Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 59
kosti tvisvar á dag í banka og toll og
leysa þar á einu bretti störf sem áður
voru í höndum margra manna frá
jafn mörgum fyrirtækjum. Öll frum-
gögn eru sótt til viðkomandi fyrir-
tækis, síðan eru útbúin nauðsynleg
aðflutningsskjöl, varan leyst út og
henni komið heim í vörugeymslu
viðskiptavinarins. Um 4-6 sendibílar
eru í ferðum á vegum fyrirtækisins
dag hvern.
„í ört stækkandi borg þar sem
hundruð fyrirtækja fjarlægjast jafnt
og þétt miðborgina þar sem bank-
arnir, skipafélögin og tollurinn eru
með aðalafgreiðslur sínar er nauð-
synlegt fyrir umrædd fyrirtæki að
geta nýtt sér þjónustu af því tagi sem
Frum veitir“, sagði Jón. Hann bætti
því við að íslensk innflutningsfyrir-
tæki nýttu sér slíka þjónustu í alltof
litlum mæli. Alls staðar erlendis
væru sérstök fyrirtæki sem tækju að
sér að koma vörunni til innflutnings-
fyrirtækja og sæju um öll stigin allt
frá því varan er pöntuð og þar til hún
er komin heim í hús.
Jón taldi að þjónusta banka-og
tolladeildar Frums gæti lækkað
kostnað innflutningsfyirirtækja á
þessum rekstrarþætti um 50-60%.
Frum tæki að meðaltali 400 krónur
fyrir tollskýrsluna og inni í því verði
væri falin bæði útfylling á skýrslunni
og allt umstangið í kringum ferðir í
banka og toll. Banka-og tolladeildin
annast jafnframt innlenda og er-
lenda flutningsmiðlun og veitií sér-
fræðiaðstoð og ráðgjöf við innflutn-
ing og vörudreifingu.
Tölvudeild Frums býður upp á víð-
tæka þjónustu með IBM S/34 og
S/36 tölvum fyrir alls konar fyrir-
tæki á öllum sviðum viðskiptalífsins.
Seld eru afnot af þessum tölvum
ásamt hugbúnaði fyrir lager-,við-
skiptamanna-, pantana-, fjárhags-og
launabókhald. Einnig er til reiðu
hugbúnaður fyrir tollskýrslur og
verðútreikninga, telexsendingar og
gjaldkerakerfi.
Auk þessa geta fyrirtæki og stofn-
anir keypt ofangreindan hugbúnað
af deildinni og hafa 22 fyrirtæki nú
þegar keypt hugbúnaðinn fyrir toll-
og verðútreikninga. „Við höfum það
fram yfir mörg hugbúnaðarfyrirtæki
að við höfum reynslu í meðferð
tollskjala og þekkjum því öll vanda-
mál sem þarf að leysa af eigin raun. I
þessari deild hefur orðið mestur
vöxtur hjá fyrirtækinu en það háir
okkur hve erfitt er að fá kerfisfræð-
inga í vinnu“, sagði Jón. Frum veitir
einnig almenna þjónustu í kerfis-
setningu og forritun.
Þriðja deild Frums er skrifstofu-
deildin sem sér um margs konar
skrifstofuþjónustu, allt frá telexsend-
ingum upp í fullkomið bókhald fyrir
stórfyrirtæki. Um 70 útstöðvar eru
tengdar við móðurtölvu Frums og
geta fyrirtæki í húsinu kallað upp all-
ar upplýsingar á skjái hjá sér og
prentað út þegar þurfa þykir. Loks
annast Frum allan rekstur húseign-
arinnar Sundaborg.
Lmmnninia
Tok......................... bls. 2
Bílaborg ................. — 3
Sjóvá..................... — 4
Krabbameinsfélagið........ — 6
Brautir og gluggatjöld.... — 8
Seðlabankinn.............. — 8
A. Karlsson............... — 10
Gísli J. Johnsen.......... — 13
Hópferðamiðstöðin ........ — 16
Steinunn Björk Birgisdóttir — 18
Trygging h/f.............. — 20
Sterio ................... — 22
Reykvísk endurtrygging ... — 23
Arnarhóll ................ — 25
Alex...................... — 28
Rafeind................... — 30
Verslunarskóli Tölvu-
námskeið................ — 32
Konráð Axelsson........... — 35
Lífeyrissjóður Verslunar-
manna................... — 36
Lífeyrissjóður Verslunar-
manna................... — 37
Farmasía.................. — 38
Húsakaup.................. — 40
Hreyfill ................. - 40
Hagkaup................... — 45
Fjölkaup.................. — 46
Brunabótafélagið.......... — 48
Konráð Axelsson........... — 51
Ferðaskrifstofan Úrval .... — 53
Skæði .................... — 65
Póstur og sími ........... — 69
Sambandið verslunar-
deild................... - 70
Ferðaskrifstofan Útsýn . . .. — 71
ístak .................... — 72
ftnatarbla5i6
Fylgist med
nýjungum
r
Askriftarsími
82300
ftna&arbla&í&
59