Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 23
breyting að menn eru meira meðvit- aðir um tryggigngar sínar og við fáum meiri viðbrögð frá viðskipta- vininum“, sagði Þórður Þórðarson hjá Brunabót. „Viðtökumar sýna að þetta er það sem menn vilja. Atvinnurekstrar- tryggingin er þó ekki fullkomin lausn fyrir alla. Við erum að þróa þessar tryggingar, bæta við skilmál- ana og beina þessum tryggingum að fleiri markhópum en áður. Þetta sem við höfum nú er aðeins frumraunin“, sagði Ólafur Ingólfsson hjá Almenn- um tryggingum. Fleiri félög? En ætla fleiri tryggingafélög að bjóða samsettar tryggingar fyrir at- vinnureksturinn? Frjáls verslun leit- aði eftir svömm við þeirri spurningu hjá forsvarsmönnum Samvinnu- trygginga og Tryggingamiðstöðvar- innar. Bruno Hjaltested, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Samvinnu- tryggingum sagði að þeir væru ekki búnir að taka afstöðu til þess enn. Samvinnutryggingar þyrftu í sjálfus ér ekki að bregðast við þessu. Þeir hefðu boðið samsettar tryggingar þótt í nokkuð öðru formi væri. Menn gætu fengið þessar tryggingar en hefðu einnig meiri möguleika á því að undanskilja það sem þeir vildu ekki. Menn gætu fengið magnafslátt ef þeir væru með margar tryggingar og þótt tryggingarnar væru ekki gefnar út á eitt skírteini væri auðvelt að gefa mönnum tryggingayfirlit. Gísli Ólafson, forstjóri Trygginga- miðstöðvarinnar hf. tók í svipaðan streng. „Við emm með það sem má kalla samsettar tryggingar á vissum sviðum útgerðar og fiskvinnslu. Við bjóðum ekki staðlaðar samsetningar heldur reynum við að meta trygg- ingaþörf hvers og eins viðskiptavin- ar og bjóða þá samsetningu sem við teljum henta“, sagði Gísli. Hann taldi að það væri ekki alfarið kostur að hafa eitt skírteini og einn gjalddaga. Mörgum fyrirtækjum hentaði betur að dreifa gjalddögum yfir árið og gætu þau með því sparað sér fjár- magnskostnað. Samkeppnin Samkeppni tryggingafélaganna hefur leitt til lægri iðgjalda, betri þjónustu og nýjunga á markaðnum. „Það hlýtur að vera mikil samkeppni á milli tryggingafélaganna því tals- vert er sótt að manni og menn frá tryggingafélaginu koma einu sinni á ári til að fara yfir málin með mér“, sagði einn ánægður tryggingataki í samtali við Frjálsa verslun. Sem dæmi um hin breyttu viðhorf má nefna að í hefðbundnum trygg- ingum var og er samstarf á milli tryggingafélaga um skilmála. Skil- málar voru jafnvel prentaðir í sömu prentsmiðju fyrir tvö eða fleiri trygg- ingafélög, bara með mismunandi kápu. Þetta samstarf er ekki fyrir hendi í atvinnurekstrartryggingun- um. Margt er líkt með skilmálunum en þarna er ekki um sömu trygging- una að ræða. Eflaust er það margt sem hefur hrint þessari samkeppni af stað. Margir hafa bent á að bæði með samsettum tryggingum fyrir fyrir- tæki og lækkun einstakra iðgjalda hafi Reykvísk endurtrygging hrisst upp í markaðnum sem hafði verið í kyrrstöðu. Markaðshyggjan Sigurjón Pétursson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjóvá var spurður um skýringuna á þessari hörðu sam- keppni: „Óneitanlega hefur færst meira líf í markaðinn. Samkeppnin hefur harðnað. Á sumum sviðum hef- ur hún verið býsna hörð, svo hörð að hún hefur gengið út fyrir öll skyn- samleg mörk. Dæmi um það er út- boðið á brunatryggingunum í Hafn- arfirði sl. ár. Félagið sem fékk trygg- ingamar bauð svo lág iðgjöld að það er ekki spuming hvort heldur hve- nær slíkt kemur í bakið á trygginga- tökunum í formi hækkaðra iðgjalda. 23 SÍÐAN 1983 . . . Reykvísk endurtrygging hefur verið frumkvöðull ýmissa nýjunga á ís- lenskum tryggingamarkaði. Því var það að árið 1983 gáfum við út fyrstir tryggingafélaga tryggingaheild, sem veitir fyrirtækjum handhægt yfirlit yfir allar sínar tryggingar á einum stað. Með einu skírteini minnkum við hættu á tvítryggingu eða því að áhættusvið sé ótryggt. Viðskiptavinurinn ræður sjálfur samsetningu tryggingaheildar sinnar, enda er hún sérhönnuð fyrir hann. Þetta er í samræmi við þá stefnu okkar að gæta þess jafnan að veita persónulega, nákvæma þjónustu og faglega leiðsögn varðandi örygg- ismál og brunavarnir. Markmið okkar er að vera áfram í fararbroddi á þessu sviði og sinna viðskiptavinum okkar, stórum sem smáum, af alúð og nákvæmni og Ieita stöðugt nýrra leiða fyrir þá, sem auka hagkvæmni og öryggi þeirra. Okkar fag er að þekkja og greina áhættuþætti. Ti REYKVÍSK ENDURTRYGGING Sóleyjargötu 1 101 Reykjavík Sími: 29011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.