Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 46
— Af nýjum málum mætti helst
nefna sérstök verkefni með nokkrum
flugfélögum í þróunarlöndum. Mörg
flugfélög eru að hefja starfsemi í
þróunarlöndum og mikilvægt er að
þeir sem reynslu hafa í flugrekstri
geti aðstoðað. Þar mætti helst nefna
þjálfunarmál og hvers kyns kennslu
starfsmanna og algeng er samvinna
félaga í þróuðum þjóðum og þeirra
sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Hryðjuverk mesti
ógnvaldurinn
Hver eru helstu vandamál sem
steðja að flugrekstri í dag?
— Það eru hryðjuverk. Þau eru
mesti ógnvaldur flugfarþegans og
starfsmanna í flugmálum bæði í loft-
inu og á jörðu niðri eins og dæmin
hafa sýnt. Flugfélög hafa lagt í gífur-
legan kostnað við alls konar vopna-
leit og öryggisgæslu og allt kapp er
lagt á að koma í veg fyrir hryðjuverk.
Ég vil leggja sérstaka áherslu að hér
er yfirleitt um hryðjuverk að ræða,
ég vil ekki kalla þetta flugrán, því oft-
ar en ekki eru menn drepnir og hér
er því um glæpamenn og morðingja
að ræða. Hins vegar má líka bæta því
við að enn í dag er flugið sá sam-
göngumáti sem öruggastur er.
Hvernig er unnið að því að
stemma stigu við hryðjuverkum?
— Við reynum að opna augu rík-
isstjórna og flugmálayfirvalda fyrir
ýmsum atriðum sem til úrbóta geta
verið. Víða má t.d. girða af flugvell-
ina miklu betur en gert er. Það eru
ekki allir svo heppnir sem þið að hafa
herlið á flugvellinum! Flugfélögin
reyna líka að tryggja eftir megni að
ekki fari um borð neinir farþegar eða
aðrir sem borið geta vopn og eins og
flugfarþegar hafa orðið varir við fer
gífurlegur tími í þessar varúðarráð-
stafanir og þær eru oft hvimleiðar.
En því miður eru þær nauðsynlegar.
Við reynum líka að höfða til sam-
visku starfsmanna. Það þarf ekki
nema augnabliks aðgæsluleysi til að
taska með vopni fari framhjá þeim
sem annast vopnaleit á skermi, tæk-
ið getur bilað án þess að það upp-
götvist strax og þannig er hugsan-
legt að hryðjuverkamenn hafi sitt
fram. Þess vegna þurfum við að
brýna það sérlega vel fyrir öllum sem
vinna að þessum öryggismálum að
halda vöku sinni og láta ekkert grun-
samlegt framhjá sér fara.
Vissulega er hræðilegt að þurfa að
búa við þetta. Þess vegna verðum við
að fordæma hryðjuverkamenn og þá
sem styðja slík ofbeldisverk. Hér
verða stjórnmálamenn að taka hönd-
um saman með okkur og knýja á um
aukið aðhald. Og meðan enn eru til
menn sem af hugsjón ganga í sjálfs-
morðssveitir verðum við að gera allt
sem hugsanlegt er til að draga úr
hættunni af þeim.
Samkeppni og
samvinna
Er þá ekki eintóm samkeppni á
yfirborðinu þegar fulltrúar flugfélag-
anna hittast?
— Nei, alls ekki. Við líkjum okkur
stundum við Sameinuðu þjóðirnar.
Þar ræða menn saman í sátt og sam-
lyndi á fundum og skiptast kannski
stundum harkalega á skoðunum en
geta jafnvel verið í stríði á öðrum
vettvangi. Hjá okkur eru mörg sam-
Hver var að tala um
ad tölvuvæðing væii dýr?
Ef þér hefur fundist of dýrt að tölvuvæða íýrirtækið, komdu þáogskoðaðu STAR-pakkann.
Tilboð nr. 1.
STAR PC-tölva, Microline 182
prentari, Quantum-hugbúnað-
ur frá Víkurhugbúnaði með
fjárhags- og viðskiptamanna-
bókhaldi, lagerkerfi, sölukerfi
með útprentun á nótur, víxla,
verðlista, gíróseðla o.fl, o.fl.
Staðgr. 107.650
Tilboð nr. 2
STAR XT-tölva með 20 MB
harðdiski, Microline 182i>rent-
ari, Quantum-hugbúnaður frá
Víkurhugbúnaði með fjárhags-
og viðskiptamannabókhaldi,
lagerkerfi, sölukerfi með út-
prentun á nótur, víxla, verð-
lista, gíróseðlao.fl.
Staðgr. 154.500
HUÓMAR VEL EKKI SATT?
STAR PC/XT og Quantum-hugbúnaAur
Kynntu þér málið
EN SJÓN ER SÖGU RÍKARI
FJÖLKAUP HF.
Lágmúla 5, 3. h. sími 688199
Víkurhuabúnadur sf.
Hafnargata 32, sími: 92-1059