Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 21
Innbrot eru tíðari í fyrirtæki og reyndar íbúðarhúsnæöi en áður og þvi meiri ástæða til að tryggja sig gegn því
forsjármannstrygging, starfsmanna-
trygging og frjáls ábyrgðartrygging.
I valinu er húseigendatrygging,
rekstursstöðvunartrygging, gler-
trygging, flutningatrygging og
skaðatrygging. í iðnaðartrygging-
unni er einnig val um vélatryggingu.
Skilmálar geta að sjálfsögðu verið
breytilegir milli einstakra trygginga-
félaga og þurfa fyrirtæki að huga
sérstaklega að því.
Kostir samsettra
trygginga
Helstu kostir samsettra trygginga
eru þeir að fyrirtæki fá einfaldari og
heilsteyptari tryggingar að sögn
forsvarsmanna tryggingafélaganna
þriggja. Menn falla síður í þá gryfju
að vera vitlaust tryggðir eða van-
tryggðir. Einnig hafa skilmálar eldri
trygginga verið bættir og nýjar
tryggingar komið fram. Tryggingin
er því bæði fullkomnari og víðtækari
en áður.
Atvinnurekstrartrygging leysir
vátryggingamál fyrirtækis með einni
vátryggingu, einu skírteini og einum
gjalddaga. Jafnframt yfirgripsmikilli
vernd veitir þessi vátrygging at-
vinnurekandanum yfirsýn yfir öll
vátryggingamál fyrirtækisins.
Atvinnurekstrartryggingin nær
yfir allar eigna- og skaðatryggingar
sem fyrirtæki þurfa á að halda en
skip og flugvélar eru þó undanskilin.
Samsettar tryggingar taka einnig
ekki til bílatrygginga, líftrygginga og
farmtrygginga.
„Ég tók þessar tryggingar eins og
skot“, sagði einn innflytjandi sem
Frjáls verslun ræddi við. „í fyrsta
lagi þurfti ég á rafeindatryggingunni
að halda vegna þess að ég var að fá
tölvur á kaupleigusamningi og í öðru
lagi finnst mér þægilegt að geta
skoðað öll tryggingamál mín í einu
lagi ár hvert.“
Annar tryggingartaki sem rætt
var við hafði nokkrar efasemdir um
þessar tryggingar og taldi að verið
væri að fá fyrirtæki til að kaupa
meiri tryggingar en þau þyrftu á að
halda.
Hver er hagkvæmnin?
Forsvarsmenn tryggingafélag-
anna þriggja segja hins vegar að
grunntrygging eða kjarni sé lág-
markstrygging en menn geti síðan
valið viðbótartryggingu eftir þörfum.
Hagkvæmnin við þetta sé augljós því
iðgjöldin væru miklu lægri en ef hver
trygging væri keypt sérstaklega.
Þannig væri hægt að lækka iðgjöldin
og gæti sá munur numið 10 til 30%
eftir tryggingum. Þó er mjög erfitt að
bera þetta saman því taka þarf með í
21