Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 61
Unnið við hleðslu á flutningavél.
Samkeppni þjónustu
Fyrr er nefnd ný skrifstofa Arnar-
flugs í Kaupmannahöfn sem hefur
það markmið að ná þaðan meiri
flutningum. Ekki segjast Flugleiða-
menn hafa orðið varir við minnkun
hjá sér, tilkoma Amarflugs á þessari
sömu leið þýði e.t.v. ný viðskipti.
Bæði félögin reyna að veita sem
besta þjónustu varðandi bókanir og
hraða. Þannig er Arnarflug í tölvu-
sambandi við bókunartölvu KLM,
sem þýðir að hægt er að veita upplýs-
ingar um hvar í heiminum vara er
stödd þegar hún hefur verið afhent
til flutnings. Flugleiðir geta einnig
veitt þessa þjónustu með telexfyrir-
spurnum. Þannig eiga viðskipta-
menn að fá að vita hvaða dag vara
þeirra er væntanleg til landsins sem
auðveldar þeim sölustarfið hér
heima.
Bæði félögin gefa út gjaldskrá fyr-
ir farmflutninga sem send er við-
skiptavinum. Þar koma fram gjöld
fyrir flutning frá áfangastöðum
félaganna og mörgum öðrum borg-
um og löndum. Síðan gilda sérfarm-
gjöld í nokkrum tilvikum eftir flutn-
ingamagni og vöruflokkum. Verð á
flutningum er svipað.
Kostir og gallar
Vitað er að vöruflutningar með
flugi eru talsvert dýrari en með skip-
um. Getur verðmunurinn orðið allt
að fimmfaldur, en kostir eru líka
nokkrir. Eðli vörunnar ræður að
sjálfsögðu mestu um hvort hún er
flutt með skipi eða flugvél. Þannig er
sjálfsagt að flytja blóm, matvæli, lyf,
ýmsa varahluti, fatnað og hátækni-
vörur sem eru viðkvæmar fyrir
hnjaski í flugvélum. Margt annað en
eðli vörunnar kemur þó til. Umbúða-
kostnaður er lægri vegna betri vöru-
meðferðar, fyrirtæki þurfa ekki að
hafa eins miklar birgðir heima við og
geta þannig lækkað fjármagnskostn-
að sinn og stuttan tíma tekur jafnan
að fá vörur með flugi jafnvel langt
utan úr heimi.
Arnarflug notar vél sína Boeing
737 Combi til flutninga með frakt og
farþega og flytur yfirleitt hvort
tveggja. Ef engin frakt er með í för
tekur vélin 130 manns í sæti, en 82
ef tveir þriggja tonna pallar eru um
borð og sjö palla ef eingöngu er flutt
frakt. Getur vélin borið um 15 tonn
af frakt.
Flugleiðir taka að jafnaði frakt í
hverri ferð, allt að 10 tonnum í DC-8
þoturnar ef þær eru ekki fullsetnar
farþegum og 6 tonn í Boeing 727. Þá
eru að vetrarlagi farnar vikulegar
fraktferðir til Kaupmannahafnar og
stundum fleiri en ein í viku. Stöku
sinnum eru líka farnar sérstakar
fraktferðir til London og Lúxem-
borgar.
61