Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 56
Hlutabréfamarkaðurinn hf: Hugsjón í verki —rætt við Þorstein Haraldsson, framkvæmdastjóra Viðskipti með verðbréf hafa löngum átt erfitt upp- dráttar á íslandi. Til skamms tíma voru slík viðskipti lítil og hljótt var um þau. Að undanförnu hafa orðið skjót umskipti. Möguleikar sparifjáreig- enda eða fjármagnseig- enda til að ávaxta fé sitt hafa aukist og fyrirtæki og einstaklingar eiga fleiri kosta völ en áður til að afla fjár. Nýjasta fyrirtæk- ið á sviði verðbréfavið- skipta er Hlutabréfamark- aðurinn hf. sem hóf starfsemi sína í október á síðasta ári. Markmið fé- lagsins er að stuðla að eflingu og þróun hluta- bréfaviðskipta hér á landi og starfrækja hlutabréfa- markað. Félagið annast hvers kyns ráðgjöf og að- stoð við stofnun hlutafé- laga, verðmat hlutabréfa, útboð hlutafjár og kaup og sölu hlutabréfa. „Nokkrir áhugamenn eða hugsjón- armenn komu saman og stofnuðu fyrirtækið. Hlutabréfaviðskipti voru og eru meðal verkefna sem stærri verðbréfafyrirtæki hafa á stefnuskrá sinni en þau félög hafa nær ein- göngu sinnt sölu á skuldabréfum einstaklinga og fyrirtækja og spari- skírteinum ríkissjóðs. Menn töldu því að viðskiptum með hlutabréf hefði ekki verið sinnt og vildu bæta þar úr með því að stofna félag sem sinnti eingöngu slíkum viðskiptum", sagði Þorsteinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Hlutabréfamarkaðar- ins hf. í samtali við Frjálsa verslun. Stofnendur félagsins voru Baldur Guðlaugsson, hrl., Ragnar S. Hall- dórsson, forstjóri ísal hf., Víglundur Þorsteinsson, forstjóri B.M. Vallár hf., Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, Árni Vil- hjálmsson, prófessor, Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur og Stefán Svavarsson, lektor. Hluthafar eru nú alls 26. Skráir gengi bréf a Þorsteinn sagði að sérstaða Hluta- bréfamarkaðarins fælist meðal ann- ars í því að þar væri skráð gengi hlutabréfa hjá nokkrum hlutafélög- um og fyrirtækið kaupir og selur í eigin nafni hlutabréf á því gengi sem auglýst er. Kaup og sölur hafa skipt nokkrum tugum frá því fyrirtækið fór af stað og hefur orðið hreyfing á bréfum frá öllum fyrirtækjum sem eru á skrá. Þau eru: Hf. Eimskipafé- lag íslands, Flugleiðir hf., Iðnaðar- banki Islands hf. og Verslunarbanki Islands hf. Um helmingur viðskipt- anna að verðmæti til hafa verið með hlutabréf í Eimskip. „Margir hafa auk þess sýnt því áhuga að selja hlutabréf, hringt til okkar og fengið upp verð. Þegar til á að taka vilja þeir bíða og sjá til. Þessi starfsemi hefur því reynst nauðsynlegur Iiður í að efla tiltrú fólks á hlutabréfum og opna augu þess fyrir því hvaða verð- mæti liggja í þeim bréfum sem það á“, sagði Þorsteinn. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.