍLDSHÖFi

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.