Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 52

Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 52
Þrátt fyrir háalvarleg umræöuefni á stundum var oft slegiö á létta strengi á aöalfundi Verzlunarráösins ákvörðun og verðlagningu ýmiss kon- ar þjónustu. Aflétta þarf hömlum á innflutningi olíuvara og afnema verðjöfnun og niðurgreiðslur jafn- framt því sem lögvernd ýmissa at- vinnugreina, þjónustugreina, er end- urskoðuð. Með réttu þarf að afnema núverandi verðlagslöggjöf og setja þess í stað stranga samkeppnislög- gjöf en um það liggja fyrir ítarlegar tillögur frá Verzlunarráðinu." Að síðustu gerði Bjarni að umtals- efni hvernig stjórna megi nýtingu auðlinda. Sagði hann þar uppi vera tvö vandamál, takmörkun nýtingar og úthlutun leyfa. Núverandi fyrir- komulag í sjávarútvegi sagði hann bjóða upp á pólitísk hrossakaup og hagsmunapot og væri réttlátast að láta markaðinn stjórna úthlutuninni, þannig að þeir sem sjósókn stund- uðu með mestri hagkvæmni hefðu tækifæri til aðgangs að nauðsynleg- um leyfum með eðlilegum hætti. Hið sama ætti við um nýtingu annarra sameiginlegra gæða. Ókeypis að- gangur býður ætíð heim hættu á of- nýtingu og pólitísk úthlutunarstefna býður heim spillingu, sagði Bjarni Snæbjöm Jónsson að lokum. Eftir nokkra umræðu um stefnu- skrána sem lögð var fram og er 20 síðna plagg var henni vísað til stjórn- ar til endanlegrar útgáfu og kynning- ar og var samþykkt að yrðu stjórnar- menn ekki sammála um öll atriði hennar skyldi hún á ný borin undir atkvæði félagsmanna. Alþjóðaviðskipti og fjárfesting Jaques G. Maisonrouge fyrrver- andi framkvæmdastjóri IBM í Evr- ópu flutti ræðu um alþjóðaviðskipti og var gerður góður rómur að máli hans og svaraði hann nokkmm fyrir- spurnum að lokinni ræðunni. Þar lagði hann m.a. áherslu á að háskóla- menn yrðu að vera í góðum tengsl- um við atvinnulífið og að ekki dygði að stunda rannsóknir sem hefðu lítið hagnýtt gildi. Sagði hann það skoðun sína að góð menntun væri undir- staða framfara á öllum sviðum þjóð- lífs og ef vel ætti að vera þyrftu yfir- völd að gera ungu fólki grein fyrir því í hvaða greinum starfsmöguleik- ar væru mestir. Um alþjóðaviðskipti sagði Mais- onrouge að alþjóðlegum fyrirtækjum væri nauðsynlegt ákveðið frjálsræði til starfa utan heimalanda sinna. Oft lægju hráefni þannig að best væri að vinna úr þeim í viðkomandi landi, þar væri best að stofna verksmiðjur og flytja nauðsynlega starfsþekkingu inn í landið sé hún ekki þegar fyrir hendi. Sagði hann viðkomandi yfir- völd þá verða að sýna skilning á áhuga viðkomandi fyrirtækis á fjárfestingu í landinu sem hlyti að koma landinu betur en að flytja inn tilbúinn varning framleiddan annars staðar. Sagði hann að á árunum 1964 til 1965 hefði stjórn de Gaulles bannað Ford að koma á fót verksmiðju í Frakklandi. Henni var þá komið upp í Belgíu og sagðist Maisonrouge þá 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.