Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 17
Veitingasalurinn í Hótel Borg
100 tonn af fiski ísaðan í kassa, segir
Joensen af sömu yfirveguninni sem
einkennir allt hans fas. Það vottar
ekki fyrir drýldni og sennilega tæki
hann tapi með sömu róseminni.
Menn eru hins vegar nokkuð sam-
mála um að það muni aldrei reyna á
það, því þótt Joensen tefli oft djarft,
hafa honum ekki orðið á mistök svo
vitað sé síðan hann keypti síldarnót-
ina frá Islandi forðum daga.
— Það var eiginlega ekki Islend-
ingum að kenna. Þetta var nót með
japönskum netum og þau voru mikið
stífari en önnur net. Við tókum nót-
ina um borð í Neskaupsstað og þeg-
ar helmingurinn var kominn um
borð, var plássið búið. Við brugðum
á það ráð að hrúga nótinni út um allt
skip og síðan sigldum við til Fær-
eyja. Við urðum auðvitað að breyta
skipinu fyrir þessa fyrirferðarmiklu
nót og það tók hálfan mánuð. Sjálf
nótin var alveg bráðónýt og það var
mesta happ lífs míns þegar hana tók
út af bátnum í ofsaveðri, segir Jakúp
Joensen, skellihlæjandi. Og hann
hefur ástæðu til að vera brosmildur.
Eftir þennan vendipunkt, þegar ís-
lensk - japanska nótin hvarf í djúpið,
hefur honum gengið allt í haginn og
árlega er milljónahagnaður (í fær-
eyskum krónum) af útgerðinni og
frystihúsið eitt skilar um fjórum mill-
jónum í nettóhagnað á ári hverju.
Varð að hella mér út í
þetta
Það sem Jakúp Joensen hefur
mestar áhyggjur af þessa dagana og
hefur reyndar haft undanfarna mán-
uði, er togstreitan á milli sjávarút-
vegsins og hótelrekstursins.
— Eg er í vinnu á Suðurey þrjá
daga í viku og fimmtudag og föstu-
dag er ég hér á Hótel Borg og reyni
að setja mig inn í það hvernig á að
reka hótel. Ég réð hótelstjóra hér í
upphafi til reynslu en það gekk ekki
upp. Mér urðu á mistök. Ég viður-
kenni það fúslega að ég valdi ekki
rétta manneskju til starfsins og þess
vegna varð ég að hella mér út í þetta
og freista þess að læra eins mikið um
hótelrekstur og ég gæti á sem
skemmstum tíma. Þetta hefur auðvit-
að verið erfitt vegna reksturs Polar-
frost og útgerðar togaranna, en kost-
irnir eru líka margir. Deildarstjórarn-
ir hér á hótelinu hafa þurft að starfa
meira sjálfstætt og það mun koma
þeim og hótelinu til góða, loksins
þegar ég hef valið rétta manninn til
þess að stjórna Hótel Borg. Ég kunni
ekkert í hótelrekstri áður en ég
keypti hótelið en nú veit ég nákvæm-
lega hvaða kosti góður hótelstjóri
þarf að hafa, segir Jakúp Joensen -
maðurinn á bak við borgarstórveldið
í Færeyjum, Polarfrost á Suðurey,
borgirnar átta og loks Hótel Borg í
Þórshöfn - allt þetta bendir til þess
að enn einu sinni hafi Jakúp Joensen
haft rétt fyrir sér.
17