Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 12

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 12
Fréttir Tryggingaiðgjöld lægri hér á landi Iðgjöld af tryggingum sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eru fremur lág hérlendis bor- ið saman við margar aðrar þjóðir. Þetta kom fram í erindi Bjarna Þórð- arsonar, cand. act. á aðal- fundi Sambands ís- lenskra tryggingafélaga sem haldinn var í mars- mánuði. Skýringin á þessu er sú að hlutur líf- trygginga hér á landi er mun minni en víða erlend- is. A árinu 1983 námu iðgjöldin 3.03% af vergri þjóðarframleiðslu hér á landi. Til samanburðar má nefna að á árinu 1983 var þetta hlutfall 6.90% í Bandaríkjunum, 6.35% í Bretlandi, 3.81% í Dan- mörku, 4.61% í Finnlandi, 4.20% í Noregi og 3.94% í Svíþjóð. Hér á landi hafa þó iðgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu farið vaxandi á undan- förnum árum. Þannig voru iðgjöldin 2.52% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1980 en voru orðin 3.09% á árinu 1984. Framkvæmdastjórn VÍ Framkvæmdastjórn Verzlunarráðs Islands var kjörin á fundi stjórnar ráðsins 13. mars sl. Mikil uppstokkun var í stjóm- inni því allir stjórnar- menn eru nýir nema ný- kjörinn formaður Verzl- unarráðsins Jóhann J. Olafsson. Þeir sem hlutu kosningu í framkvæmda- stjórnina eru: Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sem A Friðrik Pálsson. jafnframt var kosinn varaformaður ráðsins, Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri Nói- Siríus hf. og Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða hf. Hér er einvalalið á ferðinni og allir nýju mennirnir í framkvæmda- stjórninni eru um eða inn- an við fertugt. Námstyrkir VÍ Námssjóður Verzlunar- ráðs íslands var stofnað- ur fyrir rúmum tveimur árum og voru tveir styrkir afhentir á aðalfundi VÍ 6. mars. Ragnar S. Halldórs- son afhenti styrkina og sagði að 38 umsóknir hefðu borist um styrkina sem eru nú að upphæð 75 þúsund krónur hvor um sig. Þá sagði hann afráðið að afhenda slíka styrki framvegis árlega en upp- haflega var gert ráð fyrir að þeir yrðu veittir annað hvert ár. Styrkina hlutu að þessu sinni Þuríður Helga Bene- diktsdóttir og Hallgrímur Ingólfsson. Þuríður Helga er fædd 1961 og lauk stúdentsprófi frá Verzl- unarskóla íslands árið 1981. Þá lauk hún kandi- datsprófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands 1985 og stundar nú nám á sviði kerfisgerðar við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Hall- grímur Ingólfsson er fæddur 1960. Lauk hann stúdentsprófi frá M.R. 1980 og kandidatsprófi í viðskiptafræði frá Há- skóla íslands 1984. Stundar hann nú fram- haldsnám í rekstrarhag- fræði við Arizona State University í Phoenix í Bandaríkjunum. Jón Arnalds. Úr ráðu- neyti í viðskipti Jón Arnalds, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu hefur keypt meirihluta í fyrir- tækinu G.S. Júlíusson hf. Jón lét af störfum ráðu- neytisstjóra í fyrravor og hefur starfað sjálfstætt sem lögfræðingur þar til hann keypti 70% hlut í fyrirtækinu í byrjun þessa árs. G.S. Júlíusson er inn- flutningsfyrirtæki með aðsetur í Sundaborginni. Fyrirtækið flytur inn ýms- ar smærri byggingavörur. Viðskipti fyrirtækisins höfðu dregist saman á síðustu árum vegna ým- issa erfiðleika en umsvif þess fara nú vaxandi. Ragnar S. Halldórsson afhendir foreldrum styrkþega námsstyrk VÍ. 12

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.