Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 17
Veitingasalurinn í Hótel Borg 100 tonn af fiski ísaðan í kassa, segir Joensen af sömu yfirveguninni sem einkennir allt hans fas. Það vottar ekki fyrir drýldni og sennilega tæki hann tapi með sömu róseminni. Menn eru hins vegar nokkuð sam- mála um að það muni aldrei reyna á það, því þótt Joensen tefli oft djarft, hafa honum ekki orðið á mistök svo vitað sé síðan hann keypti síldarnót- ina frá Islandi forðum daga. — Það var eiginlega ekki Islend- ingum að kenna. Þetta var nót með japönskum netum og þau voru mikið stífari en önnur net. Við tókum nót- ina um borð í Neskaupsstað og þeg- ar helmingurinn var kominn um borð, var plássið búið. Við brugðum á það ráð að hrúga nótinni út um allt skip og síðan sigldum við til Fær- eyja. Við urðum auðvitað að breyta skipinu fyrir þessa fyrirferðarmiklu nót og það tók hálfan mánuð. Sjálf nótin var alveg bráðónýt og það var mesta happ lífs míns þegar hana tók út af bátnum í ofsaveðri, segir Jakúp Joensen, skellihlæjandi. Og hann hefur ástæðu til að vera brosmildur. Eftir þennan vendipunkt, þegar ís- lensk - japanska nótin hvarf í djúpið, hefur honum gengið allt í haginn og árlega er milljónahagnaður (í fær- eyskum krónum) af útgerðinni og frystihúsið eitt skilar um fjórum mill- jónum í nettóhagnað á ári hverju. Varð að hella mér út í þetta Það sem Jakúp Joensen hefur mestar áhyggjur af þessa dagana og hefur reyndar haft undanfarna mán- uði, er togstreitan á milli sjávarút- vegsins og hótelrekstursins. — Eg er í vinnu á Suðurey þrjá daga í viku og fimmtudag og föstu- dag er ég hér á Hótel Borg og reyni að setja mig inn í það hvernig á að reka hótel. Ég réð hótelstjóra hér í upphafi til reynslu en það gekk ekki upp. Mér urðu á mistök. Ég viður- kenni það fúslega að ég valdi ekki rétta manneskju til starfsins og þess vegna varð ég að hella mér út í þetta og freista þess að læra eins mikið um hótelrekstur og ég gæti á sem skemmstum tíma. Þetta hefur auðvit- að verið erfitt vegna reksturs Polar- frost og útgerðar togaranna, en kost- irnir eru líka margir. Deildarstjórarn- ir hér á hótelinu hafa þurft að starfa meira sjálfstætt og það mun koma þeim og hótelinu til góða, loksins þegar ég hef valið rétta manninn til þess að stjórna Hótel Borg. Ég kunni ekkert í hótelrekstri áður en ég keypti hótelið en nú veit ég nákvæm- lega hvaða kosti góður hótelstjóri þarf að hafa, segir Jakúp Joensen - maðurinn á bak við borgarstórveldið í Færeyjum, Polarfrost á Suðurey, borgirnar átta og loks Hótel Borg í Þórshöfn - allt þetta bendir til þess að enn einu sinni hafi Jakúp Joensen haft rétt fyrir sér. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.