Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 47

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 47
„Tilhneigingin er sú aö stóru flugfélögin veröi öflugri og stærri", segir Giinter O. Eser. eiginleg mál til umfjöllunar og flugfé- lögin snúa bökum saman en vissu- lega er • imkeppni þeirra á milli mikil um hinn u. la markað ferðalaganna. Þá barst nokkuð í tal flugvallar- skattur en IATA forstjórinn varaði ráðamenn við því að fara of geyst í hækkun slíkra skatta. — Flugvallarskattur eða brottfar- arskattur er erfitt mál og víða mjög viðkvæmt. I sjálfu sér eru þetta ekki miklar upphæðir en þarna er oft á ferðinni kornið sem fyllir mælinn. Það kvartar enginn yfir 20 þúsund króna flugfari milli landa en ef far- þeginn er síðan kvaddur þegar hann snýr heimleiðis með því að rukka hann um nokkur hundruð krónur að lokum finnst honum það vera full- mikið af því góða. Þess vegna verða yfirvöld að fara sér hægt í að hækka slíka skatta. Það getur hleypt illu blóði í menn að fá slík óvænt útgjöld yfir sig og haft í för með sér að þeir heimsæki ekki aftur það land sem sýnir af sér þessa hlið. Það er erfitt viðkvæmum ferðamannaiðnaði og tekur oft langan tíma að vinna mark- að á ný þegar hann tapast af sökum sem þessum. Þeir stóru stækka IATA forstjórinn var spurður um hvort aukið frelsi í fargjaldamálum sem leyft hefur verið í Bandaríkjun- um undanfarin ár hafi haft miklar breytingar í för með sér: — Þessi frjálslyndisstefna hefur vissulega breytt ýmsu og þannig hafa til dæmis flugfélög í Bandaríkj- unum orðið gjaldþrota og önnur ný sprottið upp. Þau hafa hins vegar sum ekki orðið langlíf. En tilhneig- ingin er sú að stóru flugfélögin verða stærri og örflugri og þau litlu fara ennþá minnkandi. Þegar flugfélag tekur sig til og býður stórlækkuð fargjöld hlýtur eitthvað að þurfa að láta undan. Þannig er sú hætta fyrir hendi að öryggismálum sé ábóta- vant, að færri starfsmenn séu ráðnir til að annast þjónustuna og að slegið sé slöku við varðandi viðhald flug- flotans. Og ef enginn er arðurinn er ekki hægt að fjárfesta í nýjum vélum og flugflotinn úreldist. Þessi hætta er fyrir hendi en vissulega má segja að auka megi frjálsræði í fargjalda- málum og við erum hlynntir því að vissu marki. Og ég vek aftur athygli á því að þótt fargjöld geti verið mjög lág í vissum tilvikum eru þau oft mjög skilyrt. Þannig stendur farþegi e.t.v. á flugvelli og fær ekki far með fyrir- hugaðri vél og þá er það oft þannig að miði hans gildir ekki hjá öðru flugfélagi og hann þarf að bíða eftir næstu ferð í nokkra klukkutíma eða jafnvel yfir nótt. Vissulega er alltaf þörf fyrir lág fargjöld en þau verða aldrei stór hluti af heildinni. Hvernig eru almennar horfur í flugrekstri? — Þær eru þokkalegar. í flug- rekstri er gífurlegum fjárhæðum velt og aukin samkeppni hefur farið illa með mörg flugfélög. í heild má segja að betur gangi hjá evrópskum flugfé- lögum en bandarískum. Þannig hef- ur kostnaður farið sívaxandi um leið og framboð er mjög aukið t.d. á Norður-Atlantshafsflugleiðinni. Það er í dag um 11% umfram flutninga- þörfina. Árið 1984 var kostnaður fé- laga á þeirri flugleið 8,1 milljarður dollara og er áætlaður 9 milljarðar árið 1985. Gera félögin ekki ráð fyrir neinum hagnaði fyrir siðasta ár. Nýt- ing hefur lítið breyst. Hún var 69,8% árið 1983, 70% 1984 og fyrstu 9 mánuði ársins 1985 var hún 70,5%. Fjögur þúsund flugvélar Á næstu 15 árum er spáð um 5% árlegri aukningu í flutningum og gert er ráð fyrir að flugfélög þurfi að kaupa 4 þúsund nýjar flugvélar til aldamóta. Þriðjung þeirra þarf til að mæta aukningu og og tvo þriðjunga til að endurnýja flotann. Þetta er fjár- festing upp á 150 til 200 milljarða dollara og til viðbótar þurfa félögin að verja um einum milljarði árlega til endurnýjunar á tækjum, sagði Gúnter O. Eser. Þannig er margt verkefnið sem IATA þarf að vinna að og hefur sam- bandið gott lið sérfræðinga í öllum málaflokkum. í aðalstöðvunum í Genf starfa um 300 manns og um 170 í miðstöðinni í Montreal og reknar eru nokkrar svæðisskrifstof- ur víða um heim. Að lokum má minna á það sem IATA forstjórinn sagði um þróun flugvélanna sjálfra. Um leið og þær verða hraðfleygari og þægilegri fer sífellt lengri tími í bið og umstang á flugvöllum. Sagði hann að fyrir 20 árum hefði verið nóg að mæta á völlinn skömmu fyrir brottför og skella sér út í vél, en nú þyrfti minnst klukkustundar fyrir- vara á millilandaflugi og gera þyrfti ráð fyrir góðum tíma til að ferðast til og frá flugvelli. 47

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.