Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 59
kosti tvisvar á dag í banka og toll og leysa þar á einu bretti störf sem áður voru í höndum margra manna frá jafn mörgum fyrirtækjum. Öll frum- gögn eru sótt til viðkomandi fyrir- tækis, síðan eru útbúin nauðsynleg aðflutningsskjöl, varan leyst út og henni komið heim í vörugeymslu viðskiptavinarins. Um 4-6 sendibílar eru í ferðum á vegum fyrirtækisins dag hvern. „í ört stækkandi borg þar sem hundruð fyrirtækja fjarlægjast jafnt og þétt miðborgina þar sem bank- arnir, skipafélögin og tollurinn eru með aðalafgreiðslur sínar er nauð- synlegt fyrir umrædd fyrirtæki að geta nýtt sér þjónustu af því tagi sem Frum veitir“, sagði Jón. Hann bætti því við að íslensk innflutningsfyrir- tæki nýttu sér slíka þjónustu í alltof litlum mæli. Alls staðar erlendis væru sérstök fyrirtæki sem tækju að sér að koma vörunni til innflutnings- fyrirtækja og sæju um öll stigin allt frá því varan er pöntuð og þar til hún er komin heim í hús. Jón taldi að þjónusta banka-og tolladeildar Frums gæti lækkað kostnað innflutningsfyirirtækja á þessum rekstrarþætti um 50-60%. Frum tæki að meðaltali 400 krónur fyrir tollskýrsluna og inni í því verði væri falin bæði útfylling á skýrslunni og allt umstangið í kringum ferðir í banka og toll. Banka-og tolladeildin annast jafnframt innlenda og er- lenda flutningsmiðlun og veitií sér- fræðiaðstoð og ráðgjöf við innflutn- ing og vörudreifingu. Tölvudeild Frums býður upp á víð- tæka þjónustu með IBM S/34 og S/36 tölvum fyrir alls konar fyrir- tæki á öllum sviðum viðskiptalífsins. Seld eru afnot af þessum tölvum ásamt hugbúnaði fyrir lager-,við- skiptamanna-, pantana-, fjárhags-og launabókhald. Einnig er til reiðu hugbúnaður fyrir tollskýrslur og verðútreikninga, telexsendingar og gjaldkerakerfi. Auk þessa geta fyrirtæki og stofn- anir keypt ofangreindan hugbúnað af deildinni og hafa 22 fyrirtæki nú þegar keypt hugbúnaðinn fyrir toll- og verðútreikninga. „Við höfum það fram yfir mörg hugbúnaðarfyrirtæki að við höfum reynslu í meðferð tollskjala og þekkjum því öll vanda- mál sem þarf að leysa af eigin raun. I þessari deild hefur orðið mestur vöxtur hjá fyrirtækinu en það háir okkur hve erfitt er að fá kerfisfræð- inga í vinnu“, sagði Jón. Frum veitir einnig almenna þjónustu í kerfis- setningu og forritun. Þriðja deild Frums er skrifstofu- deildin sem sér um margs konar skrifstofuþjónustu, allt frá telexsend- ingum upp í fullkomið bókhald fyrir stórfyrirtæki. Um 70 útstöðvar eru tengdar við móðurtölvu Frums og geta fyrirtæki í húsinu kallað upp all- ar upplýsingar á skjái hjá sér og prentað út þegar þurfa þykir. Loks annast Frum allan rekstur húseign- arinnar Sundaborg. Lmmnninia Tok......................... bls. 2 Bílaborg ................. — 3 Sjóvá..................... — 4 Krabbameinsfélagið........ — 6 Brautir og gluggatjöld.... — 8 Seðlabankinn.............. — 8 A. Karlsson............... — 10 Gísli J. Johnsen.......... — 13 Hópferðamiðstöðin ........ — 16 Steinunn Björk Birgisdóttir — 18 Trygging h/f.............. — 20 Sterio ................... — 22 Reykvísk endurtrygging ... — 23 Arnarhóll ................ — 25 Alex...................... — 28 Rafeind................... — 30 Verslunarskóli Tölvu- námskeið................ — 32 Konráð Axelsson........... — 35 Lífeyrissjóður Verslunar- manna................... — 36 Lífeyrissjóður Verslunar- manna................... — 37 Farmasía.................. — 38 Húsakaup.................. — 40 Hreyfill ................. - 40 Hagkaup................... — 45 Fjölkaup.................. — 46 Brunabótafélagið.......... — 48 Konráð Axelsson........... — 51 Ferðaskrifstofan Úrval .... — 53 Skæði .................... — 65 Póstur og sími ........... — 69 Sambandið verslunar- deild................... - 70 Ferðaskrifstofan Útsýn . . .. — 71 ístak .................... — 72 ftnatarbla5i6 Fylgist med nýjungum r Askriftarsími 82300 ftna&arbla&í& 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.